Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989.
31
Af íþróttasviðinu um helgina:
Landsleikir
við Austur-
Þjóðveija
- og margt annað fysilegt á döfinni um helgina
Helgin, sem nú er
fram undan, verður
sannkölluð íþrótta-
veisla. Hátiðin hefst
strax í kvöld með
tveimur leikjum í bik-
arkeppni KKI. Vals-
menn mæta erkifénd-
unum í KR klukkan 20
og á sama tíma eigast
við lið Njarðvíkinga og
Keflvíkinga.
Á morgun, laugar-
dag, er síðan meistara-
mót í atrennulausum
stökkum og verður
það haldið í anddyri
Laugardalshallar. Þar
á íjölunum fer fram
landsleikur í hand-
knattleik síðar um
daginn.
íslendingar mæta þá
Austur-Þjóðveijum og
eiga aldeilis harma að
hefna frá því á ólymp-
íuleikum í Seoul. Það
voru einmitt þessir
„fjandvinir" íslend-
inga á íþróttasviðinu
sem skutu okkur þar
niður í hóp B-þjóða í
handknattleik. Leikur
þjóðanna hefst klukk-
an17.
Á sunnudag rís hæst
seinni landsleikur ís-
lendinga og Austur-
Þjóðverja en hann
hefst klukkan 20 í
Laugardalshöll.
í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik verða
margir leikir á sunnu-
dag og hefjast allir
klukkan 20. Þór mætir
Val norðan heiða, ÍS
etur kappi við Njarð-
vík, Tindastóll við
Hauka á sínum heima-
velli og loks ÍR við ÍBK
á sínum heimavelli.
Þá má benda á að ís-
landsmótið í innan-
hússknattspyrnu fer
fram um helgina, á
laugardag og sunnu-
dag.
Keppni í 2. flokki
karla hefst í dag
klukkan 15 í Laugar-
dalshöll og verður
fram haldið á morgun
í Seljaskóla frá klukk-
an 13-18. Á sunnudag
eru úrsht, frá klukkan
10 árdegis til 13.30.
Keppni í 3. deild í
meistaraflokki karla
hefst á laugardag
klukkan 9 og verður
fram haldið um dag-
inn. Hlé verður á
keppni meðan lands-
leikurinn við Austur-
Þjóðverja stendur yfir.
Á sunnudag verður
síðan keppni í 2. deild,
frá klukkan 9 um
morguninn til klukkan
18.
Kristján Arason verður í eldlínunni í kvöld ásamt félögum sinum í islenska landsliðinu
í handknattleik. Tveir leikir eru fyrirhugaðir í Höllinni um helgina gegn Austur-Þjóð-
verjum. DV-mynd Brynjar
Endurskoðunarskrifstofa
Hef stofnað eigin endurskoðunarskrifstofu.
Skrifstofan er til húsa að Suðurlandsbraut
10, 3. hæð, sími 680825.
Sveinn Sæmundsson
löggilfur endurskoöandi
REYKJAVÍKURBORG
Lausar stöður
STARFSMAÐUR
óskast aö skóladagheimili Breiðagerðisskóla.
Fóstru- og eða uppeldismenntun æskileg.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 84558 og
heima í síma 33452.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. jan-
úar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Tilkynning
til símnotenda
Athygli símnotenda er vakin á því að um næstu helgi
verða allir símar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa
númer er byrja á 61 og 62 tengdir nýrri stafrænni
símstöð í Landssímahúsinu viö Austurvöll.
Búast má við einhverjum símatruflunum á meðan á
umtengingu stendur.
Vinsamlegast sýnið þolinmæði á meðan á þessari
umtengingu stendur.
Símstjórinn í Reykjavík
ALASKA
BUÐIN
Bílavörur í sérflokki !
Lak£gCjáinn
frá MJZSXpl
er af nýrri
SónfynsCóð sem
endist Cengur.
‘Þotir þvott með g'
tjöru-hreinsi. 'S.
Kársnesbraut 106 -200 Kópavogi.
^VSími91-41375/641418
r,
ÍS
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKiSINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK 89001 Ræstíng á skrifstofuhúsnæði, Þverklett-
um 2-4, Egilsstöðum.
Opnunardagur: Þriðjudagur 7. febrúar 1989 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstöðum, fyrir opnun-
artíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstödd-
um þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins Þverklettum 2-4, 700 Egilsstöðum, frá og
með mánudeginum 16. janúar 1989 og kosta kr.
300,00 hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Þverklettum 2-4
700 Egilsstöðum