Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989.
19
Dansstaðir
Abracadabra,
Laugavegi
Bigfoot sér um tónlistina um helgina.
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, sími 23333
Hljómsveitin Aukinn þrýstingur
leikur fyrir dansi um helgina.
Benson sér um fjörið á neðri hæðinni.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld id. 22-3.
Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
Broadway,
Álfabákka 8, Reykjavík, sími 77500
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Mara-
þondansinn á föstudags- og laugar-
dagskvöld kl. 20.30. Hljómsveitin
Brimkló leikur fyrir dansi bæði
kvöldin. Húsið opnað fyrir almenn-
ing kl. 23.30.
Casablanca,
Skúlagötu 30
„Hip-hop house acid“ danstónlist
fóstudags- og laugardagskvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, simi 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin í gegnum tíöina leikur
gömlu og nýju dansana föstudags- og
laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Söngskemmtunin Gæjar og glans-
píur hefur verið færð í nýjan búning,
sérsniðinn að Hollywood og verða
sýningar á föstudags- og laugardags-
kvöldum kl. 23.30. Hljómsveitin Síðan
skein sól leikur fyrir dansi um helg-
ina.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi
82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónhst. Tískusýningar
öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-1.
Hótel ísland
„Rokkskór og bítlahár", sýningar á
fóstudags- og laugardagskvöld.
Stjómin, hljómsveit Hótel íslands,
leikur fyrir dansi á aðalsviði. Á Café
ísland leikur hljómsveit Guðmundar
Steingrímssonar og í norðursal hót-
elsins leikur Ragnar Bjamason og
hljómsveit.
Hótel Saga,
Súlnasalur,
v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221
Einkasamkvæmi í kvöld.
Hljómsveitin Einsdæmi leikur
fyrir dansi á laugardagskvöld.
Cuba,
Borgartúni 32
Nýr skemmtistaður opnaður í kvöld.
Dikótek fóstudags- og laugardags-
kvöld. Aldurstakmark 18 ár.
Tunglið og Tunglkjallarinn,
Lækjargötu 2, simi 621625
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Opið um helgina.
Zeppelin
„rokkklúbburinn“,
Borgartúni 32
Royal Rock, húshijómsveit, leikur
fyrir dansi um helgina.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið funmtudags-, fóstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Hótel ísland
Rokkskórnir,
Raggi Bjama
og Guðmundur
Steingrímsson
Á laugardagskvöld heíjast aftur
sýningar á Rokkskóm og bítlahári
á Hótel íslandi. Upphaflega var gert
ráö fyrir að sýningum mundi ljúka
í desember. Vegna mikillar aðsókn-
ar og góðra undirtekta gesta verður
sýningum haldið áfram um sinn.
Lítils háttar breytingar hafa orðið
á sýningunni.
Á Café íslandi hefur hljómsveit
Guðmundar Steingrímssonar
ásamt söngvurunum Shady Owens
og Einari Júlíussyni leikið að und-
anförnu. Hefur tekist að skapa góða
stemningu í salnum. Tónlistin er
léttur og ljúfur djass og ballöðutón-
list fyrir þá gesti sem vilja tónlist
í rólegri kantinum.
Þá hefur Hótel ísland fengið til
liðs við sig Ragnar Bjarnason og
hljómsveit og mun hann ásamt
hljómsveit leika í Norðursal. Með
tilkomu Ragnars ættu að allir er
sækja Hótel ísland að finna eitt-
hvað fyrir sig.
Húshljómsveit á Hótel íslandi er
sem fyrr Stjórnin. Alda Ólafsdóttir
söngkona er nú horfm til útlanda
og hefur Sigríður Beinteinsdóttir
komið í hennar stað. Einnig hefur
nýr trommuleikari komið til liðs
við hljómsveitina, heitir hann Þor-
steinn Gunnarsson.
Ragnar Bjarnason mun i kvöld byrja að skemmta gestum i Norðursal
Hótel íslands.
Heiti potturinn:
Kvartett Kristjáns Magnússonar
Að venju verður djassað í Heita
pottinum á sunnudagskvöld. Djass-
klúbburinn í Duus-húsi hefur nú
verið starfræktur í tæp tvö ár og
notið ágætrar aðsóknar djassunn-
enda. Það er kvartett Kristjáns
Magnússonar píanóleikara sem
spilar en auk Kristjáns skipa kvart-
ettinn Þorleifur Gíslason á altó- og
tenórsaxófón, Tómas R. Einarsson
á kontrabassa og Guðmundur G.
Einarsson á trommur.
Kvartett Kristjáns hefur spilað
drjúgt á þessum vetri og leikið viða
í höfuðborginni. Einnig léku þeir
Kristján, Tómas og Guðmundur á
Hótel Reynihlíð í nóvember en þar
er tónlistarskólastjóri Viðar Al-
freðsson trompetleikara. Efnisskrá
kvartettsins eru djasslög frá ýms-
um skeiðum djasssögunnar, forn-
um sem nýjum.
Kvartett Kristjáns Magnússonar.
Næstu tvær helgar mun Síðan
skein sól skemmta í Hollywood.
Hollywood:
Síðaxi skein
sól og Gæjar
og glanspíur
Næstu tvær helgar mun Síöan
■skein sól leika í Hollywood. Síðan
skein sól, sem er með Helga Björns-
son í fararbroddi, lék í Hollywood
á gamlárskvöld við mikla hrifn-
ingu gesta.
Um síðustu helgi skipti Holly-
wood um ham og mæltust breyting-
ar vel fyrir hjá gestum hússins.
Áframhald verður á miðnætur-
skemmtuninni Gæjar og glanspíur
sem hefur verið endurbætt og sér-
sniðin fyrir Hollywood.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp í Hollywood að nú er tekið á
móti matargestum og er matseðill-
inn með nokkuð öðru sniði en tíðk-
ast á öðrum skemmtistöðum. Húsið
er opnað kl. 20.00 fyriur matargesti.
Vélsleöamenn munu sjálfsagt fjölmenna til Ákureyrar um helgina.
Akureyri:
Stórhátíð vélsleðamanna
Sýning á vélsleðum, útbúnaði og
útilífsvörum verður í íþróttahöll-
inni á Akureyri á laugardag og
sunnudag. Fyrir utan sýningu á
margs konar vélsleðum og út-
búnaði fyrir vélsleðamenn verður
verkleg sýnikennsla á notkun Lor-
an staðsetningartækja á morgun
kl. 15.00. Skátar munu gefa leið-
beiningar og heilræði um ferðalög
og á útisvæði verður markaður fyr-
ir notaða sleða, kerrur og aöra hluti
tengda íþróttinni.
Fyrir aðkomumenn sem hugsa
sér aö heimsækja Akureyri um
helgina er hægt að fá ódýra gist-
ingu í Skíðaskálanum í Hlíðarfjalli
eða á Hótel Akureyri.
Á laugardagskvöldið verður árs-
hátíð L.Í.V. í Sjálfstæðishúsinu.
Sýningin verður opin kl. 13.00-18.00
laugardag og kl. 10.00-17.00 á
sunnudag.
Akureyri:
Tónleikar
í Borgar-
bíói
Tónleikar til styrktar út-
varpsstöðinni Ólund verða
haldnir í Borgarbíói á Akureyri
á morgun, laugardag, og hefjast
þeir kl. 15.
Yfirskrift tónleikanna er „Við
krefiumst Ólundar“ og þar
koma fram flestar starfandi
hljómsveitir á Akureyri og
leggja fram vinnu sína endur-
gjaldslausL
Hljómsveitirnar eru: Lost,
Bíó, Mesta furöa, Skurk,
Drykkir innbyrðis, Blaekson
Brothers, Útlendingahræðslan
og Kristilegi drengjakórinn.
Einnig mun Haraldur Daviðs-
son koma fram svo og Leikrita-
sambandið Anna Góða. Miða-
verð verður 500 krónur.
Nýr skemmtistaöun
Cuba
Cuba er nafn á nýjum
skemmtistað sem opnar í kvöld
að Borgartúni 32. í því húsnæði
var Evrópa og nú síöast Q.
Nýir aöilar hafa tekið aö sér
rekstrar- og skemmtanastjóm.
Þeir heita Styrmir Bragason,
Kristján Bragason og Bolli
Ófeigsson. Félagarnir hyggjast
standa fyrir ýmsum uppákom-
um og skemmtilegheitum til að
hressa upp á skemmtanalíf höf-
uðborgarinnar.
Undanfama daga hefur stað-
urinn fengið andlitslyftingu til
að gera hann betur í stakk bú—
inn til að svara kröfum gesta.
Áformað er að Cuba höfði fyrst
og fremst til eldri framhalds-
skólaneraa og þvi hefur verið
ákveðið að hafa aldurstak-
markið áfián ára. Andrúmsloft-
inu er ætlaö að verða suðrænt
og stefht er að að ná rómantísk-
um blæ þess tima þegar Kúba
var staður efnafólks.
Tónlistin verður blönduð og
stefnt er á að léttur taktur verði
rikjandi, laus viö þunga tónlist
Styrmir Bragason, sem áöur
hefur meðal annars unnið á
Hótel Borg og Casablanca, mun
koma tii með að sfiórna tónlist-
inni í Cubu.