Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. Fréttir________________________________ Úreldmgarsjóöurinn: Halldór breytir tillögum sínum - sjóðurinn mun „í upphaflegu tillögunum var gert ráö fyrir því aö úreldingarsjóðurinn hefði yfir nokkrum aflakvóta aö ráöa strax í byrjun. Frá því hefur veriö fallið. Aftur á móti er gert ráð fyrir aö hann hafi síðar yfir að ráða afla þeirra skipa sem hann kaupir upp, sem síðan komi til úthlutunar til heildarinnar smátt og smátt. Segja má að þetta sé helsta breytingin frá fyrstu drögum," sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV í morgun. Hann sagði að sumir heföu haldið að til stæði að sjóðurinn tæki til sín aflaheimildir og hefðu þær að eilífu. engan aílakvóta hafa Þaö hefði verið misskilningur. Það hefði alltaf verið gert ráð fyrir að sjóðurinn inni fyrir flotann í heild. Halldór sagði aö hugmyndirnar hefðu ekki veriö fullmótaðar þegar hann lagði þær fram fyrst og hefðu síðan verið að mótast smám saman. Nú væri unnið að drögum aö laga- frumvarpi sem yrði lagt fyrir hags- munaaðfla til frekari-vinnslu. Halldór sagði að úreldingarsjóður- inn myndi til að byrja með hafa til ráðstöfunar 80 milljónir króna frá gamla úreldingarsjóðnúm, eignir aldurslagasjóðsins, sem eru 250 milljónir króna, tekjur aldurslaga- til aö byrja með sjóðsins, sem eru 50 milljónir króna á ári, og loks verðmæti þeirra afla- heimflda sem hann fengi við að kaupa upp skip. „Við höfum einnig hugsað okkur að sjóðurinn geti aldrei haft til ráð- stöfunar nema ákveðið hámark af aflaheimildum, svona 3 til 5 prósent. Það sem umfram það verður muni koma sjálfkrafa til úthlutunar til annarra skipa. Með þessu móti myndi sjóðurinn vinna fyrir heild- ina,“ sagði Halldór Ásgrimsson sjáv- arútvegsráðherra. -S.dór Stykkjavöruflutnlngar Sambandsins frá Bandarlkjunum: Vörurnar til Evrópu með bandarísku skipafélagi „Þar sem áður var um að ræða siglingar með stykkjavöru á þriggja til fjögurra vikna fresti frá höfnum í Bandaríkjunum verður nú um að ræða vikulegar siglingar með banda- rísku skipafélagi til hafna í Evrópu og þaðan með skipum Sambandsins heim tfl íslands. Flutnirigstími vör- unnar styttistjiannig um allt að hálf- an mánuð og þjónusta okkar eykst,“ sagði Stefán Eiríksson, aðstoðar- framkvæmdastjóri skipadeildar Sambandsins, í samtali við DV þegar hann var spurður hvort Sambandið hygðist hætta siglingum til Banda- ríkjanna. Stefán sagði aö Jökulfellið, frysti- skip Sambandsins, myndi eftir sem áður sigla með frystivöru tfl Banda- ríkjanna. í bakaleiðinni tæki skipið frystivöru frá höfnum í Bandaríkj- unum, Kanada og á Nýfundnalandi og sigldi með hana til meginlands Evrópu með viökomu á íslandi. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið reynt síðastliðnar vikur með ágætum ár- angri. - Nú er samningsbundið verð fyrir flutning á vörum fyrir ÁTVR frá Bandaríkjunum 175 dollarar á tonn- ið. Er eitthvaö eftir af þeirri upphæð þegar bandaríska skipafélagið hefur flutt vöruna yfir Atlantshafið og tek- ið sitt flutningsgjald? „Við höfum náð mjög hagstæðum samningum við flutningsaðila vest- anhafs. Ef ekkert væri eftir af þess- ari samningsbundnu upphæð vær- um við ekki að þessu.“ Stefán vildi ekki að svo stöddu segja hvaða bandaríska skipafélag þetta væri. En skýtur það ekki skökku við að láta erlent skipafélag annast þessa flutninga? „Við reynum aö halda Jökulfellinu úti í stað þess að leggja því og bætum á það verkefnum. Atlantshafssigling- arnar auka síðan verkefni þeirra skipa sem sigla til Evrópu. Stykkja- vöruflutningurinn er ekki mjög stórt dæmi en við höfum lifað þokkalega af honum og þá meðal annars með ágætum sainningum viö ÁTVR. -hlh Forstjóri Amarflugs: Flugleiðir síðasti kosturinn Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arnarflugs, segir aö félagið kanni nú ýmsa möguleika við að afla nýs íjármagns í fyrirtækiö. Hann kveðst hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á það aö félaginu takist aö fá nýtt hlutafé. „Það er grundvallarskoöun eig- enda og stjómenda Arnarflugs að halda úti samkeppni í islensku flugi og þess vegna er saraeining viö Flugleiöir síöasti kosturinn,“ segir Kristinn. - Em nýir aðilar að koma inn sem hluthafar? „Það er verið að skoða alla mögu- leika í öflun nýs hlutafjár.“ - Er KLM enn inni í myndinni sem nýr hluthafi? „Það er mál sem enn er veriö aö skoöa." - Hvaö gaf samgönguráöherra ykkur langan frest til aö afla fjár- magns? „Hann er ekki tíraasettur. Heldur á aöflýta málinueinsogkostur er.“ - Hversumikiðhlutaféþurfiðþiö aö útvega? „Ég gef þaö ekki upp.“ - Eru þjónustuaðilar að loka á ykkur erlendis vegna skulda? „Talsverður hluti af kostnaöi okkar er erlendis. Þjónustuaðilar eru ekki að loka á okkur.“ - Það féll um 80 milljóna afborg- un ykkar á ríkiö í haust. Er búið að leysa þaö mál? „Nei, það er enn óleyst.“ Kristinn segir loks að mistakist allar leiðir til að afla nýs hlutafjár á næstunni telji hann að niðurstað- an verði sú aö Arnarflug og Flug- leiöir sameinist. -JGH Búnaðarbanki hækkar ekki vexti - segir Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðsins „Það verða ekki hækkaðir vextir í Búnaöarbankanum núna og það kom aldrei tilgreina enda ekki rök fyrir þvi,“ ságði Stefán Valgeirs- son, formaður bankaráðs Búnaðar- bankans, í samtali viö DV í morg- un. Stefán sagöist ávallt hafa verið talsmaður þess að allt væri gert til þess að halda niðri vöxtum og hann hefði hingað til staðið á móti vaxta- hækkunum eins og hann hefði get- að. Það væri hins vegar alltaf tak- mörk fyrir því hvað unnt væri að ganga á eigið fé bankans. - En telur þú bankana vera með óeðlilegt samráð í vaxtamálum? „Það er sennilega hægt að vísa í lög um að bankarnir megi ekki hafa samráö um vaxtaákvarðanir en hins vegar er mönnum ekki bannað að tala saman. Þarna er um túlkunaratriði að ræða.“ -SMJ Rútan er mikið skemmd. Farþegarnir átta og bílstjórinn voru fluttir á slysa- deild. Flestir sluppu með minni háttar meiðsli. DV-mynd S Rúta út af Vesturlandsvegi: Níu á slysadeild Rúta frá Mosfellsleið fór út af Vest- urlandsvegi í gærdag. Átta farþegar voru í rútunni. Þeir voru allir fluttir á slysadeild, sem og bílstjórinn. Flestir slösuðust lítillega. Tveir far- þegar hlutu slæm beinbrot. Rútan er mikið skemmd. Fyrir tæpu ári fór önnur rúta frá sama fyrirtæki út af Vesturlandsvegi nærri þeim stað þar sem rútan fór út af í gær og við svipaðar aðstæður. -sme Hættulegt blys finnst m I Merkiblys fiá Varnarliöinu fannst i ijörunni neðan við frysti- hús Heimaskaga á Akranesi um helgina. Þaö var vélstjóri í frysti- húsinu sem fann blysið. Hann lét lögreglu vitaafþvl Lögreglan hafði strax samband við Landhelgis- gæslu sem mun eyöa blysinu. Merkiblysiö er hættulegt ókunn- ugum. Ef þaö er geymt í hita á þaö til aö gefa frá sér eitruð efni. Eins er einhver sprengihætta af blysum sem þessum. Jóhann Hjartarson ásamt Margeir Péturssyni á blaðamannafundinum i gær. Jóhann heldur utan á morgun. DV-mynd: BG Jóhann Hjartarson fer utan á morgun: Ætti að tapa einvíginu 4:2 miðað við stig „Ég vil ekki segja til um hvað er viðunandi árangur, en miðað við skákstig okkar Karpovs ætti ég að tapa einvíginu með ijórum vinning- um gegn tveim," segir stórmeistar- inn Jóhann Hjartarson. Jóhann heldur utan á fimmtudag við sjötta mann til aö tefla við fyrrum heimsmeistara, Anatoly Karpov, í fjórðungsúrslitum heimsmeistara- keppninnar í skák. Einvígið fer fram í Seattle í Bandaríkjunum og hefst laugardaginn 28. janúar. Á blaðamannafundi í gær sagði Jóhann að sex skáka einvígi væri lík- lega of stutt til aö skera afgerandi daúr um styrkleika skákmann'a. Hann telur að í stuttum einvígum geti margt óvænt gerst og tilviljanir haft úrslitaáhrif. Um möguleika sína á sigri vildi Jóhann ekki fjölyrða. „Korsnoj sagði fyrir einvígi okkar í St. John í Kanada fyrir ári að sá stæði upp sem sigurvegari sem ynni fyrstu skákina. Það gekk eftir,“ sagði Jóhann í gær. Jóhann á að baki fjórar skákir viö Karpov, tveim lyktaði með jafntefli og tveim tapaöi Jóhann. Aðstoðarmenn Jóhanns í Seattle veröa Helgi Ólafsson stórmeistari, Margeir Pétursson stórmeistari, Jón L. Árnason stórmeistari og Elvar Guðmundsson. Meö í för verður Þrá- inn Guðmundsson forseti Skáksam- bands íslands. Einvígið stendur yfir frá 28. janúar til 8. febrúar og vegna tímamismunar verða úrslit í hverri skák kunn í morgunsárið að íslenskum tíma. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.