Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
5
Fréttir
Lögin banna framleiðslu og innfiutning bjórs fyrir 1. mars:
Bjórhallæri 1. mars?
„Það er ekki hægt að flytja inn bjór
eða framleiða til innlendrar neyslu
fyrr en 1. mars. í þessu máli sjáum
við ekki lagaheimild fyrir neinu
fyrr en 1. mars. Það þýðir ekki að
ræða undanþágu frá þessum lögum
þar sem undanþáguheimild er ekki
fyrir hendi,“ sagði Jón Thors í
dómsmálaráðuneytinu við DV.
Mikill viðbúnaður virðist vera
meðal bjóráhugamanna fyrir 1.
mars næstkomandi, þegar áratuga
bjórbanni verður aflétt hér á landi.
En getur hugsast að 1. mars, þessi
hátíðisdagur í augum ófárra, verði
bjórlaus dagur eftir allt saman? Ef
hannað er að flytja inn bjór og
framleiða hér á landi til innlendrar
neyslu fyrr en 1. mars, verða áfeng-
isútsölurnar og veitingahúsin þá í
stakk búin til að bjóða viðskipta-
vinum sínum alvöru bjór til sölu
þennan dag?
Lagaákvæðin eru skýr
„Þeim bjórframleiðendum sem
hefur verið sent tilboð hefur verið
sagt aö fullur vilji sé fyrir hendi
hjá okkur að selja bjór hér á landi
1. mars. En það er rétt að sam-
kvæmt núgildandi lögum má
hvorki brugga bjór til innlendrar
sölu né flytja inn fyrr en 1. mars.
Dómsmálaráðuneytið og fjármála-
ráðuneytið vita af þessu vandamáli
og það mun ráðast hvemig við
verður brugðist. Ef lögunum er
fylgt er ljóst að innlendir bjórfram-
leiðendur mega ekki leggja í fyrr
en 1. mars og þá verða þeir á eftir
Með tóma ölkrús á lofti: Verður bjórhallæri 1. mars?
erlendum framleiðendum á mark-
aðnum,“ sagði Höskuldur Jónsson,
forstjóri ÁTVR, við DV.
- Þið segist verða tilbúnir með lag-
erpláss fyrir bjór í kringum 18. fe-
brúar. Verður nokkur bjór settur
inn á lagerinn fyrr en 1. mars?
„Við verðum tilbúnir með lager
á þessum tíma en það er háð því
hvort lagaleg skilyrði eru fyrir
hendi eða ekki hvort við tökum á
móti bjór þar. Við ætlum ekki að
flytja inn bjór fyrir 1. mars ef ein-
hver lagaleg hindrun er í vegin-
um.“
- Menn hafa nefnt sem möguleika
að kaupa upp fríhafnarlagerinn?
„Við verðum einungis með 30
sentilítra dósir til sölu svo það er
ekki hægt þar sem þar eru hálfs
lítra dósir.“
Innlendir framleiðendur
tilbúnir
Innlendir bjórframleiðendur
brugga bjór til útflutnings, meðal
annars í gegnum fríhafnir, og Jón
Thors í dómsmálaráðuneytinu
sagði að ekki væri hægt að sjá
hvort innlendir framleiðendur
legðu í til innlendrar neyslu eða
ekki. „Það er framleiðenda og
ÁTVR að glíma við þetta vanda-
mál. Hvernig það verður gert veit
ég ekki.“
- Ráðuneytið hefur þá ekki tekið
neina skýra afstööu til þessa máls?
„Nei, ekki enn.“
Einn innlendu framleiðendanna
sagði við DV að þeir yrðu tilbúnir
með bjór 1. mars, en hafa þeir spáð
í lagalegu hliðina?
„Nei, það höfum viö ekki gert.
Það sem háir okkur er að hafa dós-
irnar tilbúnar."
Fulltrúi Carlsberg verksmiðj-
anna sagði við DV að ef fyrirtækiö
yrði eitt hinna útvöldu myndi það
gera allt sem í þess valdi stæði til
að vera með 1. mars.
Jón Thors segir að það megi
„taka þá áhættu" að panta bjór fyr-
ir 1. mars þar sem allt geti gerst
fyrir þann tíma.
Viljinn er fyrir hendi en lögin
standa óhögguð. Það er því útlit
fyrir að handagangur verði í öskj-
unni þann 1. mars, viö uppskipun
og afgreiðslu til útsölustaða og veit-
ingahúsa.
-hlh
Stefnir í „öltröð“
á íslenskum öl-
stofum 1. mars
miMl ásókn 1 að panta borð
Eftir viðtölum við eigendur veit-
ingahúsa eða kráa í Reykjavík að
dæma verður mikil örtröð hjá þeim
1. mars næstkomandi. Er mikil
ásókn í að fá bókað pláss þennan
fyrsta dag sem áfengt öl verður selt
almenningi hér á landi.
Á Gauki á Stöng var DV tjáð að
miðvikudagskvöldið 1. mars væri allt
upppantað. Hefði verið uppselt frá
því snemma í haust. Þórður Pálma-
son hjá Fógetanum sagði að hann
tæki ekki nein borð frá 1. mars en
ef marka mætti ásókn fólks í að panta
yrði húsfyllir þetta kvöld. Bjarni
Marteinsson, sem mun reka Bjór-
kjallarann í Pósthússtræti, sagði að
fólk hringdi mikið í sig og vildi panta.
Bjórkjallarinn verður opnaður 1.
mars og er verið að vinna að innrétt-
ingu staðarins þessa dagana.
Allir viðmælendur DV voru þess
fullvissir að þeir myndu bjóða upp á
áfengt öl þennan dag. Það er því út-
lit fyrir að fólk ætli almennt að
kneyfa öl miðvikudaginn 1. mars.
Að tímarnir breytast sést á því að
miövikudagur gekk ekki alls fyrir
löngu undir nafninu „þurr dagur".
Fulltrúi Carlsbergverksmiðjanna:
Afgreiðum fyrir 1.
mars verðum við með
„Við bíðum mjög spenntir eftir því
aö tilboðin verði opnuð þann 19. jan-
úar og í ljós kemur hvort við verðum
inni í myndinni eða ekki. Við erum
spenntir fyrir að komast inn á ís-
lenska markaðinn. Viö erum
kannski ekki ódýrastir en um leið
með eitt af þekktustu merkjunum,"
sagði Bent Söberg hjá Carlsberg-
verksmiðjunum við DV en hann hef-
ur ísland á sinni könnu.
„Það er afgerandi fyrir okkur að
ÁTVR taki sem fyrst ákvörðun um
hvaða erlendir framleiðendur verða
með. Við erum tilbúnir með útht
dósanna og eigum að geta afhent 300
þúsund lítra af bjór fyrir 1. mars ef
hlutirnir ganga hratt fyrir sig á ís-
landi. Við getum gert allt klárt á
tveimur til þremur vikum og munum
gera allt til að íslendingar geti drukk-
ið einhvern af okkar bjórum verðum
við með. Okkur skilst að þetta verði
mikill hátíðisdagur hjá mörgum ís-
lendingum."
Bent Söberg var á íslandi í desemb-
er og það sem vakti einna helst at-
hygli hans var hið litla lagerpláss
sem áfengisútsölurnar hafa.
„Ég get engan veginn ímyndað mér
hvemig þær þrjár útsölur, sem ég sá
í Reykjavík, ætla að koma fimm teg-
unda bjórlager fyrir á lagernum sem
þærhafa." -hlh
^^0R‘SUMAR l989,y0ff
1989*VOft-
FjÖRÐUR