Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989.
’ll
Utlönd
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur neitað að taia við stjórnvöld nema þau samþykki að ihuga lögleið-
ingu samtakanna. Simamynd Reuter
Jaruzelski vill
leyfa Samstöðu
Auglýsing um framlagningu
kjörskrár við biskupskosningu
Kjörstjórn við biskupskosningu hefur í samræmi við
lög um biskupskosningu nr. 96/1980 samið kjörskrá
vegna biskupskjörs er fram fer á þessu ári.
Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og
í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til 14. febrúar
1989.
Kærurtil breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist
formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu fyrir 15. febrúar 1989.
Reykjavík, 16. janúar 1989.
SKRWOFUTMM
Sigríður Kristjánsdóttir
skrifstofutæknir, útskrifuð cles
'88.
„Skrifstofutækni er stutt, fjöl-
þætt og mjög hagnýtt nám í
notalegu andrúmslofti. Náms-
greinarnar koma sér vel hvort
sem er í atvinnu- eða daglega
lífinu. Ég fékk líka vinnu strax.
Skelltu Joér í höpinn".
Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika í
starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og
tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti.
Innritun og uþplýsingar í símum
68 75 90 & 68 67 09.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28
Leiðtogar pólska Kommúnista-
flokksins börðust í gær við harð-
línumenn í flokknum um áætlanir
um að leyfa lún bönnuðu verka-
lýðssamtök, Samstöðu. Sögðu leið-
togarnir að ef ekkert yrði að gert
myndi ný óróaalda ríða yflr landið.
Það voru óvenjulegar opinberar
umræður í miðnefnd flokksins eftir
að stjórnmálaráðið bað nefndina
að leggja blessun sína yflr áætlun
um að veita takmarkaö frelsi
verkalýðsfélaga í landinu og gera
samning við Lech Walesa, leiðtoga
Samstöðu.
Nú hafa pólsk stjórnvöld velt því
fyrir sér í marga mánuði hvernig
bregðast eigi við kröfum um að sjö
ára löngu banni við starfsemi Sam-
stöðu verði aflétt. Greinilegt þykir
nú að flokksforystan hafi ákveðið
að breyta í anda umbótastefnu
Gorbatsjovs.
Ekki hægt án Samstöðu
Jaruzelski hershöfðingi, leiðtogi
Kommúnistaflokksins, varaði mið-
nefndina við því að ef ekki yrði
gengið til samninga við Samstöðu
væri nær öruggt að neyðarástand
skapaðist í landinu. Svo virtist sem
einungis örfáir miðnefndarmenn
væru honum sammála.
Ottast stjórnleysi
Samkvæmt fregnum opinþerra
fjölmiðla studdu aðeins flórir af
fyrstu nítján ræðumönnum á fundi
miðnefndarinnar í gær tillöguna
um að breyta flokksstefnunni varð-
andi frelsi verkalýðsfélaga.
Nokkrir ræðumenn sögðu að þeir
óttuðust að endurreisn Samstöðu
gæti valdið stjórnleysi í pólskum
verksmiðjum og ógnað stjórn
kommúnista á sviðaðan hátt og
gerðist árin 1980-81 þegar Sam-
staða var leyfileg.
Stjórnmálaráðið hefur lagt til að
gerður verði samningur við Sam-
stöðu og verði hann hornsteinninn
í áður óþekktri samvinnu við hóf-
sama stjórnarandstæðinga um
nauðsynlegar aðgerðir í efnahags-
málum.
Ekki er hægt að gera þær aðgerð-
ir nema stjórnin geti unnið á and-
stöðu fólksins í landinu gegn þeim.
Eina leiðin til þess, að mati leiðtoga
flokksins, er að gefa fólkinu eitt-
hvað í staðinn, lögleiða Samstöðu
á nýjan leik.
Samstaða setur skilyrði
Samstaða hefur að undanfornu
algerlega hafnað öllum viðræðum
við stjórnina fyrr en stjórnin hefur
samþykkt að ræða við samtökin
um lögleiðingu þeirra.
Stjórnmálaráðið hefur gert það
ljóst aö lögleiðing á Samstöðu verði
einungis þannig að tryggt sé aö
samtökin muni ekki ógna stjórn
Kommúnistaflokksins í Póllandi.
Reuter
Jaruzelski hershöfðingi hefur nú lagt til að Samstaða verði gerð leyfileg.
Simamynd Reutei
SALA
Síðasti dagur
á morgun
Opið frá kl. 10-16
Austurstræti 14 - sími 12345
Kringlunni 4 - sími 689-789