Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1989, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Michael Fox bíöur nú i ofvæni eftir aö eignast sitt fyrsta barn meö eiginkonu sinni. Tracy Pollan. Unginn á víst aö koma í heiminn einhvern tím- ann á sumarmánuðum. Þau hjón velta nú vöng- um yfir því hvort barnið veröi piltur eöa stúlka. Mike Tyson er þess fullviss aö hér í heimi finnist margar skarpgáfaöar ungar konur þótt eina slíka hafi ekki rekiö á fjörur hans. Annars kveðst kappinn ætla að leggja ofurkapp á aö fmna sér nýja eiginkonu á árinu. Svo er bara að vona aö honum takist betur upp en þegar hann gifti sig síðast. Raquel Welch heldur því statt og stöð- ugt fram aö hún muni halda áfram aö elska André Weinfelds þó svo aö þau séu aö skilja. Hún kveöst þess einnig fullviss að hann elski sig. Þá er þaö bara spumingin hvers vegna þau eru aö skilja fyrst þau elska hvort annað svo heitt. Alfakóngurinn heldur ræðu að viðstöddu miklu fjölmenni sem kom saman á þrettándahátíð Akureyringa. Sá hvítskeggjaði er enginn annar en Þorsteinn Ólafsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður i knattspyrnu. Álfadrottningin fylgist með á bakvið og Hemmi Gunn. notfærir sér aðstæður og gerir sér dælt viðhana. DV-myndirgk Akureyri: Jólin kvödd á þrettándahátíð Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyn: Það er gamall og góður siður á Akureyri að kveðja jólin á þrettánda- hátíð hjá íþróttafélaginu Þór, með brennu, dansi og öðrum skemmtiat- riðum. Það er ekki alltaf sem norðanbálið fær íslendinga til að skjálfa á bein- unum - þrettándabrennan á Akur- eyri hlýjaöi a.m.k. mörgum. Um 2000 manns mættu á þrettánda- hátíð sl. föstudagskvöld og fór hún vel fram í góðu veðri. Skemmtunin hófst með því að álfakóngur og drottning hans gengu inn á svæðið með fóruneyti sínu og mátti þar sjá álfa, púka, tröll og fleiri furðuverur og jólasveinamir voru ekki langt undan. Kynnir á skemmtuninni var hinn eldhressi Hermann Gunnarsson og af skemmtikröftum má nefna Pál Jóhannesson söngvara og Bjartmar Guðlaugsson sem „tók svæðið með trompi". Bjartmar gat m.a. leyft sér þann lúxus að einbeita sér að undir- spilinu í lögum sínum því krakk- arnir kunnu texta hans og sungu hástöfum. Skemmtuninni lauk síðan meö hefðbundinni flugeldasýningu og því að jólasveinar kvöddu með virktum áður en þeir héldu „upp á Súlutind" eins og Hemmi Gunn orö- Margir hressir Akureyringar og fröll skemmtu sér hið besta á þrettándahá- aði þaö. tíðinni. Á myndinni má m.a. sjá Sigfús Jónsson bæjarstjóra með dóttur sinni. Vestmannaeyjar: Hugmyndaflug á þrettándakvöldi Verðlaunahafar á grímudansleiknum. DV-mynd Ómar Tröll á þréttandakvöldi Týrara. DV-mynd Ómar Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmaeyjum: Sjaldan eða aldrei hafa fleiri fylgst með þrettándagleði Knattspyrnufélagsins Týs en í ár - veðurguðirnir Týrurum hagstæðir. Aust- ankaldi um kvöldið en jólasveinaranir voru varla búnir aö slökkva á blysunum þegar skollið var á foráttuveður, austanrok og rign- ing. Skemmtunin hófst kl. 20 með flugeldasýn- ingu af fjallinu Molda og jólasveinar héldu niður af íjalli. Þar biðu þeirra tröll, álfar og púkar og meö bömum var haldið í bæinn. Skrautsýningar voru á malarvellinum og tókst allt hið besta. Grímudansleikur. Á þrettándakvöld héldu Eyveijar sinn ár- lega grímudansleik fyrir börn og unglinga í samkomuhúsinu. Að venju var húsið troð- fullt og mátti sjá þar marga skrautlega og frumlega búninga. Brá fyrir metsölubókum síðasta árs, pylsu með öllu, Heineken-bjór, vita, jarðkringlunni og litlum senjórítum. 20 verðlaun voru veitt fyrir búninga og komu verðlaunahafarnir upp á svið einn af öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.