Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 1
■ Þjóðleikhúsið - Óvitar Bömin fæðast stór Á morgun hefjast sýningar á bamaleikritinu Óvitum eftir Guö- rúnu Helgadóttur. Leikrit þetta var sýnt fyrir tíu árum og er öruggt að fá íslensk barnaleikrit hafa vakiö jafnmikla athygli. Lífið í Óvitum er öfugsnúið. Bömin fæðast stór en minnka með aldrinum. Foreldr- arnir reyna að fá börnin tii að borða minna svo þau verði lítil. Mömmur reyna að spara með því að kaupa lítil föt í verslunum því börnin minnka hratt. Þetta er lífið í veröld Óvitanna. Það em böm sem leika fullorðna og em bömin minni eftir því sem fólkið er eldra. Yngsta barnið, sem er tveggja og hálfs, er leikið af Flosa Ólafssyni sem fær að sitja í bama- vagni að mestu. Guðrún Helgadóttir skrifaði Óvita að beiðni Þjóðleikhússins og var leikritið framsýnt 1979 í tilefni bamaárs Sameinuðu þjóðanna. Leikritið naut mikilla vinsælda og náði að verða vinsælasta bamale- ikrit sem enn hefur verið sýnt eftir íslenskan höfund. Urðu sýningar alls 56. Leikstjóri og leikmyndateiknari sýningarinnar nú eru þeir sömu og við frumuppfærsluna fyrir tíu áram, Brynja Benediktsdóttir og Gylfi Gíslason. Níu fullorðnir atvinnuleikarar og tuttugu börn leika í sýningunni. Bömin era á aldrinum sjö til fjórt- án ára og leika að sjálfsögðu öll upp fyrir sig. Fullorðnu leikaramir verða aftur á móti að komast inn í hugarheim barna til að geta skilað hlutverkinu á sannfærandi hátt. Aðalsöguhetjurnar era Guð- mundur og Finnur sem leiknir era Tuttugu börn á aldrinum 7-14 ára leika I Ovitum eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Elsti leikarinn í Ovitum er Flosi Olafsson og leikur hann yngstu persón- una í leikritinu. af Þór Tuhnius og Halldóri Bjöms- syni. í fyrstu era þeir engir vinir en þegar Finnur strýkur að heiman leitar hann skjóls heima hjá Guð- mundi sem felur hann og þar með eignast hann langþráðan vin. Guð- mundur hefur nefnilega verið tal- inn undarlegur af fullorðnum. Hann borðar mikið, vill ekki klæð- ast þröngum fötum og safnar orm- um og myndum af dánu fólki og auk þess safnar hann peningum fyrir smásjá. Að vísu veit systir hans, ,sem er á táningsaldri, um peninga hans og fær iðulega lánað hjá honum. Finnur, sem er hinn mesti prakk- ari, verður nú vinur Guðmundar. Finnur haföi strokið að heiman eftir að faðir hans haföi slegið Sigurbjöm rakara niður og sagt móður Finns að hann mundi skilja við hana. Heimur fuiiorðna fólksins er fjar- lægur þeim Guðmundi og Finni og hafa þeir gaman aö leynimakkinu og gera sér enga rellu út af því að leit hefur verið hafin að Finni og hann jafnvel talinn hafa orðið úti... Aðrir „fuliorönir“ leikarar eru María Ellingsen, Sigrún Waage, Guðlaug María Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir, Randver Þorláksson, Öm Árnason og Flosi Ólafsson. í stærstu bamahlutverkunum era Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Haukur Karlsson er leika for- eldra Guðmundar. Vaka Antons- dóttir og Torfi F. Ólafsson leika foreldra Finns og Sigríður Hauks- dóttir leikur móður Sirrýjar. -HK Skátahreyíingin og Kiwanishreyfingin á íslandi: Verum yiðbúin-dagurinn ViPPiíiW! Skátahreyfingin og Kiwanishreyf- ingin á íslandi hafa tekið höndum saman um framkvæmd dagskrár er nefnist Verum viðbúin. Markmiðið með dagskránni er tví- þætt, annars vegar að gera níu og tíu ára böm meira sjálfbjarga og færari um að takast á við dagleg vandamál og hins vegar að skapa grundvöll fyrir jákvætt samstarf bama og for- eldra. Miðað er við að öll níu og tíu ára böm og fjölskyldur þeirra taki þátt í framkvæmdinni. Margra mánaða undirbúningur liggur að baki verkefnisins sem hófst með að öllum níu og tíu ára bömum var gefin verkefnabókin Veram við- búin og í dag eiga öll börn á þessum aldri að vera búin að fá bókina í hendur. Bókinni er skipt í sjö sjálfstæða kafla. í hverjum kafla er fiöldi verk- efna sem ætlað er að vekja spuming- ar og skapa umræðu á milli bama og foreldra um málefni sem varða öryggi og velferð bamanna. Bókin veitir ekki svör við spurningunum heldur er gert ráð fyrir að þau komi frá foreldrum. Kaflarnir sjö heita: Veram viðbúin, Viðbúin að vera ein heima, Viðbúin að útbúa létta máltíð, Viðbúin öryggi heima fyrir, Viðbúin að þekkja nágrenni sitt, Viðbúin að gæta bama, Viðbúin að leysa vanda- mál. Talið er heppOegt að-böm og foreldrar vinni með einn kafla bókar- innar í viku hverri. Hámark framkvæmdarinnar er á sunnudaginn en þá er Verum við- búin dagurinn. Þá munu skátar og kiwanismenn heimsækja foreldra allra níu og tíu ára barna í landinu og afhenda þeim bréf með upplýsing- um um markmið og framkvæmd dagskrárinnar og þá sérstaklega lyk- ilhlutverk foreldra við að gera hana sem árangursríkasta fyrir bömin. Þá hefur ríkissjónvarpið látið gera stutta þætti sem era fyrir hvem kafla bókarinnar. Þáttastjómandi er Her- mann Gunnarsson og fær hann í hvem þátt sex níu og tiu ára börn. Hermann mun ræða við börnin um skoðanir og hugmyndir þeirra varð- andi einstök atriði er tengjast efni hvers þáttar. Einnig verða leikin at- riði upp úr verkefnabókinni sýnd. Sfiómandi útsendinganna er Bjöm EmOsson. Fyrsti þátturinn, sem er kynning- arþáttur, verður sýndur að loknum fréttum annað kvöld. Annar þáttur- inn verður á sunnudagskvöldið. Síð- an verða þættirnir sýndir að loknum fréttum næstu fimm sunnudags- kvöld. Ymislegt fleira verður gert til að vekja athygli á dagskránni og stöðu barna í þjóðfélaginu. Útbúnar hafa verið hnappnælur sem öUum verða gefnar sem taka þátt, veggspjöld verða hengd upp og fleira. Dag- skránni lýkur svo 9. mars. Þá á að vera ljóst hve mörg böm og foreldrar tóku þátt í dagskránni Verum við- búin. . -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.