Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. 31 • Valdimar Grímsson er einn þeirra sem berjast um iandsliðssæti þessa dagana. ísienska landsliðið mætir Tékkum tvívegis í Hafnarfirði, í kvöld og á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti TVívegis tekið á liði Tékka Næstsíðustu andstæðingar ís- lenska landsliðsins í handknattleik fyrir b-keppnina í Frakklandi eru komnir til landsins. Það eru Tékk- ar, gestgjafar heimsmeistara- keppninnar sem háð verður á næsta ári og íslenska hðið getur unnið sér keppnisrétt í með góðum árangri í Frakklandi. Að vanda fara fram tveir lands- leikir þjóðanna á milli og er sá fyrri á dagskrá í kvöld kl. 20. Sá síðari verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 17. Nú ætti að vera að kom- ast mynd á þann hóp sem endan- lega verður valinn fyrir Frakk- landsforina og í þessum leikjum þurfa því sumir aö sanna endan- lega að þeir séu þess verðugir að fara með. Tékkar eru ein af stór- þjóðum handknattleiksins frá fomu fari og þeir urðu tveimur sætum ofar okkur íslendingum á ólympíuleikunum í Seoul í haust. Knattspyrna íslandsmótinu í innanhússknatt- spyrnu verður fram haldiö um helgina. í dag kl. 15 hefst keppni í kvennaflokki og henni lýkur ná- lægt kl. 23 í kvöld en þá verður krýndur íslandsmeistari kvenna 1989. Á morgun, laugardag, verður keppt í nýrri deild í karlaflokki, 5. deild, sem nú var stofnuð vegna gífurlegrar þátttöku. Þar verður byrjað kl. 9 í fyrramálið og keppt linnulítið til kl. 21.15, nema hvað hlé verður frá kl. 16-19 vegna landsleiks íslendinga og Tékka. Loks verður leikið í 4. deild á sunnudag frá kl. 9 til 18. Allir leik- ir á mótinu fara fram í Laugar- dalshöllinni. Þess má geta að keppni í 1. deild fer fram sunnudag- inn 12. febrúar. í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi verður gerð önnur tilraun til að halda hið árlega stórmót íþrótta- fréttamanna og Adidas á sunnu- daginn. Þar leika átta hð í tveimur riðlum en þeim er boðið til keppn- innar samkvæmt sérstökum regl- um. í A-riðh leika KR, Grótta, KA og FH en í B-riðli eru Fylkir, Val- ur, Akranes og Fram. Öh þessi fé- lög nema FH og Valur eiga sæti í 1. deild íslandsmótsins innanhúss. Keppni hefst kl. 13 og úrshtaleikur- inn kl. 18.35 en á undan honum og mihi leikja fyrr um daginn má bú- ast við ýmiss konar skemmtilegum uppákomum. Körfubolti Keppni i Flugleiðadeildinni verð- ur á sínum stað á sunnudaginn. Kl. 14 leika í Hagaskóla hð KR og Njarðvíkur, og kl. 20 verður flautað th leiks á fjórum stöðum. Þá mæt- ast Þór og ÍR á Akureyri, ÍS og Tindastóh í íþróttahúsi Kennara- háskólans, Valur og ÍBK á Hlíðar- enda og Grindavík og Haukar í Grindavík. í 1. deild karla leika Breiðablik og Víkverji í Digranesi kl. 20 í kvöld og Reynir fær Snæfell í heimsókn í Sandgerði kl. 14 á morgun. í 1. deild kvenna leika ÍBK og Haukar í Keflavík kl. 14 á morgun. Skíði Fyrstu mótin eftir mótaskrá Skíðasambands íslands fara fram á Siglufirði um helgina. Þar keppa fullorðnir í svigi og stórsvigi, einn- ig fara fram bikarmót í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og punktamót í 10 km göngu með frjálsri aðferð. Blak Fram og ÍS eigast við í 1. deild karla í Hagaskólanum kl. 19 á sunnu- dagskvöldið. Strax á eftir, eða kl. 20.15, mætast síðan Víkingur og HK í 1. dehd kvenna. Mikið verður um að vera í yngri flokkunum og keppt í þeim bæði laugardag og sunnudag í Digranesi í Kópavogi. -VS Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 KENNARA- „HÁSKÓU ÍSLANDS LAUST STARF VIÐ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS Laust er til umsóknar starf endurmenntunarstjóra viö Kennaraháskóla íslands. Endurmenntunarstjóri hefur í umboöi rektors og skólaráðs umsjón með endur- menntun á vegum skólans; vinnur aö stefnumótun og stýrir daglegri framkvæmd, sbr. ákvæði í lögum um Kennaraháskólann. Umsækjendur skulu hafa staðgóða reynslu af kennslu og skólastarfi. Þeir skulu hafa fullgilt há- skólapróf og kennsluréttindi. Ráðning erfrá 1. september 1989 og ertil tveggja ára. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt ítarlegri greinargerð um nám og störf þurfa að berast til Kennaraháskóla íslands v/Stakka- hlíð, Reykjavík, fyrir 20. febrúar 1989. Rektor _Jil viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Dráttarvextir af víxlum við banka og sparisjóði Frá og með miðvikudeginum 1. febrúar 1989, verða dráttan/extir af víxlum reiknaðir strax eftir gjalddaga þeirra. Dráttarvextirnir reiknast sem dagvextir. Sama regla gildir um víxla, sem stofnanirnar innheimta fyrir viðskiptamenn. Reykjavík, 24. janúar 1989 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.