Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1989, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989. #■ Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvimyndir - Kvimyndir Bíóborgin: f þokumistrinu Sigourney Weaver leikur Dian Fossey er eyddi tuttugu árum ævi sinnar í að vernda gorillur í Afríku. I þokumistrinu (GoriUas in the Mist) er byggð á ævisögu Dian Fossey sem var þekkt náttúru- vemdarkona og sérstaklega voru gorillur henni hugstæðar og barð- ist hún fyrir þvi að þær fengju að vera í sínu rétta umhverfi. Kvik- myndin er gerð í Afríku og er það Sigoumey Weaver er leikur Fossey og ér það sammála álit að hún hafi aldrei gert betur. Dian Fossey eyddi nálægt tveim- ur áratugum í að rannsaka lifnað- arhætti fjallagorilla í Mið-Afríku. Áður en hún hóf störf á þessu sviði var lítið vitað um atferli og sálar- ástand gorillana. Þegar Fossey lést 1985 hafði hún ekki aðeins aukið skilning manna á gorillum heldur höfðu vemdunaraðgerðir hennar haft þau áhrif að þeim hafði fjölgað. Kvikmyndin er byggð á ævisögu hennar sem ásamt heimildamynd- um um starfsemi hennar gerði hana heimsþekkta. Ekki voru allir hrifnir af starfsemi Fossey og í flokki óvina hennar var Batwa flokkurinn sem hafði hagnast á að selja ýmsa líkamsparta gorillunn- ar. Fossey stóð alltaf í ströngu við yfirvöld sem ekki vom hrifin af vemdunarsjónarmiðum hennar. Þegar stjórnin neitaði að vernda gorillurnar þjálfaði Fossey eigin flokk sem var aUtaf tilbúinn að fara inn í skóginn og eyðileggja gildrur. Fossey var myrt 1985. Nokkrir aðstoðarmenn hennar voru sekir fundnir um morðið. Það eru þó margir sem trúa því að rétti morð- inginn sé ekki fundinn. Hún átti sér marga óvini, óvini sem gátu hagn- ast á dauða hennar. Auk Sigoumey Weaver, sem margir telja líklega tii óskarsverð- launa þetta árið, leikur ástralski leikarinn Bryan Brown stórt hlut- verk í myndinni og hin þekkta sviðsleikkona Julie Harris er í litlu hlutverki. Leikstjóri er Bretinn Michael Apted. Hann vakti fyrst athygli er hann leikstýrði kvikmyndinni Agöthu sem byggð var á dularfull- um kafla í ævi Agöthu Christie. Hans fyrsta mynd í Bandaríkjun- um var Coal Miners Daughter. Sissy Spacek fékk óskarsverðlaun- in fyrir leik sinn í þeirri mynd. Síð- an kom Continental Divide með John Belushi í aðalhlutverki. Saka- málamyndin Gorky Park kom næst. Sérstök mynd um glæpamál í Rússlandi. Þar voru William Hurt og Lee Marvin í aðalhlutverkum. Hann gerði svo tvær kvikmyndir með Richard Pryor í aðalhlutverki, Firstborn og Critical Condition, áöur en hann hóf að gera í þokum- istri. -HK Dian Fossey (Sigourney Weaver) er harmi slegin þegar uppáhalds- gorilla hennar hefur verið tekin og færð í dýragarð. Ásamt henni á myndinni er Bryan Brown er leikur vin hennar Bob Campbell. Háskólabíó: Vertu stilltur Johnny í dag í Háskólabíói sýningar á Johnny B. Good sem er ný banda- rísk kvikmynd sem fjallar um Jo- hnny Walker sem er stjarna í amer- íska fótboltanum. Hann á bjarta framtíð fyrir sér sem atvinnumað- ur. Hann er dýrkaður af flölskyldu sinni og vinsæll af kvenfólki. En svona hæfileikamikill íþrótta- maður á ekki alltaf sj ö dagana sæla. Það eru öfund og græðgi sem ráða geröum margra sem honum eru nákomnir. í fyrstu getur Johnny haldið þeim frá sér með aðstoð vinar síns Leo Gash sem er varamaður hans og fær ekki að fara inn á þótt liðið sem þeir félagar eru í sé með yfirburða- stöðu. Johnny B. Good sýnir okkur inn í heim íþrótta í skólum, þar sem hættur og freistingar eru alls stað- ar. Það eru tvær táningastjömur, Anthony Michael Hall og Robert Downey jr„ er leika Johnny og Leo. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir leiíúð í nokkrum kvikmynd- um eins og The Breakfast Club, Back To School og The Pick-Up Artist. Leikstjóri er Bud Smith sem bú- inn er að starfa lengi í kvikmynda- iðnaðinum. Þetta er þó i fyrsta skipti sem hann leikstýrir kvik- mynd. Hann er best þekktur sem klippari og hefur unnið að mynd- um á borð við The Exorcist og Flashdance. -HK Anthony Michael Hall og Robert Downey jr. leika aðalhlutverkin í Johnny B. Good. Johnny Walker (Anthony Michael Hall) er fótboltahetja og vinsæll hjá kvenfólkinu. Stjömubíó: Margt er líkt með skyldum Grínleikarinn stutti en knái, Dudley Moore, leikur aðalhlut- verkið í nýrri kvikmynd Margt er líkt með skyldum (Like Father, Like Son) sem Stjörnubíó hóf sýn- ingar á í gær. Ásamt honum leikur Kirk Cameron sem hefur vakið at- hygli fyrir hæfileika til gamanleiks í bandaríska sjónvarpinu. Þeir félagar leika feðga sem vegna mistaka verða fyrir því að skipt er um heila í þeim. Chris (Kirk Cameron), sem er aðeins átj- án ára, er allt í einu kominn með heila fóður síns sem hann er ekki allt of hrifinn af. Faðir hans Jack (Dudley Moore) er heldur ekki ýkja hrifinn af að vera kominn með heila sonar síns. Hann er læknir við virt sjúkrahús og samstarfsfólki hans líst ekkert á blikuna þegar hann fer að haga sér eins og 18 ára töffari í vinn- unni. Afieiðingar veröa náttúrlega hörmulegar. Leikstjóri er Rod Daniel sem meöal annars hefur leikstýrt hin- um vinsælu sakamálaþáttum Magnum P.í. -HK Sonurinn Chris (Kirk Cameron) skammar föður sinn (Dudley Moore) fyrir að hafa verið úti alla nóttina með hans heila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.