Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. Lögtök Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð Gjaldheimtunnar að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1 -12. greiðslutímabil 1988 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1988 til janúar 1989. Reykjavík 7. febrúar 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Til eru sagnir um barnshvörf af völdum arna. Eru þessar sagnir byggöar á íraustum grunni eða tóm imyndun? TÍMARITIÐ HULINN HEIMUR Á næsta blaðsölustað - Áskriftarsími: 97-11800 Lausar stöður Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla Islands eru lausar til umsóknar. Lektorsstaða í barnasjúkdómafræði. Lektorsstaða í fæðingar- og kvensjúkdómafræði. Lektorsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Landakotsspítala. Dósentsstaða í líffærameinafræði. Dósentsstaða í sálarfræði. Dósentsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspítalann. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar til fimm ára frá 1. júlí 1989 að telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 8. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 7. febrúar 1989 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrunar- fræðings við heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöðina á Isafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf viö hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. febrúar 1989 Útlönd Fyrrum herforingi gagnrýnir ofbeldid ísraelskir hermenn skutu í gær til banafjóra araba á herteknu svæðun- um og ísrelskur landnemi lést eftir aö Palestínumenn höföu kastaö bensínsprengju að bifreið hans. ísraelska herlögreglan skaut til bana einn arabískan fanga og særði nítján er þeir mótmæltu þeirri ákvörðim yfirvalda að leyfa ekki heimsóknir fjölskyldna fanganna. Hundruð ættingja fanganna, sem biðu fyrir utan fangelsið, grýttu her- mennina þegar þeir fréttu af heim- sóknarbanninu. Um tvö hundruð manns voru handtekin í óeirðunum. Embættismenn segja að þeir hafi bannað heimsóknir eftir að ættingjar hafi reynt að draga fána Palest- ínumanna að húni auk þess sem þeir hafi hrópað ókvæðisorð að ísraelsk- um yfirvöldum. í dag eru fimmtán mánuðir frá þvi að uppreisn Patestínumanna á herteknu svæðunum hófst. Þessir palestinsku unglingar efndu til mótmæla í gær á Vesturbakkanum. Hermenn skutu á þá með þeim afteiðingum að einn særöist. Simamynd Reuter Fyrrum yfirmaður ísraelska her- aflans, Rafael Eitan, kvaðst í gær taka undir gagnrýni bandarískra stjómvalda varðandi skýrslu þéirra um mannréttindabrot í ísrael. Eitan, sem nú er þingmaður fyrir hægri sinnaðan stjórnmálaflokk, sagði að það kæmi sjaldan fyrir að hermenn neyddust til að skjóta á óvopnaða Palestínumenn í sjálfsvöm. Sagði hann brottvísanir og aörar aðgerðir heppilegri en ofbeldi. V-Þjóðverjar smíðuðu eldflaug á laun GfaoBr Helgason, DV, Reexsnæss: Vestur-Þjóðverjar hafa nú hætt smíði á eldflaug sem átti að geta dregið allt að 500 kílóraetra vega- lengd. Þetta gerðist eftir að vestur- þýsk sjónvarpsstöð afhjúpaði eld- flaugaframleiösluna sem vestur- þýsk sljómvöld höfðu haldið vand- lega leyndri, Sjónvarpsstöðin hélt því og fiam að eldflaugamar gætu flutt kjamaodda. Áður en sjónvarpsstöðin sendi þáttinn um eldflaugaframleiðsluna hafði hún birt tilkynningu um efiú þáttarins. Talsmaður Bonnstjóm- arinnar og fulltrúi vamarmála- ráðuneytisins neituðu því að vænt- anlegt sjónvarpsefni hefði við rök að styQjast. Um 21 leytið í fyrra- kvöld hófst svo þátturinn og þar vom framlögö ítarleg skjöl sem sýndu svo ekki var um villst aö vestur-þýsk stórfyrirtæki hefðu í áraraðir unnið aö framleiðslu há- þróaðrar eldflaugar. Helmut Kohl, kanslari og vamar- málaráðherra hans, tóku þann kostinn aö stöðva málið á bytjun- arstigi. Bonnsfjómin og sér í lagi kanslarinn og varnarmálaráðherr- ann mega ekki við fleiri hneykslis- málum í augnablikinu. Á fundi i gærmorgun ákváðu þeir að hætta við verkefnið en það hefúr gengið undir nafninu Teknex. Síðdegis í gær tilkynnti síöan talsmaður Bonnstjórnarinnar að könnun verkefhisins heföi verið hætt og að engin firamleiðsla yrði á eldflaug- um. Talsmaðúrinn rökstuddi ákvörð- un stjómarinnar með tilvísun til niðurskuröar Varsjárbandalags- ríkjanna og fyrirhugaðra samn- inga um fækkun og niðurskurð á heröflum Evrópu 1 heild. Ejölmiðl- ar vom á engan hátt ánægðir með þessar yfirlýsingar og reyna nú að kanna málið frekar en Bormstjórn- in segir að hér sé um eölilega þróun mála að ræöa og málinu sé lokið. Þetta hafi verið hrein rannsóknar- verkefni í náinni samvinnu við bandaríska fyrirtækiö sem hann- aði Pershingeldflaugamar en þaö era einmitt þær eldflaugar sem nú á að fjarlægja samkvæmt samning- um Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. í sjónvarpsþættinum var fúllyrt að hér væri um eldflaugar að ræða sem ættu aö leysa af hólmi Pers- hingeldflaugamar og því væri um að reeöa ieynda eldflaugauppbygg- inga Þessu neitar Bonnstjómin og segir aö hér hafi eingöngu verið um að ræða miðunartæki á fjand- samlega lendingarstaöi. Um hafi verið að ræða hefðbundin vopn en ekki eldflaugar sem gætu flutt kjamavopn eins og sjónvarpið full- yrti. Talsmaður Bonnstjómarinnar vísaöi einnig á bug þeim fúllyrðing- um sem austur-þýska málgagniö Neues Deutschland flutti í gær þess efiús að íhaldsöfl í V-Þýskalandi reyndu nú aö útvega V-Þjóðverjum kjamorkuvopn. V-þýska stjómarandstaðan er fremur óhress með þessar upp- ijóstrarúr. Sósíaldemókratar krefi- ast þess nú aö málið veröi rætt á þinginu í Bonn í næstu viku. Fangaverðir í verkfalli Bjami Hiniikssan, DV, Bordeainc Verkfall franskra fangavarða breiðist út og tekur á sig harðari mynd eftir að stjómvöld hafa tvær nætur í röð sent sérstakar óeirða- OeirAalögregla i átökum viA verkfallsverAi franskra fangavarAa. MeA verk- fallinu eru fangaverAir að mótmæla endurbótum sem þeir segja aA komi ekki til móts viA kröfur þeirra. Símamynd Reuter sveitir lögreglunnar í fangelsin til þess að tryggja eðlilegan flutning fanga til og frá þeim. Þetta verkfall, sem þó getur varla tahst eðlilegt því fangaverðir eru opinberir starfsmenn og lögum sam- kvæmt skyldugir til að inna af hendi ákveðna vinnu, hófst fyrir nokkrum dögum og virtist í fyrstu ekki mjög alvarlegt. En atburðir síðustu daga hafa hleypt hörku í fangaverðina sem hafa þurft að horfa á eftir nokkr- um félaga sinna særðum eftir áhlaup lögreglunnar. Og viðræður í dóms- málaráðuneytinu milh verkalýðs- leiðtoga og fulltrúa ráðherra féhu niður um tíma eftir að þær höfðu lofað góðu í byrjun vikunnar. Réttarhöld á Parísarsvæðinu hafa tafist vegna verkfallsins sem nú snertir 120 fangelsi um aht land. Þaö var birting opinberrar skýrslu um úrbætur í fangelsismálum sem upp- haflega hleypti ihu blóði í fangaverði og varð til þess að þeir hófu aðgerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.