Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. 11 Utlönd eru í Austur-Þýskalandi, um njósn- ir, í júní hindruðu öryggisverðir vestur-þýska fréttamenn í að fylgj- ast með og taka myndir af mótmæl- um austur-þýskra ungmenna sem höfðu safnast saman við Berlín- armúrinn til að hlusta á hljómleika bandarísku poppstjörnunnar Mic- haels Jacksons, sem fram fóru hin- um megin við vegginn. Brimo Funk, einn af fréttaritur- um ZDF sjónvarpsstöðvarinnar í Austur-Berlín, segir að hann og kvikmyndatökumenn hans hafi verið barðir, sparkað í þá og þeim gefin olnbogaskot í nýrun. Einnig var slegið til þeirra með rafmagns- kylfum, sem venjulega eru notaðar til að hemja búfé, að sögn Funks. Önnur vesiur-þýsk sjónvarps- stöð, ARD, skýrði frá því að menn á vegum stöðvarinnar hefðu lent í klónum á öryggisvörðum og að snúrur á myndavélum þeirra hefðu verið eyðilagðar. Sovésk tímarit bönnuð Tvö tölublöð af þýskri útgáfu sov- éska tímaritsins New Times voru stöðvuð þannig að þau komust ekki til áskrifenda vegna þess að í þeim var langur útdráttur úr leikriti eft- ir ungt sovéskt leikritaskáld. Leik- ritið ber nafnið „Lengra...Lengra...Lengra“ og hafði þegar valdið umtali og ágreiningi í Sovétríkjunum vegna þess hvemig mynd er dregin í því af mörgum hetjum októberbylting- arinnar. í nóvember bönnuðu stjórnvöld þýsku útgáfuna af sovéska tímarit- inu Sputnik. Þýtt og endursagt úr IPI Report, fréttabréfí alþjóðlegu íj ölmiðlastofnunarinnar ' Ekki eru sjáanleg mikil merki um umbótastefnu Gorbatsjovs í Aust- ur-Þýskalandi. Erich Honecker, leiðtogi Kommúnistaflokksins, gef- ur lítið fyrir hugmyndir valda- manna í Kreml um þjóðfélagsum- bætur. Það þarf því ekki að koma á óvart að blaðamenn í landinu hafa verið neyddir til að fylgja harðri flokkslínu. Þeir sem ekki hlýða - og þeir hafa aðallega starfað fyrir blöð sem mótmælendakirkjan gefur út - hafa mátt sæta hörðum refsingum. Harðlega refsað fyrir óhlýðni í apríl á síðastliðnu ári bannaði austur-þýska ríkisstjórnin tvö slík blöð, Die Kirche og Potsdamer Kirche, eftir að ritstjórar þeirra neituðu að breyta greinum. Tvö önnur tímarit, Kirchenzeitung og Glaube und Heimat, fengu hótanir um bann en þau samþykktu að gera hreytingar á ritstjómarstefnu og fengu leyfi til að halda áfram útgáfu. I júní voru hins vegar þijú tíma- rit bönnuð, að því er talið er fyrir að endurprenta grein um stefnu Sovétmanna í trúmálum, sem fyrst var hirt í Moscow News. Yfir fimmtíu manns vora hand- teknir í október fyrir að mótmæla á götum úti í Austur-Berlín ofsókn- um gegn fjölmiðlum á vegum kirkj- unnar. Vestur-þýskir fréttamenn teknir í karphúsið Vestur-þýskir blaðamenn hafa átt mjög erfitt uppdráttar í Austur- Þýskalandi. Michael Schmitz, fréttamaður frá vestur-þýska sjón- varpinu, ZDF, var hindraður í að afla frétta frá áðurgreindum mót- Erich Honecker, t.h., heilsar hér Willy Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, er sá fyrrnefndi heimsótti Bonn á síðasta ári. Honecker lætur böðla sina berja á vestur-þýskum fréttamönnum þegar honum finnst þeir gerast of bíræfnir. Simamynd Reuter mælum, hrint í jörðina og sparkað í hann. Aðrir fréttaritarar hafa líka þurft að sæta illri meðferð. Ofsóknirnar gegn vestur-þýskum fréttamönnum voru miklar á liðnu ári. í febrúar á síðasta ári sakaði Neues Deutschland, málgagn Kommúnistaflokksins, vestur- þýska fréttamenn, sem staðsettir Umbætur illa séðar í Austur-Þýskalandi Blóðug kosn- ingabarátta Nokkrir tugir manna hafa verið drepnir í kosningabaráttunni á Jamaica undanfamar vikur. Ed- Vegna slæms efnahagsástands á Jamaica vilja atvinnurekendur nú fá aftur Manley sem forsætisráð- herra þrátt fyrir að hann hafi á sínum tima þjóðnýtt fyrirtæki. ward Seaga, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, flokks íhaldsmanna, og keppinaut- Edward Siega, sem bar sigurorö af Manley árið 1980, er nú ekki lengur eftirlæti Bandaríkjastjórn- ar. Þrátt fyrir strangar éfnahags- aðgerðir hefur honum mistekist. ur hans, Michael Manley, leiðtogi Þjóðarflokksins, flokks sósíal- demókrata, vonast báðir til þess að geta hagnast á því í kosningunum í dag að geta kennt hvor öðrum um ofbeldið. Manley er samt spáð ör- uggum sigri. Mannfaliið núna er þó ekki talið nógu mikið til þess að hafa áhrif á úrslitin. Síðast þegar Seaga og Manley leiddu saman hesta sína árið 1980 féllu sjö hundruð og fimmtíu manns í götubardögum. Báðir frambjóðendumir hétu því í sumar að reyna að hafa eftirlit með stuðningsmönnum sínum og takmarka ofbeldi. Þeir þykja hins vegar hafa brotið það loforð síðustu daga. Ótti við kommúnisma í öryggissveitum Jamaica eru menn þeirrar skoðunar að stutt kosningabarátta sé orsök þess að færri hafa faliið núna en 1980. Bar- áttan nú hefur aðeins staðið í þrjár vikur en fyrir níu árum stóð hún í sex mánuði. Þá gafst miklu meiri tími til að skipuleggja götubardaga. Kingston JAMAICA Karíbahaf MIÐ- AMERÍKA KÚBA JAMAICA Kosningabaráttan á Jamaica hefur verið stutt en blóðug. Auk þess er bent á að andrúmsloft- ið í stjómmálalífinu sé ekki eins rafmagnað og áður. Sagt er að árið 1980 hafi fólk slegist á götunum af ótta við kommúnisma. Menn vom hræddir um að Kúbumenn tækju völdin á Jamaica. Vilja sósíaldemókrata Þegar Manley var forsætisráð- herra á árunum 1972 til 1980 ögraði hann hinum vestræna fjármála- heimi og sérstaklega Bandaríkjun- um. Manley vildi koma á lýðræðis- legum sósíalisma sem þýddi meðal annars að fyrirtæki voru þjóðnýtt. í stjómartíð Manleys vom sett lög , um lágmarkstekjur, skólaganga varð ókeypis og komið var á kennslu fyrir fullorðna. En aukin verðbólga, fjármagnsflótti og vax- andi atvinnuleysi leiddi til mikillar óánægju og Manley sá sig tilneydd- an til að boða kosningar vorið 1980. Seaga er sagður hafa sigrað í kosningunum 1980 með því aö spila á hræðsluna við kommúnisma. Hann kom á strangri efnahagsá- ætlun og gerði Jamaica að eftirlæti Bandaríkjastjómar í Karíbahafi. Seaga vann aftur í kosningunum árið 1983. Manley ákvað að taka ekki þátt vegna deilna um kjör- skrár. Bandaríkjamenn em ekki jafn- ánægðir með ástandið á Jamaica og áður. Efnahagurinn er svo slæmur að jafnvel margir þeirra atvinnurekenda, sem Manley gerði vonsvikna með þjóðnýtingu fyrir- tækja, vonast nú til að sósíaldemó- kratar komist aftur til valda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.