Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Page 25
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989.
25
LífsstOl
Ófærd stendur sorp-
hreinsun fyrir þrifum
Ófærðin hefur töluvert staðið sorp-
hreinsun fyrir þrifum aö undan-
förnu. Á nokkrum stöðum hefur
þurft að skilja eftir sorp þar sem Ula
gengur aö komast að tunnum. Veru-
lega hefúr dregið úr afköstum sorp-
hreinsunarmanna sem m.a. hafa átt
í vandræðum með að keyra kerrum-
ar á undan sér við sorpgeymslur sem
ekki hefur verið rutt frá.
Pétur Hannesson, deildarstjóri
hreinsunardeildar Reykjavíkurborg-
ar, segir að aðgangur að sorpgeymsl-
um skuh vera hindrunarlaus við
íbúðarhús. Þess eru dæmi að við
höfum þurft að skilja sorp eftir á
nokkrum stöðum. Verst er þegar
þarf að ganga um tröppur sem htið
sem ekkert hafa verið mokaðar. Þá
verðum við hreinlega frá að hverfa.
Ég hvet fólk til að reyna að hafa að-
komu við hús sín eins aðgengilega
og kostur er ef það vih losna við
sorp.
Við höfum reynt að fylla í eyðumar
sem skapast hafa og sýnt þannig
sanngirni en við viljum líka að fólk
sé sanngjamt og reyni að koma til
móts við okkur. Þar sem þarf að
moka langar leiðir að sorptunnum
má hka færa tunnumar á betri staði
úm stundarsakir, a.m.k. á meðan
færðin er svona slæm.
Annað atriði, sem hefur háð sorp-
hreinsun, er afleiðing mikihar bíla-
eignar landsmanna - bílum hefur
nefnilega verið lagt á stigum þar sem
sorphreinsunarbílar þurfa að keyra
um og starfsmenn með kermr. Ég
vil benda fólki á aö hafa slíkt í huga
þegar það leggur bílum sínum og
umfram aht að moka frá sorpílátum.
- Takið þið aUt rusl sem hefur safn-
ast fyrir hjá fólki?
Já, og það er best fyrir íbúa að
Sorphreinsunarmenn vinna ýmsa hetjudáð við störf sín þrátt fyrir að þeim sé ekki skylt að taka sorp þar sem illfært er að slikum geymsfum.
DV-mynd E.ÓI.
reyna að fá sér stóra plastpoka til að
setja sorp í sem ekki kemst fyrir í
tunnunum. Mér sýnist að það gangi
nokkuð vel að fá menn tíl að taka
við .sér þegar svona lagað safnast
fyrtf. Einnig er vert að hafa í huga,
þegar fólk veit af því aö sorpgeymsla
er yfirfuU, að reyna þá að fara niður
með mshð og leggja það þar frá sér
í staðinn fyrir að henda linnulítiö
niðurumsorpgat.
-ÓTT
í ófærðinni gera fæstir sér grein
fyrir því hve erfitt er um vik fyrir
póstburðarfólk og blaðbera að skUa
hlutverki sínu sem best á mismun-
andi tímum sólarhringsins. íbúar
húsanna gera sér það ljóst, sumir
hverjir, að aðkoma að húsunum er
mjög erfið, moka eitthvað til mála-
mynda en láta svo þar við sitja. En
allir vUja fá póstinn sinn og dag-
Þarna datt sá stutti þegar hann var
að bera út og fékk marblett á
mjöðmina - það vissu íbúarnir ekk-
ert um - þeir fengu bara sitt blað.
Hurðin er ómerkt og ekkert Ijós við-
hana.
Við þennan inngang er kústurinn
klár viö dyrnar, búið að moka tröpp-
urnar og Ijós við dyrnar. Bréfberinn
komst klakklaust leiðar sinnar i þetta
skiptið.
DV-myndir KAE
blöðin, hvað sem raular og tautar.
En komast blaðberar með góöu móti
að heimUum landsmanna?
Oft er það svo að blaðberar koma
að húsum þar sem hefur snjóað á
tröppur og við innganga, hálka hefur
myndast og ofan í kaupið bætist oft
við myrkur í skammdeginu. íbúamir
slökkva útiljósið áður en þeir fara
að sofa. Hvers vegna? Af því að þeir
tíma ekki að láta það loga yfir nótt-
ina? Raunin er sú að kostnaður við
að láta eitt útiljós loga yfir nótt er
ekki nema örfáar krónur á viku. Það
er ekki skrítið þótt foreldrum blað-
burðarbarna finnist að það minnsta
sem hægt sé að gera sé að moka eins
og kostur er og láta ljós loga þegar
því er að skipta - og merkja svo hús-
in.
„Þeir sterkustu
komast af"
í nágrannalöndum okkar, t.d. í
Þýskalandi, gUda strangar reglur um
tiUitssemi við náungann hvaö snertir
aðkomu að húsum. Þá fara íbúar
gjama út að moka strax og snjókorn
sést. Á ófærðarlandinu Islandi er
þetta hins vegar bara meira og minna
látið ráðast.
Einn viðmælenda DV, sem ber út
póst, sagði að það lægi við að hér á
landi gUti reglan „Þeir sterkustu
komast af‘. Hins vegar sagði hann
að mjög mismunandi væri hvemig
íbúar hugi að þessum málum. „Þetta
er víða tU fyrirmyndar en það er
ansi erfitt á mörgum stöðum og þá
er mér hugsað tU lítUla krakka sem
bera út blöðin eldsnemma á morgn-
ana í myrkrinu, áður en flestir fara
á fætur. Þetta er víða þannig að það
veröur að berjast í gegnum fannfergi
við óupplýstar dyr sem eru ómerktar
í þokkabót."
„Erum að gera rassíu"
Gísh Jón Sigurðsson, póstútibús-
stjóri hjá R 5, segir að verið sé að
gera átak um þessar mundir til að
fá íbúa tU að merkja hurðir og inn-
ganga við hús sín. „Við höfum sent
út aUmörg bréf með þeim tilmælum
að fólk merki nöfn við póstlúgur og
póstkassa þar sem því er ábótavant.
Það hafa orðið aUgóð viðbrögð við
þessu - annars er mér efst í huga að
um þessar mundir er mjög erfitt fyr-
ir bréfbera og aðra að athafna sig
þegar færð er slæm. Þetta er fólk sem
þarf að fara á marga staði. Við útveg-
um póstburðarfólki mannbrodda en
það dugar skammt þar sem mokstri
er ábótavant."
- Vantar húsnúmer á mörg hús?
„í nýjum hverfum vantar víða hús-
númer, það er verst þar. Borgin á að
sjá um fyrstu merkingu á hús en síð-
an eiga húseigendur að sjá um fram-
haldið. Hvað snertir nýju hverfin
höfum við orðið varir við að þangað
berst sumum póstur þótt byggingar
séu mjög skammt á veg komnar. í
því sambandi er ekki hægt að ætlast
tíl að við skUjum bréfin eftir á plöt-
unni.
-ÓTT
Blaða- .og póstburður:
Oftast kvartað þar sem illa er merkt
Þar sem merkingum við heimili er
ábótavant er oftast kvartað vegna
blaðburðar. Meira að segja er ástand-
ið sums staðar svo slæmt að póstlúgu
vantar - og í ofanálag verða svo alUr
hlessa þegar blöð og póstur berst
ekki. Einnig er ástandið slæmt þar
sem sameiginleg póstlúga er notuð
við fjölbýlishús. Þá vUl bregða svo
við að einn kemur heim á eftir öðrum
og hafa þá t.d. tveir aðUar úr sömu
fjölskyldunni tekið blað, síðan berst
kvörtun frá öðrum íbúum hússins tU
blaðdreifingar. Úr þessu er væntan-
lega hægt að bæta með betra fyrir-
komulagi póstkassa og með betri
merkingum.
Hjá þeim þjónustustöðum, sem
hægt er að fá nöfn heimUisfólks graf-
in á merkispjald, er oftast ekki um
meira en sólarhrings bið að ræða.
Spjöldin eru á mismunandi verði,
allt eftir því hvaða efni er í spjald-
inu. Algengast er aö keypt séu spjöld
úr plasti eða áh og margir vUja kop-
ar. Sem dæmi má nefna að plast-
spjald með svörtum grunni kostar
um 250-300 krónur og kostar síðan
hver ígrafin Una um 250 krónur. Efn-
iskostnaður er því oftast minnstur
miðað við þá vinnu sem lögð er í
verkið. Þegar lagt er saman verður
heildarkostnaður vegna merkingar
af þessu tæi sjaldnast meiri en þús-
und krónur.
-ÓTT
Fjölskyldan
Brávallagötu 92
Sigurbjörg Pétursdóttir
Halldór Þorgeirsson
- hundurinn Pússí -
Sjaldnast kostar einfalt merkispjald eins og þetta meira en þúsund kr. hjð
skiltagerðum. DV-mynd BG