Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Side 26
26
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Cybill Shepherd
leikkonan fræga, sem leikur á
móti Bruce Willis í Moonlighting,
er nú aö skilja við eiginmann
sinn, Bruce Oppenheim, eftir
tæplega tveggja ára hjónaband.
Hjónin, sem eiga saman tvíbura,
kynntust þegar Oppenheim, sem
er læknir, annaðist Shepherd
þegar hún átti í erfiðleikum
vegna höfuðverks. Leikkonan,
sem er nú 39 ára gömul, var áður
gift David nokkrum Ford og átti
áður í löngu ástarsambandi við
Peter Bogdanovich leikstjóra.
GeorgeMichael
Breski söngvarinn George Mic-
hael var aðalstjaman þegar verð-
laun voru veitt á mikilli tónlistar-
hátíð í Bandaríkjunum í síðustu
viku. Hann skaut nafna sínum
Jackson ref fyrir rass þegar hann
vann til þrennra verðlauna.
Hann var kjörinn bestí popp-rokk
karlsöngvariim, besti soul-tón-
listarmaðurinn og plata hans Fa-
ith var kjörin besta hljómplatan
í þeim flokki. „Ég hef elskað so-
ul-tónlist frá þvi ég var bam,“
segir hann. Sigurvegaramir vom
valdir af hljómplötukaupendum í
Bandaríkjunum.
Richard
Attenborugh
Leikarinn og leikstjórinn kunni
Richard Attenborough segir að
þegar hann var ellefu ára hafi
hann einsett sér að einbeita sér
að kvikmyndabransanum.
Ástæðan var að þá sá hann kvik-
myndina Gullæðið með Charlie
Chaplin. Síðan hefur Richard
ávallt verið hrifinn af þeim út-
skeifa með stafinn og hattinn. Nú
ætlar hann meira að segja að gera
kvikmynd um líf Chaplins. Verið
er að skipuleggja myndina og
hugsar leikstjórinn sér gott til
glóðarinnar.
Aldarfjórðungur er liðinn síðan þessi mynd var tekin af Mandy Rice-Davies
sem þá var átján ára. Henni hefur gengið ágætlega í lífsbaráttunni á þeim
25 árum sem liðin eru frá hneykslinu. Hún hellti sér i viðskiptalífiö og hagn-
aðist verulega.
Profumo-hneykslið kvikmyndað:
Joanne Walley leikur Christine Keeler og Bridget Fonda leikur Mandy Rice-
Davies.
John Profumo sagöi af sér embætti og dró sig i hlé. Hann er núna 73 ára
ríkisstarfsmaöur og vill bæta fyrir mistökin. Hann hefur alla tið notið dyggi-
legs stuðnings eiginkonu sinnar, leikkonunnar Valerie Hobson.
Áður var lifið dans á rósum hjá Christine Keeler. Peningar, minkapelsar
og skartgripir voru hennar líf og yndi en í kjölfar Profumo-málsins fór að
halla undan fæti. Nú hefur Keeler engar áhyggjur af karlmönnunum i lífi
sínu heldur stöðugu peningaleysi. Kynþokkinn er horfinn og eftir situr hún,
þreytt og vonlaus.
Þeir sem komnir voru til vits og
ára fyrir 25 árum muna eflaust eftir
Profiímo-málinu í Bretlandi. Nú, ald-
arfjórðungi síðar, er í vinnslu kvik-
mynd um þetta stóra hneykslismál
sem skók hinn vestræna heim. í
Profumo-máhð flæktust ráðherrar,
vændiskonur og sovéskir sendiráðs-
starfsmenn og það í miðju kalda
stríðinu.
Vændiskonumar leika Joanne
Whalley, sem þekkt er fyrir leik sinn
í Willow, og Bridget Fonda. Bridget
er dóttir Peters Fonda og sonardóttir
Henrys heitins Fonda. Hún tilheyrir
því þriðju kynslóð Fonda-ættarinnar
sem tekst á við leiklistina. Bridget
leikur vændiskonuna Mandy Rice-
Davies sem á þeim tíma var lítil, sæt
stelpa á nítjánda ári. Joanne leikur
Christine Keeler, tuttugu og tveggja
ára, þokkafulla vændiskonu.
Keeler átti samtímis í ástarsam-
bandi við vamarmálaráðherra
Breta, John Profumo, og sovéska
sendiráðsstarfsmanninn Jevgenij
Ivanov. Inn í málið flækist læknirinn
Stephen Ward en hann hafði á sínum
snærum leigustúlkur fyrir þá sem
gátu borgað vel. Þegar upp komst
sagði John Profumo af sér embætti
vamamálaráðherra og dró sig í hlé.
Læknirinn framdi sjálfsmorð í kjöl-
far hneykslisins en síðari ár er það
áht manna að hann hafi verið blóra-
bögguh kerfisins. John Profumo leik-
ur Shakespeareleikarinn Ian Mckeh-
an en hlutverk læknisins er í hönd-
um Johns Hurt.
Valt veraldargengi
Á aldarfjórðungi, sem hðinn er,
hefur lífið farið misjöfnum höndum
um málsaðila. John Profumo lifir
enn kyrrlátu lífi ásamt eiginkonu
sinni sem stóð með honum í inála-
vafstrinu. Hann hefur snúið sér að
vinnu í þágu þjóðfélagsins og vih
bæta fyrir fyrri misgjörðir. Mandy
Rice-Davies giftist gyðingi, tók gyð-
ingatrú og settíst aö í ísrael. Þar tók
hún að stunda viðskiptí og græddist
mikið fé. Síðar skhdi hún en giftist
aftur breskum auðjöfri og býr í Eng-
landi. Hún þykir glæsheg heimskona
í dag, ákaflega fahega klædd og
virðuleg.
Líf Christine Keeler hefur hins veg-
ar ekki verið dans á rósum. Hún
stendur á fimmtugu og er hla útht-
andi og þreytuleg. Kynþokkinn, sem
nærri varð ríkisstjóm að falli, er
horfmn og erfitt að ímynda sér að
þessi kona hafi verið þátttakandi í
slíkri atburðarás.
„Við vorum bara stelpukjánar í leit
að Ijúfu lífi, fahegum fotum og pen-
ingum,“ segir Christine Keeler nú.
„Ein nótt með Profumo eyðhagöi aht
mitt líf. Karlmenn valda mér ekki
áhyggjum lerígur heldur sífeht pen-
ingaleysi."
Stelpukjánar í
Við borðhaldið á árshátiö hundaeigendanna voru meðal annarra Anna
Hulda Sveinsdóttir húsmóðir, Guttormur Þórarinsson trésmiður, Guðrún
Guöjohnsen, formaöur Hundaræktarfélagsins, Sigurður örn Hansson dýra-
læknfr og Frfða Björnsdóttlr, skrifstofustjóri Blaðamannafélags íslands.
Nýlega var haldin árshátið Hundaræktarfélags Islands í Gaflinum i Hafnar-
firöi. Gestir skemmtu sér við ýmis heimatilbúin atriöi og á þessari mynd
sést leikritið Rauðhetta uppfært á nýstárlegan hátt. Leikendur komu óundir-
búnir og túlkuðu ieikritið eins og þeir mundu þaö. Á bak við úlfagrfmuna
er Guðmundur „Kató“ Ragnarsson, Rauðhettu lék Jón „Patton" Pétursson
og ömmuna (liggjandi) lék Bjarni Sigurbjörnsson, ráösmaöur og hundaeig-
andi i Viðey. Alengdar standa dýralæknarnir og hjónin Helga Finnsdóttir
og Sigurður öm Hansson. DV-myndir Ragnar