Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. 27 Afmæli Stefanía Gissurardóttir Stefanía Gissurardóttir, Artúni 2, Selfossi, er áttræð í dag. Stefanía er fædd á Byggðarhomi, ólst upp í Hraungerði hjá Ólafi Sæmundssyni presti og konu hans, Sigurbjörgu Matthíasdóttur frá 1919 og varð ráðskona hans við lát konu hans 1930, fyrst í Hraungerði og síðan í Rvík frá 1933. Stefanía giftist 9. j an- úar 1934 Sigurði Pálssyni, f. 8. júlí 1901, d. 13. júlí 1987, vígslubiskupi á Selfossi. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson, b. í Haukatungu, og Jcona hans, Guðríður Bjömsdóttir. Böm Stefaníu og Sigurðar era PáU, f. 20. ágúst 1934, jámsmiður á Sel- tjamamesi, kvæntur Lára Höllu Jóhannesdóttir garðyrkjumanni, starfsmanni Garðyrkjufélags ís- lands; Ólafur, f. 30. maí 1936, frétta- stjóri erlendra frétta á Sjónvarpinu, kvæntur Albínu Thordarson arki- tekt; Ingibjörg, f. 22. apríl 1940, gift R.L. Cordes, sölumanni í New York; Ingveldur, f. 10. ágúst 1942, þroska- þjálfi, gift HaUdóri Helgasyni, bók- bindara á SeUossi; Sigurður, f. 30. maí 1944, prestur á Selfossi, kvænt- ur Amdísi Jóhönnu Jónsdóttur kennara; Gissur, f. 7. desember 1947, fréttamaður á RÚV, kvæntur Auði Aðalsteinsdóttur, og Agatha Ses- seija, f. 29. september 1953, Ijósmóð- ir á Blönduósi, gift Jóni Baldri Jóns- syni verslunarmanni. Stefanía var stofnandi Kvenfélags Selfosskirkju og fyrsti formaður þess og hefur starfað þar mikið síðan. Systkini Stefaníu era Margrét Ingibjörg, f. 26. júU 1897, d. 26. maí 1983, gift Guðbimi Sigurjónssýni, d. 1981, múrara á Selfossi; Gunnar, f. 2. september 1898, kvæntur Sigur- fljóð Ólafsdóttur; Jón, f. 13. apríl 1902, d. 14. ágúst 1981, sjómaður í Rvík, kvæntur Áslaugu Helgadótt- ur; Óskar, f. 10. maí 1903, sjómaður í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Ásgeirs- dóttur, d. 16. ágúst 1984; Sigurður Ágúst, f. 22. ágúst 1904, sjómaður í Rvík, kvæntur Sigrúnu Stefánsdótt- ur, d. 21. apríl 1974; Margrét, f. 6. júU 1905, d. 17. maí 1985, ljósmóðir, gfrt Þórði Guðmundssyni, smið í Rvík; Vigdís, f. 2. maí 1907, verka- kona í Rvík; Þómý, f. 8. febrúar 1910, gift Gústaf Hákonarsyni, sem er lát- inn, verkamanni í Rvík; Helga, f. 28. maí 1911, gift Vilhjálmi Lúðvíks- syni, skrifstofumanni í Rvík; Ólafur, f. 7. júní 1912, verkamaður í Rvík, kvæntur Jónu Guðmundsdóttur; Bjamheiður, f. 29. nóvember 1914, gift Gísla Ólafssyni, bókara í Garðabæ; Guðmundur Kjartan, f. 30. nóvember 1915, kvæntur Karen Gissurarson; Geir, f. 30. maí 1916, b. á Byggðarhomi, kvæntur Jónínu Sigurjónsdóttir, d. 10. júní 1988; Sig- urðurKristján, f. 21. nóvember 1918, sjómaöur í Vestmannaeyjum, kvæntur Önnu Magnúsdóttur. Foreldrar Stefaníu vora Gissur Gunnarsson, b. á Byggðarhomi í Flóa, og kona hans, Ingibjörg Sig- m-ðardóttir. Gissur var sonur Gunnars, b. á Byggöarhomi, Bjamasonar, b. á Valdastöðum, Jónssonar, b. í Grímsfjósum, Bjamasonar, bróður Eyjólfs, langaf- a Guðjóns, afa Guðjóns Friðriksson- ar sagnfræðings. Móðir Gissurar var Margrét Gissurardóttir, b. á Brú, Gunnarssonar og konu hans, Guðbjargar Loptsdóttur, systur Guðrúnar, langömmu Áma Sig- urðssonar fríkirkjuprests og Þor- kels, föður Salóme alþingismanns og Sigurðar ríkisféhirðis. Móðurbræður Stefaníu vora Sig- urður, afi Eggerts Haukdals, og Þor- steinn, afi Markúsar Einarssonar veðurfræðings. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Langholti í Flóa, Sig- urðssonar. Móðir Sigurðar var Ing- veldur Þorsteinsdóttir, systir Fihpp- usar, langafa Ingveldar, móður Guðrúnar Helgadóttur, forseta sam- einaðs þings. Móðir Ingibjargar var Margrét Þorsteinsdóttir, b. í Lang- holtsparti, bróður Páls, langafa Markúsar Amar Antonssonar út- varpsstjóra og Þórðar, föður prest- anna Döllu og Yrsu. Þorsteinn var Stefanía Gissurardóttir. sonur Stefáns, b. í Neðra-Dal, Þor- steinssonar. Móðir Stefáns var Guð- ríður Guðmundsdóttir, b. á Kóps- vatniÞorsteinssonar, ættfóður Kópsvatnsættarinnar, langafa Magnúsar, langafa Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar vígslubiskups. Móðir Þorsteins í Langholtsparti var Vigdís Diðriksdóttir Jónssonar og Guðrúnar Högnadóttur „presta- föður“, prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Stefanía dvelur á sjúkrahúsi þessa dagana. Ólafur H. Ólafur H. Ólafsson, forstjóri H. Ólafsson & Bemhöft sf. í Reykjavík, Lindarbraut 6, Seltjamamesi, er fertugur í dag. Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ1974. Ólafur hefur verið for- stjóri H. Ólafssonar & Bemhöft sf. frá 1974. Ólafur sat í stjóm Félags íslenskra stórkaupmanna 1979- 1984. Hann hefur veriö endurskoð- andi Verslunarbanka íslands frá 1983. Þá hefur hann verið í stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur frá 1983. Ólafúr kvæntist 25. júní 1977 Sigurbjörgu H. Gröndal, f. 12. maí 1957, húsmóður og stúdent frá MH, Foreldrar Sigurbjargar era Halldór S. Gröndal, prestur í Rvík, og kona hans, Ingveldar Ludvigsdóttur Gröndal ritari. Ólafur og Sigurbjörg eiga fjögur böm. Þau era Ólafur Haukur, f. 9. apríl 1979; Inga Lára, f. 29. október 1981; Ásdís Björg, f. 18. maí 1985, og Katrín Lilja, f. 30. júlí 1988. Foreldrar Ólafs eru Ólafur Hauk- ur Ólafsson, f. 19. febrúar 1930, læknir í Rvík, og kona hans, Ásdís Kristjánsdóttir, f. 24. júlí 1929. Ölaf- ur læknir er sonur Ólafs Hauks, stórkaupmanns í Reykjavík, Ólafs- sonar Hauks, b. á Vatnsenda, bróð- ur Einars skálds Benediktssonar. Ólafur á Vatnsenda var sonur Bene- dikts, sýslumanns og alþingismanns á Héðinshöföa, Sveinssonar, prest á Mýrum á Álftanesi, Benediktsson- ar, prests í Hraungerði, Sveinsson- ar, prests í Hraungerði, Halldórs- sonar. Móðir Benedikts í Hraungeröi var Ólafsson Anna Eiríksdóttir, systir Jóns kon- ferensráðs. Móðir Ólafs á Vatn- senda var Katrín Einarsdóttir, um- boðsmanns á Reynistað, Stefáns- sonar, prests á Sauðanesi, Einars- sonar. Móðir Stefáns var Margrét, systir Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar. Margrét var dóttir Lárasar Scheving, klaustin-haldara í Garði í Aðaldal, Hannessonar Scheving, sýslumanns á Munka- þverá, Lárassonar, sýslumanns á Möðravöllum, ættföður Scheving- ættarinnar. Móðir Einars á Reyni- stað var Anna Halldórsdóttir Vídal- ín, klausturhaldara á Reynistað. Móðir Halldórs var Hólmfríður Pálsdóttir Vídalín, lögmanns í Víði- dalstungu. Móðir Páls var Hildur Amgrímsdóttir lærða, vígslubisk- ups á Mel, Jónssonar. Móðir Katrín- ar var Ragnheiður, systir Bjargar, ömmu Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra og langömmu Sigurðar Nordal. Ragnheiður var dóttir Bene- dikts Vídalín, stúdents á Víðimýri, bróður Önnu á Sauðanesi. Móðir Ragnheiðar var Katrín Jónsdóttir, biskups á Hólum, Teitssonar og konu hans, Margrétar Finnsdóttur, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móð- ir Margrétar var Guðríður Gísla- dóttir, systir Magnúsar amtmanns, föður Sigríðar, ættmóður Stephen- senættarinnar. Móðir Ólafs stórkaupmanns var Sigríður Þorláksdóttir Johnson, kaupmanns í Reykjavík, bróður Ingihjargar, konu Jóns forseta. Þor- lákur var sonur Ólafs Johnsen, prófasts á Stað á Reykjanesi, Ein- arssonar, kaupmanns í Reykjavík, Valgarður Agnar Jónsson Valgarður Agnar Jónsson vél- virki, til heimilis að Öldustíg 17, Sauðárkróki, er sextugur í dag. Valgarður fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann byijaði ungur til sjós óg vann síðan ýmis störf í landi. Hann flutti til Sauðárkróks 1956 en hóf nám í vél- virkjun hjá Slippfélagi Akureyrar 1965 og var þar við nám og störf til 1970. Þá flutti hann aftur til Sauðár- króks þar sem hann starfaði á veg- um Rafmagnsveitna ríkisins til árs- ins 1977. Valgarður hefur síðan starfað sem vélvirki hjá Kaupfélagi Sauðárkróks. Kona Valgarðs er Ema Maríanna Flóventsdóttir, f. á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 17.7.1932, dóttir Fló- vents Albertssonar, bifreiðarstjóra á Sauðárkróki, en Valgarður og Emaeigasexböm. Foreldrar Vaigarðs vora Jón Gunnlaugsson Jónsson, sjómaður og trésmiður á Akureyri, f. 18.1. 1898, og Helga Daníelsdóttir, f. 20.12. 1894. ' Helga var dóttir Daníels Gunnars- sonar, b. og snikkara á Skipalóni í Hörgárdal og síðar á Melstað í Gler- árþorpi og á Akureyri, og Valgerðar Arinbjamardóttur. . Jón var sonur Jóns, vitavarðar á Garðsskagavita og síðar Reykja- nesvita og síðast útvegsb. og for- manns á Stað í Grindavík, Helga- sonar, b. á Lómatjöm í Höföahverfi, Indriðasonar. Móðir Jóns, sjómanns og trésmiðs, var Agnes Gamalíelsdóttir, b. á Efri-Grófí Flóa, Gamahelssonar, b. á Gafli í Flóa, Gestssonar, b. á Hæh í Eystrihreppi, Gamahelssonar. Móðir Gamaiíels í Efri-Gróf var Agnes Magnúsdóttir, b. í Birtinga- holti, Snorrasonar. Móðir Agnesar var Eyvör Magn- úsdóttir, b. í Efri-Gróf, Ormssonar, b. í Hamarshjáleigu, Magnússonar, b. þar, Ormssonar, b. á Hamri, Am- þórssonar. Móðir Eyvarar var Guðrún Ey- jólfsdóttir, b. í Efri-Gróf, Bjamason- ar, b. á Syðra-Velh í Flóa, Þorgríms- sonar, b. í Ranakoti í Stokkseyrar- koti, Bergssonar, hreppstjóraí Brattholti, Sturlaugssonar, ættföð- ur Bergsættar. Ólafur H. Ólafsson. Jónssonar, bróður Sigurðar, foður Jóns forseta. Móðir Einars var Ingi- björg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrarættar- innar. Móðir Ólafs læknis var Súsanna Bjamadóttir, prests á Útskálum, bróður Áma, prests á Stóra-Hrauni. Bjarni var sonur Þórarins, jarð- yrkjkmanns á Stóra-Hrauni á Eyr- arbakka, Árnasonar. Móðir Þórar- ins var Jórunn, systir Tómasar Fjölnismanns. Jórunn var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindarholti, Ög- mundssonar, prests á Krossi, Högnasonar „prestaföður", prests á Breiðabólstað í Fljótshhð, Sigurðs- sonar. Móðir Bjama var Ingunn Magnúsdóttir, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafs- dóttir, b. í Efra-Seh, Magnússonar og konu hans, Marinar Guðmunds- dóttur, b. á Kópsvatni, Þorsteins- sonar, ættföður Kópsvatnsættar- innar. Móðir Ingunnar var Katrín Eiríksdóttir, dbrm á Reykjum, Vig- fússonar, ættföður Reykjaættarinn- ar. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælis börn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber- ast í síðasta lagi þremur dögum fyrir af mælið. Munið að senda okkur myndir. Guðmundur Þórðarson Guðmundur Þórðarson bryti, Laugarásvegi 1, Reykjavík, er sjötíu ogfimmáraídag. Guðmundur fæddist í Garði í Guh- bringusýslu. Hann missti foður sinn komungur og fór því í fóstur að Útskálum þar sem hann ólst upp. Fósturforeldrar hans vora séra Friðrik Rafnar, sóknarprestur á Út- skálum, og kona hans, Ásdís Guð- laugsdóttir Rafnar. Guðmundur byrjaði ungur til sjós. Hann var fimmtán ára er hann réð sig á varðskipið Óðin en þar var hann í tvö og hálft ár. Guðmundur var síðan eitt ár við nám og störf í framreiðslu á Hótel Borg en fór að því loknu aftur til sjós. Var hann þá eitt ár hjá Ríkisskipum en hóf síðan störf hjá Eimskipafélagi ís- lands þar sem hann átti eftir að starfa í fjörutíu og sjö ár. Guömund- ur var fýrst búrmaður og síðan matsveinn á skipum Eimskips en hann lærði þar matreiðslu og varð síðan kokkur og loks bryti 1942. Starfaði hann sem bryti á skipum Eimskips lengst af síöan eöa til árs- ins 1974 er hann kom í land og hóf störf í mötuneyti Eimskips. Hann lét af störfum hjá Eimskipafélaginu 1980. Kona Guðmundar er Sæmunda Pétursdóttir, f. 8.11.1923. Foreldrar Sæmundu vora Helga Sigurðardótt- ir og Pétur, vélstjóri í Reykjavík. Guðmundur á fimm böm. Þau era: Hulda, f. 1948, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Stefáni Finnbogasyni, starfsmanni í Straumsvík; Ólafur, f. 1949, sjómaður frá Hafnarfirði, búsettur að Litla-Bergi í Borgar- firði, kvæntur Grétu; Hilmar, f. 1953, fjármálastjóri hjá Nesskipum, kvæntur Guðrúnu Valgeirsdóttur; Þórann, f. 1955, húsmóðir og kaup- maður í Reykjavík, hennar maður er Sigvaldi Viggósson kaupmaður; og Guðbjörg Elsa, f. 1960, húsmóðir á Seltjamamesi, gift Brynjari Ey- steinssyni matreiðslumeistara. Bamabörn Guðmundar era nú orðintólf. Guðmundur átti sex systkini og era tvö þeirra á lífi. Foreldrar Guðmundar vora Þórð- ur Þórðarson, sjómaður í Garði, og Ingibjörg Dlugadóttir. Guðmundur Þórðarson. Föðurbróðir Guðmundar var Nik- ulás, kennari á Kirkjulæk í Fljóts- hhð, afi Nikulásar Sigfússonar yfir- læknis. Þórður sjómaöur var sonur Þórðar, b. í Ormskoti í Fljótshhð, bróður Odds í Ormskoti, afa Odd- geirs Kristjánssonar, tónskálds í Vestmannaeyjum. Þórður í Ormskoti var sonrn- ívars, b. í Tungu í Fljótshhð, Þórðar- sonar, og Hahdóra Þorkelsdóttur frá Móeiðarhvoh. Móðir Þórðar sjó- manns var Sigríður, dóttir Gunn- laugs Einarssonar, b. í Litlu-Hildis- ey, og konu hans, Guðríðar Magnús- dóttur, b. í Miðey, Jónssonar, b. í Miðey, Björgúlfssonar, b. í Teigi í Fljótshhð, Jónssonar, b. í Teigi, Vig- fússonar, lögréttumanns á Herjólfs- stöðum í Álftaveri, Jónssonar, prests í Kálfholti í Holtum, Stefáns- sonar, prests í Odda á Rangárvöh- um, Gíslasonar, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móðir Jóns Vigfússonar var Guð- rún Þorsteinsdóttir, sýslumanns í Þykkvabæjarklaustri, Magnússon- ar, lögréttumanns í Stóradal í Eyja- firði, Ámasonar, lögréttumanns þar, Péturssonar, lögréttmnanns í Djúpadal, Loftssonar, b. á Staðar- hóh í Dölum, Ormssonar, hirðstjóra í Víðidalstungu, Loftssonar hins ríka, hirðstjóra á Möðravöhum. Móðir Þorsteins var Guðríöur Þuríðardóttir, vígslubiskups á Grenjaðarstað, Jónssonar, biskups, Arasonar. Guðmundur tekur á móti gestum í Veitingahúsinu í Glæsibæ milh klukkan 16 og 18 á afmæhs- daginn. 90 ára 2 'Œ S l Eva Ólafedóttir, Seþavogi 2, Hötnum. Hóimfriður Jensdóttir, Mosgerði 21, Reykjavík. 80 ára 60 ára Hólmfriður Ingjaldsdóttir, Reynimei S4, Reykjavík. Sigriöur Ólafedóttir, Hagaxnei 48, Reykjavík. mmmm jg 75 ára Uröargerði 3, Húsavlk. Guðný Vigfúsdóttir, írabakka 4, Reykjavík. Þórhallur Jónsson, Hauksstöðum, Vopnaflrði. 50 ára Halidóra Valfríður EUsdóttir, Suðurgðtu 124, Akranesi. , ■ V:, » . - f . .1 Magnea Kristjáasdóttir, Goðatúni 9, Garðabæ. Kósa Jónadóttlr, Akurgeröi 5E, Akureytt 40 ára Einar Oddgeirsson, Nýbýlavegi 50, Kópavogi. Guðrún Katrin Kjurtansdóttir, Hraunbæ 178, Reykjavík. Eliau Rúnar Eiiasson, Mánabraut 4. Akranesi. Þorgeir Guðtnundsson, Borgarvfk 18, Borgarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.