Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
19
Dansstaðir
Abracadabra,
Laugavegi
Bigfoot sér um tónlistina um helgina.
Amadeus, Þórscafé,
Brautarholti, sími 23333
Gleðidagskráin „Hvar er Elsa?“ á
fóstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitm Mannakom leikur
ásamt nýrri stórsveit með ýmsum af
okkar reyndustu hljómlistarmönn-
um. Á fyrstu hæð hússins ræður tón-
list áranna 1975-1985 ríkjum.
Ártún,
Vagnhöfða 11
Gömlu dansamir föstudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavik, simi 77500
Bítlavinafélagið leikur fyrir dansi í
kvöld. Bítill kvöldsins kosinn.
Stjömubítlaball á laugardagskvöldiö.
Bein útsending á Stjömunni. Stjama
kvöldsins, glæsileg verðlaun, uppá-
komur, skemmtiatriöi og fl.
Casablanca,
Skúlagötu 30
„Hip-hop house acid“ danstónlist
föstudags- og laugardagskvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Glæsibær,
Álfheimum
Hljómsveitin í gegnum tíðina leikur
gömlu og nýju dansana föstudags- og
laugardagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Brimkló býður í dans fóstudags- og
laugardagskvöld. Sunnudagskvöld er
úrslitakvöldiö í íslandsmeistara-
keppninni í rokk-dansi.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími
82200
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar
öU fimmtudagskvöld. Opið frá ki.
19-1.
Hótel ísland
Einkasamkvæmi í kvöld. Á laugar-
dagskvöld er dansað í öUum sölum
auk þess sem Rokkskór og bítlahár
er á dagskránni. Hljómsveit hússins
er Stjórnin.
Hótel Saga,
Súlnasalur,
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Þjóðarspaug i 30 ár, skemmtidagskrá
með Ómari Ragnarssyni, Hemma
Gunn og Helgu MöUer. Hljómsveitin
Einsdæmi leikur fyrir dansi.
Cuba,
Borgartúni 32
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Aldurstakmark 18 ár.
Tunglið og Tunglkjallarinn,
Lækjargötu 2, sími 621625
Dansað frá 10-3 um helgina. Heitur
djass í kjallaranum frá kl. 00-02.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, sími 29098
Opiö um helgina.
Zeppelin
rokkklúbburinn,
Borgartúni 32
Royal Rock, húshijómsveit, leikur
fyrir dansi um helgina.
Ölver,
Álfheimum 74, s. 686220
Opið fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Hollywood:
íslandsmeistarakeppni í rokkdansi
í gærkvöldi hófst í Hollywood
íslandsmeistarakeppni í rokk-
dansi. Keppnin er haldin í sam-
vinnu viö Flugleiðir og Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur. Undankeppni
var í gær og verða undanúrslit og
úrslitakeppni á sunnudaginn.
Keppt er í þremur flokkum, flokki
13-16 ára, flokki fullorðinna áhuga-
manna og flokki atvinnudansara.
Fimm manna dómnefnd sker úr
um úrsht og fer eftir reglum Dans-
ráðs íslands. Verðlaunapeningar
verða veittir fyrir þrjú efstu sætin
í hverjum flokki. Sigurvegari í
flokki atvinnudansara fær þar að
auki sólarlandaferð til Benidorm
með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur.
Þeir sem lenda í öðru sæti atvinnu-
dansara hljóta helgarferð með
Flugleiðum og Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur.
Þórscafé:
Tíu ára afmæli Félags snyrtífræðinga:
Dagur
konunnar
í Súlnasal
Ný stórsveit ásamt
Mannakornum
í tilefni £if tiu ára afmæli Félags
snyrtisérfræðinga veröur haldinn
fræðslu- og skemmtidagskrá að
Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 14.00 á
sunnudag. Verður þar boðið upp á
margt til skemmtunar. Meðal ann-
ars munu félagskonur vera með
tískusýningu, Guðni í World Class
Það veröur mikið um
að vera í Þórscafé um
helgina. Skemmtidag-
skráin Hvar er Elsa?,
sem góður rómur er
gerður að, verður á
fóstudags- og laugar-
dagskvöld. Þá mæta
Mannakorn til leiks með
þá Magnús Eiríksson og
Pálma Gunnarsson í
broddi fylkingar og svo
tekur til starfa ný stór-
sveit sem mun leika fyr-
ir dansi um næstu helg-
ar.
Þessi hljómsveit, sem
enn hefur ekki hlotið
nafn, hefur innanborðs
Ásgeir Óskarsson á
trommur, Björgvin
Gíslason á gítar, Bjöm
L. Þórisson er leikur á
hljómborð, Tómas Tóm-
asson á gitar og Pálma
Gunnarsson sem leikur
á bassa og syngur.
Ný hljómsveit leikur í Þórscafé og er hún skipuð Birni L. Þórissyni, Pálma Gunnarssyni, Ásgeiri Óskarssyni, Björgvini
Gíslasyni og Tómasi Tómassyni.
Meðal atriða i Súlnasal á sunnudag verður keppni í hugmyndaförðun.
Holiday Inn:
Varaflugvallarmálið
Ungir sjálfstæðismenn og ungir
jafnaðarmenn munu halda sameig-
inlegan fund um „varaflugvallar-
máhð“ að Holiday Inn (Hvammi) á
morgun kl. 15.00 til 17.00.
Fyrst verða fjögur 10-15 mínútna
framsöguerindi en síðan pallborðs-
umræður. Jóhann Helgi Jónsson,
framkvæmdastjóri flugvalladeild-
ar Flugmálastjórnar, ræðir spurn-
inguna „Hvað er varaflugvöllur og
hverju á hann að þjóna?“ Árni
Gunnarsson alþingismaður ræðir
um þýðingu varaflugvallar sem
„útflutningshafnar" og fyrir sam-
göngur á landsbyggðinni. Karl
Steinar Guðnason alþingismaður
ræðir byggingu varaflugvallar með
þátttöku mannvirkjasjóðs Atlants-
hafsbandalagsins - viðhorf Al-
þýðuflokksins og Matthías Á Mat-
hiesen alþingismaður ræðir bygg-
ingu varaflugvallar með þátttöku
mannvirkjasjóðs Atlantshafs-
bandalagsins - viðhorf Sjálfstæðis-
flokksins.
Að framsöguerindum loknum
mun Geir H. Haarde alþingismaður
stjórna pallborðsumræðum. Ráð-
stefnustjóri er Magnús Árni Magn-
ússon, formaður utanríkisnefndar
Sambands ungra jafnaðarmanna.
talar um innri og ytri fegurð, Flosi
Ólafsson verður með hugleiðingu
um konur, keppni verður í hug-
myndaforðun og innflytjendur
snyrtivara verða með bása þar sem
kynntar verða vörur og sýni-
kennsla fer fram.
Tvær aukasýningar verða á Koss kóngulóarkonunnar, sem Alþýðuleik-
húsið sýnir í Hlaðvarpanum. Verður fyrri sýningin á föstudaginn og
hefst kl. 20.30 og sú siðari á laugardaginn og hefst einnig kl. 20.30. Á
myndinni sjáum við Guðmund Ólafsson og Árna Pétur Guðjónsson er
leika einu hlutverkin í leikritinu.
« ll