Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. 29 gFIM anfélagsmönnum eða erlendum myndlistarmönnum verið boðin þátttaka en nú eru það eingöngu fé- lagsmenn í FÍM sem sýna. FÍM rekur sýningarsal og sölugall- erí að Garðastræti 6, Reykjavík. *asyningu Á sunnudaginn ætlar Þór Magnús- son þjóðminjavörður að veita gestum leiðsögn um víkingasýninguna. Leið- sögnin hefst í Þjóðminjasafninu klukkan 14 og er gert ráð fyrir að þaðan verði gengið niður í Norræna hús og haldið áfram þar til kl. 15. Aðsókn að sýningunni hefur yerið góð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Mynt- sláttan í Norræna húsinu hefur vak- ið sérstaka athygh, einkum yngri gesta, en þar er hægt að slá sér vík- ingamynt. Þá hefur fjöldi skólafólks sótt sýn- inguna með kennurum sínum enda hefur safnkennari Þjóðminjasafns- ins útbúið sérstök verkefni fyrir skólana. Aðgangur að sýningunni er ókeypis fyrir skólafólk með kennur- um og verkefnin sömuleiðis. j Þjóðleikhúsið: Óvitar Ein Ijósmynda Sigurbjörns Hall- björnssonar á sýningu hans á Mokka. Mokka: Ljósmyndir Sigurþórs Hallbjörns- sonar Þessa dagana stendur yfir ljós- myndasýning á Mokka. Sýndar eru átján ljósmyndir Sigurbjöms Hall- björnssonar og ber sýningin yfir- skriftina Ferðalag. Þema sýningarinnar er ferð um Evrópu sem Sigurbjörn fór síðastlið- ið sumar. Hann hefur áður tekið þátt í samsýningu með ljósmyndaklúbbn- um Hugmynd '81. En þetta er fyrsta einkasýning hans. Hótel Saga: Norðurlönd og samran- inníEvrópu Norski þingmaðurinn Tora Aasland Houg fiytur erindi á op- inni ráðstefnu Alþýðubandalags- ins á Hótei Sðgu á morgun kl. 13. Nefnist eríndið Norðuriönd og sarnraninn í Evrópn. Tora Aasiand Houg er þíng- maður Sósíalíska vinstriflokks- ins, félagsfræðingur að mennt og var varaformaður öokksins 1983-1987. Á Stórþmginu hefur hún meðal annars veriö talsmað- ur flokksins í iðnaðarmálum. Barnaleikritið Óvitar eftir Guð- rúnu Helgadóttur nýtur mikilla vin- sælda og hefur verið uppselt á allar sýningar. Óvitar eru virkilega skemmtilegt leikrit þar sem öllu er snúið við, börnin fæðast stór en minnka með aldrinum. Foreldrarnir reyna að fá börnin til að boröa minna svo þau verði lítil og mömmumar reyna að spara með því að kaupa of lítil föt á krakkana. Fullorðnir leika börnin og börnin eru leikin af fullorðnum. Níu fullorðnir og tuttugu börn taka þátt í sýningunni. Það reynir mikið á börnin, sem eru á aldrinum sjö til fjórtán ára, að leika upp fyrir sig í aldri. Fullorðnu leikararnir verða aftur á móti að lifa sig inn í hugar- heim bama. Aðalhlutverkin leika Þór Tulinius og Halldór Björnsson. Fjallar leikrit- ið um Guðmund og Finn, sem þeir leika, og hvaða afleiðingar strok Finns hefur sem hreiðrar um sig heima hjá Guðmundi án þess að nokkur viti. Aðrar sýningar í Þjóð- leikhúsinu um helgina eru Háskleg kynni og óperan Ævintýri Hoff- manns en nú eru aðeins fjórar sýn- ingar eftir á þessari vinsælu óperu. Úr sýningu Þjóðleikhússins á hinu vinsæla barnaleikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitum. fræði, sjálfsævisögur o.fl. Fyrir tveimur árum var Grafskrift hins gleymda eftir Jón lesin sem framhaldssaga á rás 1. Þeir ábyrgu er 90 bls., offsetfjölrituð í Letri en með litprentaöri kápu. Útgefandi er Letur hf. Kápu teiknaði Jens Kr. Guð. Góugleði F.I.S.N. Góuhátið Félags íslenskra námsmanna í Noregi (F.Í.S.N.), verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavik, laugardaginn 25. febrúar nk. Mæting kl. 19. Borðhald hefst kl. 20.30. Kvenfélag Bústaðakirkju heldur aðalfund í safnaðarheimili kirkj- unnar mánudag 20. febrúar kl. 20.30. Samtök Græningja Nýverið hafa samtök Græningja opnaö skrifstofu að Vesturgötu 12. Skrifstofan er opin virka daga kl. 18-23 og um helgar kl. 15-18. Grænirigjar munu halda fund á Hótel Borg þann 19. febrúar nk. kl. 17 undir yffrskriftinni „Græn stjórnmál - Græn framtíð". Fundurirm er opinn öll- um þeim sem vilja kynna sér starf og stefnu Græningja, sem eru ört vaxandi afl í heiminum í dag. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Græningja að Vesturgötu 12, sími 621083. Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldur aðalfund sinn að Hallveigarstöð- um mánudaginn 20. þ.m. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Friðgerður Friðgeirs- dóttir. Sýningar Dinah, ný verslun Ný verslun hefur opnað í Grímsbæ við Bústaðaveg undir nafninu Dinah. Hún verslar með alhliða undirfatnað, sund- fatnað, náttfatnað og fl. fyrir dömur og herra á öllum aldri. Eigandi er Dinah Dunn. Arbæjarsafn, sími 84412 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.00. Bókasafn Kópavogs í listastofu Bókasafns Kópavogs stendur yfir sýning Grims M. Steindórssonar á tuttugu verkum sem unnin eru á síðustu tveimur árum og hafa ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Þau eru úr stáli og steini, bæði vegg- og standmyndir. Verkin eru til sölu. Djúpið, Hafnarstræti 15 Þormóður Karlsson myndlistarmaður sýnir í Gallerí Djúpinu (kjallara veitinga- staðarins Hornsins). FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Erla B. Axelsdóttir sýnir olíumálverk og pastelmyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 en um helgar kl. 14-18 og stendur hún til 21. febrúar. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Ásgerður Búadóttir sýnir níu verk sem öll eru ofin á árunum 1986-1989. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 28. febrúar. Gallerí Gangskör er opið þriðjudaga til fóstudaga kl. 12-18. Verk Gangskörunga eru til sölu og sýnis. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Nú stendur yfir sýning á verkum þeirra 9 listamanna sem að galleríinu standa. Verkin eru öll til sölu. Gaíleríið er opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textílgallerí, er opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List, Skipholti 501) Sænska listakonan Elsa Rook sýnir 24 verk sem máluð eru með akril á striga. Sýningin stendur til sunnudagsins 19. febrúar og er opið alla daga frá kl. 10.30-18 en sunnudaga frá kl. 14-18. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 í listaverkasölu gallerisins (efri hæð) eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna. Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar Þar stendur yfir h'ósmyndasýning á 150 Ijósmyndum eftir ungt fólk í framhalds- skólum. Að sýningunni stendur Ljósbrot, félag áhugaijósmyndara í framhaldsskól- um. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-19. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Félag íslenskra myndlistarmanna opnar félagssýningu sína, sem haldin er annað hvert ár (tviæringur), á morgun, laugar- dag, kl. 14. Sýningin stendur til 5. mars. ÍOdda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 í sal 1 eru kynntir þrír málarar: Jón Stef- ánsson, Jóhannes S. Kjarval og Gunn- laugur Scheving. Verk fyrstu landslags- málaranna, Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar, eru sýnd í sal 2 og spanna þau yfir tímabilið frá 1900-1930. í sölum á efri hæð hússins hefur nú ver- ið komið fyrir nýjum aðfóngum, mál- verkum og höggmyndum eftir íslenska listamenn. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er aðgangur og auglýst leiðsögn ókeypis. Veitinga- stofa hússins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70 í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af- mæli listamannsins er haldin yfirlitssýn- ing á 50 verkum Sigurjóns. Þar á meðal eru myndir sem aldrei hafa áður verið sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan eru opin laúgardaga og sunnudaga kl. 14-17. Tekið er á móti hópum eftir samkomu- lagi. Mokka Kaffi, Skólavörðustíg Sigurþór Hallbjörnsson sýnir 18 ljós- ^. myndir. Sýningin ber yfirskriftina Ferða- lag. Þema sýningarinnar er ferð um Evr- ópu sem Sigurþór fór sl. sumar. Hann hefur áður tekiö þátt i samsýningu en þetta er fyrsta einkasýning hans. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir í Nýhöfn. Á sýningunni eru ohumálverk og vatns- litamyndir unnar á sl. ári. Sýningin, sem ¦ er sölusýning, er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 22. febrúar. Norræna húsið » v/Hringbraut Víkingar í Jórvík og vesturvegi nefnist sýning í Norræna húsinu og Þjóðminja- safninu. Þetta er fyrsta stóra vikingasýn- ingin sem haldin er á íslandi. Mikill hluti sýningarefnisins kemur frá Jórvík eða , York á Englandi. Sýningin í Norræna húsinu byggist á gripum frá Jórvík. Hún stendur til 3. apríl. Þá stendur einnig yfir sýningin Börn norðursins (Children of the North). Er þarna um að ríeða sýningu á myndskreytingum úr rtorrænum barnabókum. Nýlistasafnið y/Vatnsstíg ívar Valgarðsson heldur sína sjöundu einkasýningu í Nýlistasafninu. Á sýning- unni eru verk sem fjalla um listbrögð sem verður að beita til að öðlast heiður, auð- sæld, ást og orðstír. Sýningin stendur til 19. febrúar. c Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Stofnunar Árna Magn: ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 14-16. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litiir hlutir. " Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11-16. Sýningin Víkingar í Jórvik og vesturvegi stendur yfir þar. Myndlistarsýning í SPRON í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, útibúinu Álfabakka 14, Breiðholti, stend- ur yfir sýning á verkum eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Sýningjn er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9.15-16 og föstudaga kl. 9.15-18. Sýningin er sölusýning. ^ Listkynning á Akureyri Alþýðubankinn og Menningarsamtök Norðlendinga kynna að þessu sinni graf- íklistakonuna Guðbjörgu Ringsted. Guð- bjöi^ er fædd 1957. Hún lauk námi í graf- íkdeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1983. Hún hefur haldið tvær einka; sýningar og tekið þátt í samsýningum. Á lístkynningunni eru 11 dúkristur imnar á árunum 1983 og 1988. l^tkynningin er i titibúi Alþýðubankans á Akureyri, . Skipagötu 14, og stendur hún til 10. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.