Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 17. FEBROAR 1989. Kvikmyndir - Kvikmyndir Laugarásbíó: Skálmöld Á laugardaginn frumsýnir Laug- arásbíó sænsku kvikmyndina Skálmöld (Vargens tid) sem leik- stýrt er af hinum þekkta sænska leikara Hans Alfredson. Og i einu aöalhlutverkinu er okkar ágæti leikari Gunnar Eyjólfsson. Myndin er raunsönn lýsing á afstöðu aðals- manna og alþýðu til rótlausra sí- gauna á 16. öld. Hlutskipti þessa fólks var hvar- vetna það sama í Evrópu. Viö og við var það ofsótt og hundelt eins og gyðingar hafa yeriö um aldirn- ar. Á stundum þótti það réttdræpt, hvar sem þaö fannst. Sá sem lét það undir höfuð leggjast meðal Svía var jafnvel réttdræpur sjálfur. Hér er því um fróðlega aldarfarslýsingu að ræða. Myndin fjallar um ungan aðals- mann, Inga, sem leitar tvíbura- bróður síns, Arilds, er horfið hefur að heiman. Við leitina rekst hann á hóp sígauna undir forustu Horats (Gunnar Eyjólfsson). Þar er honum vel fagnað því sígaunarnir halda að þar sé Arild kominn, en hann hafði verið með þeim um tíma en horfið nokkru áður... Hér er um mynd að ræða sem tekin er í margvíslegu umhverfi, hrikalegu jafnt sem fögru, sem sí- gaunarnir fara um á flótta undan fjendum sínum. Þó ekki væri ann- að gefur það söguþræðinum sér- stakt myndrænt gildi. Svíar tefla fram mörgum góðum leikurum, svo sem Gösta Ekman, Stellan Skarsgard, Lill Lindfors, Benny Haag og Melinda Kinneman. -HK Jeff Bridges tekst vel upp i hlutverki Tuckers sem lét draum sinn rætast. Eitt aðalhlutverkið í Skálmöld leikur Lill Lindfors en hún er vinsæl söngkona auk þess að vera ieikkona. Bíóborgin: Tucker Bíóborgin hefur nýhafið sýning- ar á nýjustu kvikmynd Francis Ford Coppola, Tucker, sem alls staðar hefur fengið frábærar við- tökur og þykir Coppola vera í góðu formi. Myndin íjallar um bílasmiðinn Preston Tucker sem kom með margar nýjungar í bílaiðnaðinum á fimmta áratugnum en stóru bíla- framleiðendurnir voru ekki hrifnir af framtakssemi hans og talið er að þeir hafi gert það að verkum að fyrirtæki hans fór á hausinn. Jeff Bridges leikur Tucker. Tekst honum mjög vel upp og er sam- dóma álit manna að þessi geðugi leikari hafi ekki áður gert betur. Tucker er kvikmyndi sem óhætt er að mæla með; sterk kvikmynd um mann er átti sér draum sem rættist en varð síðan fyrir árásum öfundarmanna. -HK Frá sýningu á nýja bílnum í Tucker. Jeff Bridges í hlutverk Tuckers situr á brettinum ásamt Joan Alien. Stjömubíó: á meðan þú getur Öskraðu Stjömubíó sýnir um þessar mundir hryllingsmyndina Öskraðu á meðan þú getur (The Blob) sem gerist í friðsælum smábæ í Bandaríkjunum. Skyndilega fara ungir sem aldnir að hverfa á dularfullan hátt. Óþekktur óvættur ofsækir bæj- arbúa og enginn fær rönd við reist. Aðalhlutverkin leika Kevin Dill- on, Shawnee Smith, Donovan Leitch og Joe Seneca. Leikstjóri er Chuck Russell og brellumeistari Hoyt Yeatman. Ef brellurnar eru eitthvað í líkingu við þær sem Yeat- man á að baki - en hann stjórnaði þess konar atriðum í Nightmare on Elm Street, The Fly og Indiana Jo- nes and the Temple of Doom - þá er von á góðu fyrir þá sem unna hryllingsmyndum. Þess má geta að þessi mynd er endurgerð kvimyndar sem bar sama nafn og var gerð 1958. Sú mynd er merkileg að mörgu leyti en kannski aðallega vegna þess að það var fyrsta kvikmyndin sem Steve McQueen lék í. -HK Shawnee Smith og Kevin Dillon leika aðalhlutverkin í The Blob. Jack Warden og Elaine Stritch i hlutverkum sinum í September. Regnboginn: September Woody Allen er afkastamikill leikstjóri og er September hans næstsíðasta mynd og önnur tveggja sem hann sendi frá sér á síðasta ári. í September íjallar Allen um þrjú óhamingjusöm pör sem eru að yfirgefa sveitahús þar sem þau hafa eytt sumrinu. Vonleysi og stormasöm sambönd ásamt rómantík einkenna þessa kvikmynd Allens eins og svo marg- ar aðrar. Alvaran er blönduð gam- ansemi sem er einkennandi fyrir „gamanmyndir" Allens og fólkið, sem Allen fjallar um, er fólkið á götunni, persónur sem allir kann- ast við. September, sem kannski hefur ekki fengið alveg jafngóðar við- tökur gagnrýnenda og fyrri myndir Allens, hefur innanborðs úrvals leikara með sambýhskonu Allens, Miu Farrow, í broddi fylkingar. Aðrir leikarar eru Sam Waterston, Elaine Stritch, Dianne Wiest, Den- holm Elliott og Jack Warden, allt þekktir leikarar og hafa Sam Wat- erston og Diane Wiest leikið í nokkrum myndum Allens áður. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.