Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1989, Síða 25
ÞRIÐJUDAGCJR 25. APRÍL 1989. 25 LífsstOl upp í loftiö og þarfnast ekki annars en nokkurra sólskinsstunda til aö opna krónur sínar. Verkamenn hjá Reykjavíkurborg eru fyrir nokkru farnir að hreinsa rusl og sópa sand af gangstéttum en borgin er þakin rusli eftir veturinn og ekki vanþörf á aö taka ærlega til hendinni. Nemendur framhaldsskólanna hafa heldur ekki sleppt því aö dimm- itera í ár þrátt fyrir aö enn sé ekki ljóst hvort þeir fá aö taka vorprófin og setja upp hvítu kollana á þessu vori vegna kennaraverkfallsins. Krakkarnir i leikskólum borgarinnar eru að drullumalla innan um síðustu leifar af sköflum vetrarins. Vorboðamir nánast engum sem dettur í hug aö sýna sig í slíkum fatnaöi á götum úti. Þegar fer að vora trylla mótorhjólalöggurnar á fákum sinum um alla borg. DV-mynd GVA Raunar var nú búiö að klæöa gín- urnar i glæsilega rósótta kjóla, ljósar buxur og skyrtur og peysur í pastel- litunum, einhvern tímann í febrúar, svo að þaö má kannski segja aö það hafi verið fyrsta teiknið um að vorið léti sjá sig einhvern tímann á næst- unni. Verslunareigendur telja að salan hafi ekki verið neitt sérstaklega dræm á vor- og sumarfatnaðinum, ekki minni en undangengin vor þó þaö væri eins og fólk væri oft á tíðum aö kaupa fatnað sem það hengdi inn í skáp og geymdi þangað til sólin léti sjá sig. Það geta hins vegar verið skemmti- legar andstæður þegar kappklætt fólk stendur dreymandi í nepjunni fyrir framan búðargluggana og virð- ir fyrir sér örþunnan sumarfatnað- inn. Það kemur vor í dal Um langt skeið hefur verið talin fylgni á milli veðráttunnar og ásókn- ar í sólarlandaferðir, það virðist hins vegar ekki vera upp á teningnum Kostir snjóaveturs Það geta fylgt því nokkrir kostir að hafa snjóavetur, skíðafíklar geta til dæmis verið enn lengur á skíðum en ella og skálavörður í Bláfjöllum lýsti því yfir í viðtali ekki alls fyrir Vorverkin í garðinum geta víst líka unnist á auðveldari hátt sé garðurinn þakinn snjóalögum. Á Vestur- og Norðurlandi, þar sem garðar eru enn á kafi í snjó, geta menn nú, í stað þess að klippa runnana, rennt garð- sláttuvélinni yfir þá. Fljótleg og auð- veld leið til að snyrta til runna! Og þá er bara að bíða og vona að sumarið fari nú loksins að láta sjá sig. Þrátt fyrir verkfall veðurfræð- inga hafa borist af því fregnir víða að af landinu að sumar og vetur hafi frosiö saman og samkvæmt þjóð- trúnni á það víst að boða gott sumar. -J.Mar Úti á Seltjarnarnesi eru strákarnir farnir að leika golf. Stúdentsefnin dimmitera og lífga óneitanlega upp á miðborgina. Trillukarlarnir við Ægissiðuna eru komnir á grásleppuveiðar. Það er ekki vanþörf á að hreinsa rusl og sand af götum borgarinnar eftir veturinn. núna því að bókanir hafa gengið treg- lega það sem af er ferðaárinu og sam- dráttur virðist vera fyrirsjáanlegur. Almenningur virðist ætla að halda í vonina um að einhvern tímann komi sól og sumar á Fróni. Eða eins og einn veðurfræðingur orðaði það þegar hann var að því spurður hvort þetta væri ekki lengsti og þyngsti snjóavetur sem hefði dun- ið yfir þjóðina lengi. Þá sagði hann að svo væri ekki og það væri næsta víst að einhvern tímann kæmi vor í dal. löngu að það yrði jafnvel hægt að hafa lyfturnar opnar þar fram til sautjánda júní svo framarlega sem ekki snarhlýnaði í veðri og kæmi ausandi rigning. Það er víst líka gott fyrir jarðar- gróður að fá aö sofa undir þykkum snjóalögum því að þá verður minna frost í jörðu og tré og runnar fara ekki eins illa út úr vetrinum eins og þegar þurrakuldi er. Bændur geta því hafið vorverkin mun fyrr. Bænd- ur á Suðurlandi eru alltént farnir að plægja og búa sig undir að sá korni og vænta þess að í kjölfarið verði uppskeran fyrr á ferðinni en undan- gengin sumur. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn er að sumarið yrði rigningarsumar. Kappklædd kona virðir fyrir sér vor- og sumartískuna i búðarglugga. Sumariö er komið samkvæmt al- manakinu þó að raunar séu fá teikn á lofti um að svo sé því að enn er tæpast fariö að vora og enn spyr fólk hvert annað: Heldurðu aö það snjói í dag? Sumir eru nú raunar svo svart- sýnir að þeir spá snjókomu sautj- ánda júní. Vorboðarnir eru samt sem áður nokkrir, margir farfuglar eru þegar komnir til landsins og undanfarnar vikur hafa verið að birtast af þeim myndir, hálfræfilslegum, norpandi í vorkuldunum Á einstaka stað í bænum eru vor- blómin farin aö skjóta upp kollinum, til dæmis er víða orðið hægt að finna útsprungna krókusa. Páskaliljurnar eru líka farnar að teygja knúppana Rauðmaginn kom óvenjusnemma fyrir norðan land og trillukarlarnir kættust en sá rauöi er einn af þessum klassísku vorboðum. Raunar eru nú trillukarlarnir hættir að veiða þann rauða en hafa snúið sér að gráslepp- unni. Og loks má nefna mótorhjóla- löggumar sem eru farnar að þeysa um borg og bí fyrir löngu en þær eru ekki á ferðinni yfir háveturinn. Andstæður Þrátt fyrir að í gluggum tiskuversl- ana sé búið að stilla út gínum í næf- urþunnum vor- og sumarfatnaði er Þegar fer að vora eru margir sem draga fram reiðhjólin sín. DV-myndir KAE Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.