Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989.
Fréttir
Pálmi Steingrímsson, bílstjóri hjá Landleiðum:
Þeir börðu mig og reyndu
að ræna peningatöskunni
- annar bílstjóri fyrir árás sama kvöld
„Eg var suður í Hafnarfirði þegar
þrír ungir menn komu inn. Þegar
mér varð Ijóst að þeir ætluðu að
ræna peningatöskunni stóð ég upp.
Þeir börðu mig þannig að ég datt í
gólfið. Við höggið skáru gleraugun
mín mig á nefinu. Mér blæddi tals-
vert en tókst að verjast þeim og koma
í veg fyrir að þeir næðu peningunum.
Þegar ég lá á gólfinu tókst mér að
sparka í þann sem ætlaði að taka
peningana. Eftir að gleraugun höfðu
dottið af mér var ég tilbúinn að verj-
ast þeim - þó að ég sé enginn slags-
málamaður. Bílstjórinn á hinum
vagninum varð líka fyrir árás á
föstudagskvöldið. Hann fékk hnefa-
högg í andlitiö," sagði Pálmi Stein-
grímsson strætisvagnabílstjóri hjá
Landleiðum.
Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóöbankans:
Skipulag neyðarvakta
gengur sæmilega
„Það hefur gengið sæmilega aö
skipuleggja neyðarvaktimar hér í
Blóðbankanum. Við höfum notið
góðs samstarfs við undanþágunefnd
og því náð í náttúrufræðinga sem
kunna til starfa hér. En ástandið er
eftir sem áður uggvænlegt," sagði
Ólafur Jensson, yfirlæknir í Blóð-
bankanum, í samtali við DV.
Náttúrufræðingar neituðu fyrir
um viku aö ábyrgjast skipulag neyð-
arvakta í Blóðbankanum. Ákvaö
heilbrigðisráðuneytið því að Blóð-
bankinn skyldi sjá um skipulag vak-
tanna.
Millidekkið á Hoffelli, allt fuHt af fiski.
Fáskrúðsbörður:
DV-mynd Ægir
Mokafli togaranna
Ægir Kiistinsson, DV, Fáskróðsfiiði;
Pálmi sagðist hafa haldið áfram aö
aka vagninum þó að hann heföi verið
blóðugur í framan. „Það er ágætt að
farþegamir sjái hvemig fólk getur
látið,“ sagði hann.
„Eftir að mér haföi tekist að koma
þeim út stóðu þeir við vagninn. Það
var eins og þeir kynnu ekki að
skammast sín. Ég talaði við lögregl-
una en mér virðist sem hún sé
hræddari við þessa grishnga en við
hin,“ sagði Pálmi.
Pálmi er á sextugsaldri og hefur
ekið strætisvagni lengi. Hann sagði
að framkoma fólks heföi versnað
mikið frá því sem áður var.
„Það er orðið stórhættulegt að vera
á ferh á föstudagskvöldum. Ég tala
nú ekki um ef fólk er með peninga á
sér.“
Pálmi sagði að það væri ekki aðeins
í Breiðholtsvögnunum sem krakkar
væru með ólæti. Hann sagði að fyrr
í vetur heföi vagn frá Landleiðum
verið stórskemmdur, sæti skorin og
annað eftir því.
„Tveir náttúrufræðingar hafa get-
að sinnt neyðartilvikum til þessa en
auk þess hefur verið náttúrufræð-
ingur til að sinna sérverkefnum tvi-
svar th þrisvar í viku. Loks hefur
þurft enn einn náttúrufræðing til að
sjá um smitvarnaprófanir. Ef góðs
samstarfs við þá náttúrufræðinga,
sem geta gengið inn í störf í Blóð-
bankanum, nyti ekki við væri neyð-
arþjónustan óvirk. Miðað við álagið
eins og þaö hefur veriö hingað til
hefur tekist að bjarga hlutunum.“
-hlh
Geldþorskurinn í BreiðaJBrði:
Slæm lífsskilyrði
geta verið orsökin
segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofiiunar
„Manni dettur fyrst í hug að or-
sökin fyrir þessu sé sú aö þessi fisk-
ur hafi ahst upp við slæm skilyrði.
Hrogn og svil heföu átt að fara að
þroskast í haust er leið en geröu
það ekki vegna þeirra slæmu skil-
yrða sem fiskurinn hefur alist upp
víð. En svo gerist það hka aö mað-
ur heyrir alveg þveröfugt frá Vest-
mannaeyjum. Þar er smár fiskur
úttroöinn af hrognum og svipaöar
sögur bárust £rá Grímsey og Seyð-
isfirði í vetur. Sennilegahefur þessi
bráðþroska fiskur ahst upp við
allra bestu skilyrði í hafinu og orð-
iö kynþroska svona snemma lyrir
bragðiö,“ sagöi Jakob Jakobsson,
forsljóri Hafrannsóknastofiiunar, í
samtali viö DV þegar leitað var
skýringa hans á geldþorskinum í
Breiðafírði.
Jakob sagöi að sjór heföi verið
mjög kaldur fyrir Norðurlandi síð-
ustu 12 til 14 mánuðina. Trúlega
heföi geldfiskurinn í Breiðafirði
ahst upp í köldum sjó og þá ef til
vhl við takmarkað æti. Hann sagð-
ist ekki telja að þetta væri svokah-
aður Grænlandsþorskur því sam-
kvæmt lýsingum væri hann of stór
th þess. Grænlandsþorskurinn,
sem mest er af núna, væri um 50
sentímetrar að lengd en Breiða-
tjarðarþorskurinn væri lengri en
þaö. En þar sem máhö væri eön
órannsakað sagðist Jakob vfija
taka fram aö þetta væru getgátur
hjá sér.
Þar sem margir bera ugg í bijósti
um að hrygning og nýhöun mis-
farist í Breiöafirði í ár vegna þess
hve stór hluti þorsksins er geldur
var Jakob spuröur hvort hann teldi
að svo gæti farið.
,JÞað er engin leið að segja til um
það. Ef hrygningin tekst vel fyrir
Suöurlandi þarf þaö ekki aö hafa
alvarleg áhrif þótt minna af fiski
hrygni i Breiöafiröinum. Þorsk-
merkingar, sem mikið voru stund-
aðar hér á árum áður, sýndu að
mikhl samgangur er hjá þorskin-
um mihi svæða. Þaö hefur ekki
sannast að þorskur sæki endhega
aftur á þau miö sem hann klekst
út á þegar hann stækkar,“ sagði
Jakob Jakobsson.
S.dór
Kjararannsóknanefnd:
Kaupmáttur rýmaði um
3 prósent í fyrra
.. um eftir þriggja daga veiðiferö og
Hoffeh fékk 240 tonn. Hluta aflans
Mokafli hefur veriö hjá togurun- var landað hér en um 200 tonn voru
um hér, Ljósafehi og Hofiehi, að und- seld í Hull 3. og 4. maí.
anfömu. Ljósafeh landaði 140 tonn-
í nýútkomnu fréttabréfi Kjarar-
annsóknanefndar er skýrt frá því aö
kaupmáttur tímakaups landverka-
fólks í Alþýðusambandinu hafi rým-
að um 3 prósent frá 4. ársfjórðungi
1987 th 4. ársfjóröungs 1988. Á þessu
tímabhi hækkuðu laun að meðaltah
um 18,1 prósent en framfærsluvísi-
talan hækkaði um 22,1 prósent á
sama tíma.
Ef miðað er við hækkun mánaðar-
tekna, en það er hækkun heildar-
launa með yfirvinnu, á sama tíma-
bili er kaupmáttarrýrnunin heldur
meiri eða um 4 prósent. Skýringin á
því er minni aukavinna.
Aftur á móti kemur í Ijós aö ef tek-
ið er út úr tímabihð sem veröstöðv-
unin stóð í fyrra hækkaði tímakaup
að meðaltah um 1,9 prósent. Hækkun
framfærsluvísitölu á því tímabili var
1,2 prósent þannig að kaupmáttur
mjakaðist örlítið upp á viö meðan
verðstöövunvaríghdi. s.dór
Verkfall dýralækna:
Erfiðleikar svínabænda
eru að verða miklir
- dýravemdunarsjónarmið ræður undanþágum til slátrunar
Sklpverjar ó Hoffelli aö isa flsk á bryggjunni, sklpstjórinn lengst til hægri.
_________ DV-mynd Æglr
„Astandið hjá okkur er langt frá
því að vera gott. Nú fyrst er verkfah
dýralækna farið að segja til sín af
fuhum þunga,“ sagði Kristinn Gylfi
Jónsson, talsmaður svínaræktenda,
í samtali viö DV um það ástand sem
dýralæknaverkfalhð hefur skapað.
Kristinn sagði að dýravemdunar-
sjónarmið réðu því alfarið hve miklu
bændur fengju að slátra af svínum.
Dýralæknar veita undanþágur sam-
kvæmt því. Þar aí leiðir aö bændur
hafa lítið getað sett á markað og fyr-
ir bragðið misst sölu. Þá blasir þaö
vandamál við að þegar ekki er hægt
að slátra grísum hrannast upp svína-
kjöt. Þegar verkfalhð leysist er því
ljóst aö of htið verður th af grísa-
kjöti en of mikið af svínakjöti.
Grísum er yfirleitt slátraö 6 mán-
aða gömlum. Þegar þeir eru orðnir
það gamlir þyngjast þeir um 20 khó
á mánuði eftir þaö og senn er höinn
mánuöur síðan > dýralæknar hófu
verkfall sitt.
„Þótt við höfum fuha samúð með
verkfalh dýralækna, sem fyrst og
fremst eru að knýja á um aukinn
frítíma, enda er vinnutími þeirra
óhóflega langur, auk þess sem þeir
eru ahtaf á bakvakt, þá er því ekki
aö neita að verkfallið er farið að
íþyngja okkur mikið,“ sagði Kristinn
Gylfi.
S.dór