Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989.
Utlönd
Eldflaugadeilur
Agreiningurinn um skamm-
drægu kjamorkueldílaugarnar í
Evrópu er nú að verða hitamál
milli Georges Bush Bandarikjafor-
seta og bandaríska þingsins. Marg-
ir þingmenn eru óánægöir með af-
stöðu sfjómarinnar og ekki minnst
með þann kulda sem Helmut Kohl,
kanslari V-Þýskalands, hefur
mætt.
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
Gro Harlem Brundtland, forsæt- ráðherra Noregs.
isráðherra Noregs, sagði í gær eftir viöræður sínar við fulltrúa utanríkis-
nefnda öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar að hún hefði ekki
mætt andstöðu er hún kynnti afstööu sína til eldflaugamálsins og nauð-
syn þess að komast að samkomulagi á toppfundi Nato í Brussel í maílok.
Formaður varnarmálanefndar öldungadeiidarinnar, Sam Nunn, hefur
komiö fram með tiiiögu um samninga við Sovétríkin meö því skilyrði að
stjómin í Bonn samþykki nýjar skammdrægar kjamorkuflaugar í Evr-
ópu. Nunn leggur þó áherslu á aö ekki verði af neinum samningum við
Sovétríkin fyrr en vitað verði um árangur af samningaviðræðum um
fækkun hefðbundinna vopna.
Gíslar látnir lausir
Óþekktir byssumenn hóta að myrða v-þýskan gísl ef arabískur fangi á
Kýpur veröur ekki látinn laus. Fréttimar af morðhótuninni koma frá
tveimur öðrum V-Þjóðverjum sem látnir voru lausir í morgun eftir að
hafa veriö í haldi hjá mannræningjum í tólf klukkustundir. Þeim var
rænt í gærkvöldi í hafnarborginni Sidon í Líbanon í gærkvöldi. Ekki er
vitað hvort mannræningjarnir em líbanskir eða palestínskir.
V-Þjóöveijamir hafa unnið fyrir hjálparstofhun sem aðstoðað hefúr
palestinska flóttamenn í Líbanon.
Thatcher í hátíðarskapi
ASiaroret prinsessunnar
Fyrrum þjónustustúlka Önnu Bretaprinsessu kvaðst í viðtali í gær vera
eyðilögð yfir blaðafréttum þess efnis að hún hefði stolið bréfum sem kom-
iö hafa þeim orðrómi af stað að hjónaband prinsessunnar sé fallvalt.
Bresk blöð beindu spjótum sínum aö þjónustustúlkunni þegar hún var
ásamt öðrum starfsmönnum prinsessunnar yfirheyrð af lögreglunni í
sambandi við þjófhað á fjórum bréfum.
Bresku kvöldblöðin komust heldur betur í feitt þegar tilkynnt var frá
höiiinni að aðstoðarmaður drottningarinnar, Timothy Laurence, sjóliðs-
foringi, hefði skriíáð bréfm sem stolið var. Spekúleruðu blöðin mikiö í
því hvort hjónaband Önnu og Marks væri nú komið að því að springa.
Þjónustustúlkan, sem enn var í vinnu hjá Önnu þegar lögreglan yfir-
heyrði hana, segist hafa sagt upp störfum áður en máliö með bréfin komst
á kreik þar sem hún hafl verið óánægð með vinnuna.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, með sonarson sinn
Michael í fanginu. Hún stendur milli sonar síns, Marks, og Diönu, tengda-
dóttur sinnar. Simamynd Reuter
Annasamt var hjá Margaret Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, í
gær er hún hélt upp á að tíu ár voru liðin frá því að var kjörin forsætisráö-
herra. Gestir komu til þess að fagna með járnfrúnni sem einnig var á
þönum um borgina til þess aö halda ræður og veita viðtöl.
Arafat sagður svikari
Bjami Hinrikssan, DV, Bordeaux:
Frakkar telja heimsókn Arafats
til Parísar, sem lauk í gærmorgun,
hafa tekist vel og að frönsk utanrík-
isstefna hafi unnið sigur. Roland
Dumas utanríkisráðherra lýsti því
yfir aö hann mundi bráðlega fara
til ísraels til viðræðna við ráðherra
og leiðtoga Verkamannaflokksins.
Orö Arafats þess efiús aö stofii-
skrá PLO sé ógild hafa oröiö til
þess að hann hefur veriö kallaöur
svikari af sumum meðlima sam-
takanna og hafa þeir óskað honum
dauða.
Arafat faðmar arabísku stúlku í
Paris. Faðir hennar var myrtur þar
1973. Símamynd Reuter
Risastórt vopnabúr
fannst í íbúð
Lögreglumaður með hluta vopnabúrsins sem fannst í ibúð í Kaupmanna-
höfn á þriðjudaginn. Simamynd Reuter
Danska lögreglan kveöst hafa
sannanir fyrir því aö nokkrir þeirra
sem handteknir voru í sambandi við
hinn mikla vopnafund í íbúö á Ama-
ger í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn
séu sérþjálfaöir hryðjuverkamenn
sem hlotið hafl menntun sína í Mið-
austurlöndum. Lögreglan heldur því
jafnframt fram aö nota hafi átt vopn-
in til hryðjuverka.
Þaö var í sambandi við rannsókn á
mörgum banka- og póstránum und-
anfarin ár sem lögreglan fann hiö
risastóra vopnabúr í íbúðinni. Nær
hundraö kíló af sprengiefni voru í
íbúðinni og hefði öll húsasamstæðan
jafnast við jörðu ef eldur hefði komið
þar upp, að sögn lögreglunnar. Tutt-
ugu og sex flugskeyti, flest sænsk,
fundust einnig í íbúðinni, sextíu
handsprengjur, nokkrar jarð-
sprengjur, fjórar vélbyssur, tólf
skammbyssur, skotheld vesti ogþús-
undir skotfæra. Ekki er talið ólíklegt
að hryðjuverkamennirnir hafi kom-
ist yfir vopnin í ránsferðum.
Að því er lögreglan fullyrðir hafa
hryðjuverkamennirnir unnið fyrir
palestínsku hreyfmguna PFLP.
Hreyfmgin hefur á síðari árum for-
dæmt hryðjuverk en sennilegt þykir
samt að hún hafi átt aðild að ýmsum
hryðjuverkum undanfarin ár, þar á
meðal sprengjutilræðinu sem grand-
aði bandarískri farþegaþotu yfir
Skotlandi í desember síðastliðnum.
PFLP klofnaði frá PLO, Frelsissam-
tökum Palestínumanna, og hafa liðs-
menn hreyfmgarinnar nýverið hótaö
að myrða Yasser Arafat, leiðtoga
PLO.
Það var bílslys snemma á þriðju-
dagsmorgun sem reyndist vera
hlekkurinn sem vantaði í rannsókn
lögreglunnar á ránunum. Ökumaður
missti vald á bíl sínum í hægri beygju
og keyrði á ljósastaur. í bílnum fann
lögreglan peninga, vopn og miða með
heimilisfangi. Þegar lögreglan kom á
staðinn fann hún vopnabúrið. Á
þriðjudagskvöld voru fjórir menn til
viðbótar þeim sem lenti í bílslysinu
handteknir og síðar sjö aðrir. Allir
hinir gripnu eru Danir nema einn.
Að því er lögreglan telur hefur
PFLP fengið talsverðan hluta af
ránsfengnum, samtals sautján millj-
ónum danskra króna í fimm ránum.
Verið er nú að rannsaka númerin á
vopnunum sem fundust. Árið 1986
var rán framið í vopnageymslu hers-
ins í Járna í Svíþjóð og miklu magni
vopna stolið. Númerin segja til um
hvort vopnin, sem fundust í Kaup-
mannahöfn, koma frá Svíþjóð.
RB og TT
North fundinn sekur um
þrjú ákæruatriði af tólf
Oliver North, fyrrum embættismað-
ur þjóðaröryggisráðs Bandaríkjafor-
seta og einn sakborninga í íran-
kontra vopnasöluhneykshnu, var í
gær fundinn sekur um þrjú af þeim
tólf ákæruatriðum sem hann var
ákærður um. Kviðdómur, níu konur
og þrír karlar, fann North sekan um
að hafa hindrað þingrannsókn um
vopnasöluhneykslið, fyrir að hafa
eyðilagt opinber skjöl og fyrir að
hafa þegið að gjöf öryggiskerfi fyrir
hús sitt, að verðmæti um 14 þúsund
dollarar, á meðan hann var enn
starfsmaður ríkisstjórnarinnar.
Kviðdómur taldi ekki aö North
hefði gerst sekur um níu þeirra
ákæruatriða sem hann átti yfir höfði
sér vegna aðildar sinnar að leyni-
legri sölu bandarískra vopna til ír-
ans, þ.ám. að ljúga að löggjafarþing-
inu. Vopnasalan, sem stóð yflr 1985-
1986, var í þeim tilgangi að fá lausa
vestræna gísla í haldi mannræningja
í Líbanon. Hluti ágóðans rann á laun
til kontraskæruliðanna í Nigaragua
á þeim tíma er löggjafarþingið hafði
bannað frekari aðstoð við þá.
Verjendur Norths sögðust í gær
mundu áfrýja dómnum fyrir 23. júní
nk. en þá mun dómarinn í réttar-
höldunum yfir North ákveða refs-
Oliver North og eiginkona hans, Betsy, koma út úr réttarsal í Washington
í gær eftir að North hafði verið fundinn sekur um þrjú af tólf ákæruatriðum
í tengslum við vopnasölu til írans á árunum 1985-86. Engin svipbrigði sáust
á North þegar úrskurður kviðdóms var lesinn.
North við þingyfirheyrslurnar í fyrra-
sumar.
ingu. North getur átt von á 10 ára
fangelsisdómi og 750 þúsund dollara
sekt. Réttarhöldin tóku 12 vikur og
þurfti kviðdómur 12 daga til að ráða
ráðum sínuni. North sagðist í gær
mundu halda áfram að berjast þar
til hann hefði fengið uppreisn æru.
North hefur ætíð haldið því fram
að hann hafi verið aö hlýða skipun-
um yfirboðara sinna í vopnasölumál-
inu, þar á meðal Reagans, fyrrum
forseta. í gær tjáði Bush Bandaríkja-
forseti og varaforseti Reagans sig
opinberlega um málið í fyrsta sinn
eftir að hann tók við forsetaembætt-
inu. Bush sagði ekkert hæft í því sem
komið hefur fram við réttarhöldin
að hann hefði séð um samninga viö
yfirvöld í Honduras árið 1985 um að
aðstoða kontraskæruliðana á þeim
tíma er bandaríska þingið hafði tekiö
fyrir frekari aðstoð.
North er fyrsti sakborningurinn í
þessu máli sem kemur fyrir rétt.
Búist er við að John Pondexter, fyrr-
um öryggisráðgjafi Reagans, fyrrum
fQrseta^komi fyrir rétt.í. september.
Réúter