Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Blaðsíða 28
44 Andlát Sveinn H. Jónsson andaðist á sjúkra- deild Rauða krossins 4. maí. Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Pat- reksfirði, Dalbraut 27, lést í Land- spítalanum þriðjudaginn 2. maí. Halldór Ari Björnsson múrarameist- ari, Fannborg 1, Kópavogi, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 3. maí. Krístín Vilhjálmsdóttir frá Þuríðar- stöðum í Fljótsdal, lést á Elliheimil- inu Grund 2. maí. Karitas Pálsdóttir lést 3. maí á Hrafn- istu, Hafnarfirði. Guðmundur Ólafsson frá Króki, Ása- hreppi, Kaplaskjólsvegi 37, Reykja- vík, andaðist í Landakotsspítala 2. maí. Júlíus Karlsson, Mýrarbraut 23, 'Blönduósi, andaðist á heimili sínu 3. maí. Jarðarfarir Hjálmar S. Thomsen múrari, Mána- götu 25, Grindavík, verður jarðsung- inn frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 6. maí kl. 14. Hjörtur Eiríksson, Valhöll, Hvamms- tanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju í dag, 5. maí, kl. 16. Guðbjörg Björnsdóttir frá Efstu- Grund, Breiðvangi 1, Hafnarfirði, sem lést í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, verðúr jarðsungin í dag, 5. maí, kl. 13.30 frá Víðistaðakirkju. Kristmundur Ágúst Andrésson, Hellukoti, Stokkseyri, verður jarð- settur frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 6. maí kl. 14. Ágústa Guðrún Jensen, fædd Jóns- dóttir, lést þann 19. apríl sl. í Kaup- mannahöfn. Minningarathöfn verð- ur í Mosfellskirkju laugardaginn 6. maí kl. 11. Björn Jónsson, fyrrum hreppstjóri og bóndi, Bæ, Höfðaströnd, sem lést í Sjúkrahúsi Sauöárkróks þann 24. ’ apríl, verður jarðsunginn frá Sauð- árkrókskirkju laugardaginn 6. maí kl. 14. Greftrun fer fram í heimagraf- reit að Bæ. Guðrún S. Bergmann, Sólvallagötu 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. maí kl. 14. Ágústa Kristinsdóttir lést 25. apríl. Hún var fædd í London á gamlársdag 1953. Hún flutti með foreldrum sín- um, Kristni Hallssyni og Hjördísi Sigurðardóttur, til íslands u.þ.b. sex mánaða gömul. Ágústa starfaði um árabil sem fulltrúi hjá Ríkissjón- varpinu. Hún lætur eftir sig dóttur. Útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Guðmundur S. Hannesson lést 27. apríl sl. Hann fæddist í Dalasýslu 25. júní 1906, sonur Arnbjargar Sigurð- ardóttur og Hannesar Einarssonar. Guðmundur starfaði lengst af við sjó- mennsku. Hann giftist Ragnheiði Ólafsdóttur en hún lést árið 1985. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og er ein dóttir þeirra á lífi. Síðustu árin bjó Guðmundur á Hrafnistu í Hafn- arfirði í sambýli við Sveineyju Guð- mundsdóttur. Útfór Guðmundar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Einherjar í golfi verðlaunaðir Á laugardag kl. 17 verða svokallaðir einherjar verðlaunaðir. Einherjar eru þeir sem í golfi hafa farið holu í höggi. Þeir sem verða verðlaunaðir að þessu sinni eru golfarar sem fóru holu í höggi í fyrra og þar með hafa þeir náð inngöngu í hinn eftirsótta Einherjaklúbb. Verðlaunaafhend- ingin fer fram að Síðumúla 35 og stendur athöfnin frá 17-19. Háskólafyrirlestur Belgisk-franski rithöfundurinn Hubert Nyssen flytur opinberan fyrirlestur í boöi heimspekideildar mánudaginn 8. mai 1989 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlest- urinn úallar um útgáfustarfsemi í Frakklandi og verður fluttur á frönsku. Helstu upplýsingum um útgáfustarfsemi Nyssens verður dreift í úölriti og umræð- ur aö fyrirlestrinum loknum fara fram á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sýningar Myndlistarsýning á Hótel Selfossi Myndlistarsýning verður haldin í Hótel Selfoss frá 6.-15. maí. Þetta er iiður í lista- hátíö eða listavakningu sem Hótelið beit- ir sér fyrir. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 6. maí kl. 14. í tilefni af opnun- inni, býður Hótel Selfoss upp á kafFihlað- borð og listamennimir verða til viðræðu um verk sín. Alúðarþakkir fyrir samúðarkveðjur og vinsemd, við lát Stefáns Ögmundssonar, prentara. Elín Guðmundsdóttir Ingibjörg Björn og Elísabet, Ragnar, Elín Steinunn og Jón Thor Stefán Bergljót Elín, Karl Sigríður Sunna, Drífa, Ögmundur Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. Fyrirvari vegna verkfalls Tólf félög háskólamenntaðra manna í störfum hjá ríkinu eru í verkfalli. Það hefur nú staðið hátt á fiórðu viku. Þetta er orðin löng og ströng barátta, og guð má vita hve lengi hún kann að standa enn. Verkfallsbrot 1 þessu verkfalli hafa verið fram- in verkfaílsbrot. Engum kemur slíkt á óvart. Það gerist í öllum verkföllum. Slík brot eru oftast ekki mjög alvarleg - sem betur fer. Um er að ræða í mörgum tilvikum einstök afmörkuð tilvik sem gerast fyrir vangá eða misskilning. Oftast tekst að koma í veg fyrir shk brot eða sjá til þess að þau verði ekki endurtekin. Verkfallsmönnum er það miklu erfiðara viðfangs þegar reynt er með ýmsu móti að fara í kringum verkfallið, gerðar tilraunir til þess með skipulegum hætti að láta sem ekkert verkfall sé, án þess þó að eiginlegt verkfallsbrot sé framið. Þá er ekki gengið inn í störf verk- fallsmanna heldur er látið sem störf þeirra skipti litlu eða engu máli og þannig reynt að láta svo líta út sem áhrif verkfallsins séu alls ekki þau sem þau þó raun- verulega eru. Lögfræðingar í ríkisþjónustu eru í verkfalli. Það tekur m.a. til lög- lærðra fulltrúa bæjarfógeta og sýslumanna víða um land og í Reykjavík t.a.m. til fulltrúa hjá embætti borgarfógeta. Þar starfar vænn hópur lögfræðinga sem nú eru í verkfalli. í þinglýsingadómi einum, sem heyrir undir þetta embætti, starfa að jafnaði ekki færri en sex lögfræðingar og fimm þeirra eru nú í verkfalli. Einn þess- ara sex ber dómaratitil, heitir reyndar borgarfógeti. Hann er sá eini sem nú vinnur. Það gefur augaleið að seint geng- ur þessum eina dómara að vinna sex manna verk. Þinglýsingar veð- skjala hafa því að mestu leyti stöðv- ast. Bunkar innlagðra skjala hrúg- ast upp. Þetta þýðir að nánast eng- in - eða a.m.k. tiltölulega mjög fá - veðbönd hafa verið færð inn í veðmálabækur eða tölvu þá er geymir veðmálaskrár síðan verk- fall lögfræðinga hófst 6. apríl sl. Þetta gildir um veðsetningar á fasteignum og einnig um lausafé, svo sem bifreiöar. Og þetta á jafnt . við um svokölluð samningsveð og aðfararveð, þ.e. fiárnám oglögtök. Menn gætu tapað Mikill fiöldi manna þarf á degi hverjum að leita til þinglýsinga- dóms til þess að fá öruggar upplýs- ingar um veðbönd á eignum. Við- skipti - kaup og sala - á fasteignum geta ekki orðið og mega ekki verða nema slíkar upplýsingar liggi fyrir. Kaupandi húss eða íbúðar verður t.d. að geta vitað með öruggri vissu hvaða lán eða aðrar veðsetningar hvíla á eigninni sem hann ætlar að fara að kaupa. Viti hann ekki vissu sína um þetta getur það vald- Kjallarinn Finnur Torfi Hjörleifsson lögfræðingur tjamarnesi, Kíósarsýslu, Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gull- bringusýslu var útgáfu vottorð- anna hætt strax og ekki var unnt að skrá þau svo örugg væru. Tilraun til að sniðganga En hjá þinglýsingadómaranum - embætti borgarfógeta í Reykjavík - var ekki brugðist við með eðlileg- um hætti. Þar var haldið áfram að gefa út veðbókarvottorð eins og ekkert hefði í skorist. Þó var sú breyting gerð á, eftir að verkfall hófst, að vottorðin em stimpluð með þessum orðum: „Fyrirvari um nýinnlögð skjöl vegna verkfalls." - Að svo stöddu er réttast að hafa sem fæst orð um lagagildi slíks fyr- irvara. Áhtamál kann að vera hvort yfir- „Verkfallsmenn mega hugsa til þing- lýsingadómarans og yfirborgarfóget- ans með mátulegu þakklæti fyrir að gera sitt til að lengja verkfallið með því að draga úr áhrifum þess.“ ið honum ófyrirséðu tjóni. Hann á það á hættu að á eigninni, sem hann er aö kaupa, hvíli veð sem hann gæti þurft að borga til að halda eigninni. Ef hann ræður ekki við að aflétta slíku veði gæti hann tapað eigninni. Upplýsingar um veðbönd á eign- um eru gefnar út í formi veðbókar- vottorða. Þetta eru opinber skjöl. Strangt til tekið mun það sam- kvæmt þinglýsingalögum vera dómsathöfn að gefa út þessi vott- orð. Lengi mun þó hafa tíðkast að ólöglært starfsfólk þinglýsinga- dóms skrái og undirriti þau. En hvað sem því líður þarf ekki að fara um það mörgum orðum að það er afar mikilvægt að vottorð þessi séu áreiðanleg. Rangt veðbókarvottorð kann að fella bótaábyrgð á viökomandi embætti og þar með á ríkissjóð. Því miður er þaö þó ekki víst nú aö þeir sem yrðu fyrir tjóni vegna rangs vottorðs gætu krafist bóta úr ríkissjóði. Eftir að verkfall hófst hefur þinglýsingadómarinn í Reykjavík - í samráði við yfirmann embættisins, yfirborgardómara - látið stimpla vottorðin með fyrir- vara sem brátt skal vikið að. Það er deginum ljósara að örugg veðbókarvottorð er ekki unnt að gefa út þegar þinglýsingar hafa stöðvast. Veðskjöl hafa ekki verið færð í þær bækur eða á þær skrár sem vottorðin eru gerð eftir. Af þessum sökum var ekkert eðlilegra en að útgáfa veðbókarvottorða stöðvaðist þegar er verkfall var hafið, 6. apríl sl. Svo varð þetta líka hjá þinglýs- ingadómurum vítt og breitt. um iandið. Mér er t.d. kunnugt um að við embætti bæjarfógeta í Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Sel- höfuð er löglegt að gefa út veð- bókarvottorð með slíkum fyrir- vara. En ef við gerum ráð fyrir að svo sé gætu alvarlegustu afleiðing- ar fyrirvarans orðið þær að þeir sem hafa látið eða láta glepjast til að nota slíkt vottorð í viðskiptum missa bótarétt vegna tjóns sem þeir bíða af því að vottorðið reynist rangt. Ákvörðun þinglýsingadómarans í Reykjavík og yfirborgardómara með þeim hætti sem hér hefur ver- ið lýst er ekki beinlínis verkfalls- brot, en hún er tilraun til að snið- ganga verkfallið, komast fram hjá áhrifum þess, láta sem ekkert verk- fall sé. - Og til þess að gera þetta er ekki skirrst við aö stofna fiár- hagsmunum hrekklauss fólks í hættu. í stað þess að þau viðskipti, sem veðbókarvottorð þarf til, hefðu stöðvast - svo sem víðast varð - halda þau nú áfram með vottorðum sem enginn veit með vissu hvort eru rétt eða röng. Við þessu væri e.t.v. ekki margt að segja, ef ekki væri verið að stofna hagsmunum ótiltekins fiölda manna í voða. Hve stór hundraðshluti manna skyldi átta sig á því að fyrirvara- veðbókarvottorð borgarfógetaemb- ættisins í Reykjavík geta verið hon- um tjónsgildra, valdið honum skaða sem hann fær e.t.v aldrei bættan, einmitt vegna fyrirvarans? Hér hefur ófagur leikur verið leik- inn. Verkfallsmenn mega hugsa til þinglýsingadómarans og yfirborg- arfógetans með mátulegu þakklæti fyrir að gera sitt til að lengja verk- fallið með því að draga úr áhrifum þess. Lagagildið eitt sker ekki ávallt úr um réttmæti gerða manna. Finnur Torfi Hjörleifsson Hugsum fram á veginn! ... V T X -"1 . ...ifí'#' .V# r '"tL - . "'• " ■ ' /</ Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! ||u^fefiðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.