Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1989, Page 32
F R ETTAS KOTIÐ mimsgmk'''ámmaa»t. mmmm ' mmmm ____________________________________________________ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1989. Krian er komin á Reykjavíkurtjörn. Árrisulir borgarbúar vöknuðu við gargið í henni og fögnuðu þessum ~f;ma flugfugli. Lúin eftir langt flug settist kría á Ijósastaur, svona rétt fyrir Ijósmyndarann meðan hann mundaði græjurnar. DV-mynd S Togaraflotinn: Grálúðan undir ís Togaraflotinn hefur ekki getað "Veitt grálúöu síðustu sólarhringa vegna hafíss sem er yfir gráluðumið- unum út af Vestfjörðum. Lítilla breytinga er að vænta næstu daga þar sem allt útlit er fyrir að suðvest- anáttin verði ríkjandi næstu dægrin. Það gæti komið sér illa fyrir togar- ana ef ekki verður breyting á - þar sem grálúðuveiðar eru árstíða- bundnar. Venjulegast lýkur þeim seint í mai og í síðasta lagi í byrjun júnímánaðar. -sme Nauðlentu í Noregi Lítil tveggja hreyfla einkaflugvél nauðlenti í sjgnum fyrir utan Krist- ianssand í Noregi á miðvikudags- kvöld. Tveir menn voru í vélinni, Stefán Ámason og Gunnar Þorvalds- son. Vélin átti ekki langt eftir að flug- brautinni þegar slokknaði á báðum hreyflunum. Áttu mennirnir ekki annars úrkosti en að nauðlenda vél- inni á sjónum. Var þeim bjargað fljótlega um borð í báta og síðan flutt- ir á sjúkrahús. Stefán mun vera rifbeins- og hand- leggsbrotinn en Gunnar slapp með skrámur og fer af sjúkrahúsi í dag. Vélin mun vera mikið skemmd en hún var dregin á land í gær. Ekki er fullkomlega vitað um orsök slyssins. Leiða menn getur að því að eldsneytið hafi þrotið af ókunnum ástæðum. -hlh LOK! Kennarar eru tæpast í sókn! Kjaradeila háskólamarma: Nýtt tilboð kom frá ríkinu í nótt - sem byggir á samningum háskólákennara I nótt er leið lagði samninga- nefnd ríkisins fram tilboö í kjara- deilunni við háskólamenn. Þá var sáttafundi frestað og samninga- nefnd háskólamanna mun halda fund um tillöguna fyrir hádegi í dag. Tilboðið, sem ríkið lagöi fram í nótt, byggir á sömu saraningura og háskólakennarar gerðu á dögun- um. Gert er ráð fyrir um 8 pró- senta kauphækkun og að samning- urinn gildi til 30. júní á næsta ári. Þá eru í tilboðinu nokkrar breyt- ingar varðandi starfsaldur og fleira er færir fólk upp ura launaflokka. Samninganefnd háskólamanna hefur ekki til þess ljáð raáls á samn- ingum í þessa veru og hefur viljað fá allmiklu meira en þeir bera í sér. Gangi þeir aftur á móti að þessu tilboði sem samningsgrund- velli ættu samningalok ekki að vera langt undan. Ef þeir hafna til- boðinu verða þeir að koma með skriflegt gagntilboð. Þar raeð hefur sáttasemjari skrifleg tilboð frá báð- um aöilura en það hefur hann ekki haft fram til þessa. Fari samningaraálin enn í strand er búist við að sáttasemjari leggi fram sáttatillögu sína. Það er talin líklegri neyðarlausn en að vísa raálinu til gerðardóras. Til þess þarf samþykki beggja deiluaðila nema að ríkisstjórnin setji lög þar um. Hluti ríkisstjórnarinnar er sagöur hlynntur því að setja lög um að vísa málinu til gerðardóms en aðrir ráðherrar segja það aldrei koma til greina. -S.dór Kennurum sagt upp hús- næðinu í Sóknarhúsinu Hið íslenska kennarafélag hefur frá því verkfall þess hófst haft að- stöðu fyrir verkfadlsvöku, eins og það er kallað, í húsi Starfsmannafélags- ins Sóknar. Nú hefur kennurum ver- ið sagt upp þessu húsnæði og eiga þeir að rýma þaö í dag. Að sögn Hjördísar Antonsdóttur, starfsmanns Sóknar, er sú móðgun sem Sóknarfólk telur sig hafa orðið fyrir á fundi kennara með fjármála- ráðherra á dögunum ekki eina ástæðan. Húsvörðurinn í Sóknar- húsinu þarf að fara frá og þar af leið- andi er ekki hægt að leigja húsnæðið út eins og verið hefur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur Sóknar, sagði að búið hefði verið að tilkynna kennurum að þegar hús- vörðurinn færi í frí gætu þeir ekki haft húsnæðið áfram. Þær viðurkenndu báöar að við- brögð félaga í Sókn við ummælum sem féllu á fundi kennara og fjár- málaráðherra hefðu verið vægt sagt hörð. Margir heíðu, eftir þann fund, krafist þess að kennurum yrði vísað úr húsinu. En sem fyrr segir tóku þær Þórunn og Hjördís það skýrt fram að frí húsvarðarins væri aöal- ástæðan fyrir því að kennurum var sagt upp húsnæðinu. -S.dór Eimskip tapar 3 millj- ónum á hverjum degi Eimskip tapaði rúmum 3 milljón- um króna á dag fyrstu þrjá mánuði ársins eða alls 100 milljónir þrátt fyr- ir að félagið hafi flutt meira af vörum en áður. Vegna þessa hefur Eimskip sett ráðningabann og stefnt er að fækkun fastra starfsmanna. Þá verð- ur helmingsfækkun í sumarafleys- ingum frá fyrra ári. Þessi slæma afkoma stafar af lækk- un flutningsgjalda og hækkunar veigamikilla kostnaðarþátta í skipa- rekstrinum, að sögn Eimskips. Flutningsmagn félagsins jókst um 33 prósent á árunum 1984 til 1988 á meðan heildartekjur á fóstu verði hafa aukist um 2 prósent. -JGH Meðaltalsfegurð farþega með flugvél Flugleiða til Akureyrar í hádeginu á miðvikudag hefur að öllum líkindum verið talsvert meiri en gengur og ger- ist, enda voru meðal farþega stúkurnar sem keppa um titilinn „ungfrú ís- land 1989“ með sjálfa alheimsfegurðardrottninguna, Lindu Pétursdóttur, í broddi fylkingar. Stúlkurnar fengu blómvönd frá Sjallanum við komuna norður og í Sjallanum sýndu þær sig um kvöldið og sýndu einnig föt við fögnuð viðstaddra. DV-mynd gk Kveikt í vinnuskúrum Slökkvihð Reykjavíkur var kallað að bækistöðvum Vegagerðarinnar við Vesturlandsveg í gærkvöldi. Þar var eldur í tveimur vinnuskúrum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en hann hafði ekki náð að breiðast mik- iö út. T T í Á M K a ORIENT BÍIALEJGA Veörið: Ekki bjart framundan Ekki er von til þess að landsmenn baði sig í sólinni næstu daga. Suð- vestanátt ætlar að ríkja á og við landið. Ekki verða sterkir vindar og hætt er á að súld verði víöa. úrDVwuiAkl fslands. *. fengnar arlandls v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.