Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1989, Síða 32
F R E T /\ S l< O T i Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrlft - Dreifingr Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FOSTUDAGUR 26. MAI 1989. Hjólabrettalist er þekkt fyrirbæri úti i hinum stóra heimi en lítið hefur sést til slíkrar snilldar hér á landi. Á sýningunni Vorið 1989 í Reiðhöllinni sýna fjórir enskir hjólabrettakappar listir sinar. Leikurinn fer þannig fram að þátttakendurnir renna sér á brettunum inni í hálfhring. Hraðinn verður mikill en listin er fólgin í því að snúa sér á alla kanta í háloftunum en '««amt halda sig við hjóiaborðið og auðvitað lenda aftur á öllum hjóium. Á 'myndinni er einn á fullum snúningi á leið niður aftur en félagi hans fylgist með. DV-mynd KAE Strokufanginn: Fannst í nótt í kjallaraherbergi Lögreglan fann í nótt strokufang- ann af Litla-Hrauni. Hann var í kjall- araherbergi í vesturbæ Reykjavíkur. Fanginn strauk af Litla-Hrauni á >sjg*iðjudag. í morgun var ekki farið ' ■' að yfirheyra hann um hvar hann hefði verið og hvað hann hefði að- hafst þá daga sem hann var utan muranna. Fanginn er rétt innan við tvítugt. Hann er að afplána um eins árs fang- elsisdóm - auk viðbótarrefsingar vegna innbrots sem hann framdi síð- astliöið haust - en hann hafði þá strokiö frá Litla-Hrauni. Forsætisráðherra líst miklu betur á álver fyrir austan: Gott lands byggðarmal jarðgöng gera Fljótsdalsvirkjun ekki ódýrari „Það virðist vera að koma skrið- ur á hugsanlega stækkun álvers- ins. Ef þaö yrði niðurstaðan er mjög líklegt að áætlunin yrði byggð á virkjun fyrir austan, á grundvelli Fljótsdalsvirkjunar, eftir nokkur ár,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra en umræða um álver hefur öðlast nýtt líf í kjöl- far breyttrar verkhönnunar á Fljótsdalsvirkjun. Er þá talað um að jarðgöng leysi aðrennslisskurði af hólmi og mun það flýta fram- kvæmd verksins. Einnig er taliö að þetta geft færi á pólitískri lausn í ríkissljóminni en afstaða Alþýðu- bandalagsins til álvers hefur verið neikvæð hingað til. Steingrímur J. Sigfússon sám- gönguráðherra tók fram að engar viðræður hefðu verið nýlega í rík- isstjóminni um álver og engar ákvaröanir teknar. „Þó að það kunni að vera álitlegir kostir að grafa jarögöng þar sem áður vora áformaðir skurðir þá hélt ég að það væru þannig hlutir sem væra þannig vaxnir að það tæki langan tíma að gera á þeim fullnægjandi kannanir. Jarðgangagerð er flókin líka og mér kærai á óvart að það væri hægt að slá því fóstu að þarna væri hægt að fara út í jarðgöng bara af því að einhver verktaki segi það. Ég er þó ekkert að kasta rýrð á þann möguleika. Það er vel lík- legt að það sé álitlegt,“ sagði sara- gönguráðherra. Með þessum hugmyndum er rætt um að stækka álverið í Straumsvik um 120 þúsund tonn. Það yrði þá 185 þúsund tonn. Síðan er rætt um að reisa nýtt álver á Austurlandi upp á annað eins. Álframleiðsla í landinu myndi þá þrefaldast. ,JVIér líst miklu betur á þessa hugmynd um nýtt álver fyrir aust- an en stækkun hér fyrst. Það yrði að sjálfsögðu gott landsbyggðarmál að dreifa þessu dálítið,“ sagði for- sætisráðherra. Að sögn Jóhanns Más Maríus- sonar, aöstoðarforstjóra Lands- virkjunar, er ekki gert ráð fyrir því að Fljótsdalsvirkjun veröi ódýrari þó að jarðgöng verði grafin. Það sem fengist með því væri fyrst og fremst tímaspamaöur og aukíð ör- yggi við rekstur. Auk þess yrðu umhverfisspjöll minni. Þá má geta þess að kostnaður við Fljótsdals- virkjun, sem er dýrasti virkjunar- kostur sem Landsvirkjun á, var talin 17 milljarðar við síðustu ára- mót -SMJ fyrir 200 tonn af grálúðu Togarinn Víðir fiá Hafnarfirði seldi 200 tonn af grálúðu á Fisk- markaðnum í Hafnarfirði í fyrra- dag fyrir 10 milljónir, Fyrir grá- lúðuna fengust að jafiiaði 50 krónur fyrir ktíóið. Víðir var alls 6 daga í túmum og fóru þar af 2 sólarhringar í siglingu en grálúðan er veidd í Víkurálnum fyrir vestan, nánar tiltekið á svokölluöu Hampiðju- torgi en það dregur nafii Sitt af úfnum botni sem skemmir veiö- arfæri. Skipstjóri á Víði er Gísli Ambergsson. -Pá Urðun sorps í Kópavogi: Formleg umsókn hefur boríst „Við höfum verið á einum fundi með Kópavogsmönnum um þessi mál og þeir hafa skilað inn formlegri umsókn um uröun sorps í Leirdal. Áður en ákvörðun verður tekin þarf að leita umsagnar aðila eins og Nátt- úravemdarráðs, skipulagsyfirvalda og heilbrigðisnefnda. Þetta mál er þannig vaxið að við verðum einnig að fá umsókn fleiri aðila,“ sagði Ólaf- ur Pétursson, forstöðumaður meng- unardeildar Hollustuverndar, í sam- tah við DV. Eins og DV skýrði frá í gær hafa stjórnvöld í Kópavogi uppi áform um urðun sorps í Leirdal, rétt við Fífu- hvamm í Kópavogi. Staðurinn er milli 300 og 500 metra frá byggð í Seljahverfi í Breiðholti. Þaö gerir málið sérstakt að sögn Ólafs. „Við hefðum helst kosið að ekki hefði þurft að koma til þess að stofna nýja sorphauga á höfuðborgarsvæð- inu, þótt til bráöabirgða séu. En það er spuming ef ekki verður hjá því komist." -hlh 41 á of miklum hraða Lögreglan í Reykjavík kærði 41 ökumann fyrir of hraðan akstur á miðvikudag. Einn ökumaður missti ökuréttindin. Hann var tekinn á Kringlumýrarbraut á 116 kílómetra hraöa. -sme LOKI Mér sýnist Davíð vera að moka Kópavogssorpinu yfir bæjarmörkin! Veörið á morgun: Væta og lítill hiti Á morgun verður norðan- og norðvestanátt og víða skúrir um vestanvert landið en suðvestan- átt og rigning á Austur- og Norð- austurlandi. Hitinn verður 4-7 stig. a ORIENT BÍIALEIGA v/FIugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.