Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Síða 2
20
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989.
Hús og garðar
Mikill gróður, heilur og steinar. Lengst til vinstri er göngustígur með stökum
hellum og völusteinum. Fjærst má sjá stóra, óreglulega, hraunsteina sem
eru hlaðnir í lágan vegg til að afmarka garðbeðið. DV-mynd JAK
Hönnun garða:
Hellur, gijót og gróður
í fallegu samspili
Hægt er að velja um ótrúlega mik-
iö af hellum og steinum. Mjög mis-
jafnt er hvað hentar best og taka
þarf tillit til umhverfisins við valið.
Úrvalið er þó það mikið aö allir ættu
að geta fundið eitthvað við hæfi.
Varast skal þó að þlanda of mörgum
tegundum af hellum og steinum sam-
an því þá næst ekki heildarsvipur.
í innkeyrslur
oggróðurbeð
Fyrir innkeyrslur er talið hentug-
ast að nota litlar hellur sem þola
mikinn þunga. Svokallaðir I-steinar
eru gjarna notaðir þar en.bæði er að
auðvelt er aö leggja þá og einnig er
minni hætta á að þeir brotni undan
þungum bílum.
Sandur og vikur henta velígróð-
urbeð þar sem þessi efni halda betur
hita en gróðurmold. Vikurinn dregur
í sig raka þegar blautt er í veðri en
gefur hann frá sér í þurrviðri.
Ígöngustígaog
til skreytingar
Stærri steinar eru gjarnan notaðir
til skreytinga og í göngustíga. Sigur-
steinar eru smáir og dreifast um.
Þeir eru því ekki mjög góðir þar sem
umgangur er mikill en afar fallegir
í skreytingum.
Göngustígar eru oft hannaðir
þannig að stakar hellur eða plankar
eru settir niður með hæfilegu milli-
bili sem passa gönguhraða og svo er
völusteinum dreift á milli.
Margir hafa náð að gera mjög fall-
ega garða sem minna helst á villta
náttúruna með því að hafa stór björg
og plöntur sem passa við svo sem
loðvíði eða einitegundir.
Semlausn
áhæðamismun
Hæðamismunur í görðum veldur
fólki oft miklum heilabrotum.
Skemmtileg lausn á þessu vandamáli
eru hinar svokölluðu stoðveggjaein-
ingar eða U-steinar sem hægt er að
raða á ótal vegu. Til dæmis má raða
þessum steinum upp í síhækkandi
blómaker og leysa þannig hæðarmis-
muninn. Einnig má leysa hæðar-
vandamál með aflíðandi grjóthleðslu
eða grasflöt á nokkrum hæðum með
blómabeðum á milh.
-BÓl
Hönnun og skipulagning garða fer
nú fram á allt annan hátt en áður.
Algengt var að mold væri dreift um
garðinn, grasfræi síöan sáö eða þök-
ur lagðar. Svo um leið og grasið var
vaxið og byrja þurfti að slá var gam-
anið búið.
Varanlegt
ogviðhaldsfrítt
Það færist þvi sífellt í vöxt að fólk
leggi hellur í garöa sína og losni
þannig að einhverju leyti við garð-
sláttinn. Lítil grasflöt, hellur, blóma-
beð og möl í fallegu samspili er tónn-
inn í garðahönnun í dag.
Mörgum vex í augum vinnan við
hellulagningar en hellur eru varan-
legar. Þegar búið er að leggja þær
þarf ekki að gera neitt meira og við-
hald þeirra er sáralítið ef nokkurt.
í flestum tilvikum sjá fagmenn um
hellulögn en ef pyngjan er létt og
sumarfríið framundan þá er tilvalið
að spara sér peninginn með því að
taka til hendinni sjálf/ur. Ráðlegast
er að byrja verkið á því að fá góð ráð
hjá garðyrkjumönnum eða skrúð-
garöyrkjumeisturum. Svo er bara að
skella sér í vinnugallann, bretta upp
ermarnar og af stað.
Frostþolinn jarðvegur
nauðsynlegur
Undirvinnan er afar mikilvæg. Það
þarf að fjarlægja allan jarðveg sem
þenst út í frosíi svo sem mold eða
leir. Ef þetta er ekki gert munu hell-
umar skríða til í fyrsta frosti og
verða ójafnar. Þess vegna er mikil-
vægt að setja gott lag af frostþolnum
jarðvegi undir.
Fyrst er lagt 40-50 cm þykkt lag af
malarsandi eða svokallaðri grús. Ef
mGARDENA
Turbo-sláttuorf
Fyrir vandláta garðeigendur.
Með öryggishlíf og
sjálfvirkri þráðarstillingu.
GARDENA
Turbo sláttuorf 250
Verð
GARDENA
Turbo sláttuorf 300.
Verð 7310.-
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780
i£' GARDENA samhæfð garðverkfæri
....................... ■ ■ - ,LI'
Til að losna við garðsláttinn:
Nýjungar úr steini
jarðvegurinn er mjög rakur, til dæm-
is mýrarmold, þarf grúsarlagið að
vera þykkara. Ofan á grúsina er svo
sett 5-7 cm þykkt lag af sandi. Undir-
lagiö er svo jafnað út, bleytt og þjapp-
að, helst með vélþjöppu.
Undirlagiðverður
aðvera slétt
Línur era nú strengdar á nokkram
stöðum yfir sandinum, í þeirri hæð
sem hellumar eiga að vera. Til að fá
yfirborðið nákvæmlega slétt er best
að leggja tvö rör eftir sandinum og
mæla svo þykkt hellnanna frá röran-
um og upp í linurnar. Þannig er hæð
sandsins ákvörðuö og þá er bara eft-
ir að jafna hann endanlega með rétt-
skeið og hallamáli.
Nú er aðeins hellulögnin sjálf eftir.
Hellumar era lagðar alveg upp að
næstu hellu og látnar skella snöggt
og ákveðið niður. Það þarf að gæta
þess að hellurnar komi jafnt niður
svo að yfirborð sandsins raskist ekki.
Ef það gerist verður aö taka helluna
upp aftur, jafna sandinn og reyna
aftur.
Þó að hellumar skekkist örlítið eða
Hellunum er skellt snöggt niður og þess er gætt að þær komi jafnt niður
svo að yfirborð sandsins undir raskist ekki. Þetta eru l-steinar sem eru
þægilegar í lagningu og henta vel í innkeyrslur. DV-mynd JAK
færist til þá er auðvelt að laga það
með því að slá þær á sinn stað með
gúmmíhamri eða trékubb. Ef ein-
hverjar hellur standa hærra að af-
loknu verki má reyna að ýta þeim
niöur með því að stappa á þeim eða
pressa með trékubb. Gangi ekki að
jafna helluna svona verður að taka
hana upp og minnka sandinn sem
er undir.
Allarrifurfylltar
Þá er allt á lokastigi og aðeins eftir
að sópa yfir stéttina með sandi til að
fylla í allar raufar. Ef stærri rifur
hafa myndast, til dæmis upp við hús-
veggi, er best að fylla þær með se-
mentsblönduðum sandi þvi að se-
mentið heldur aftur af grasvexti.
-BÓl
Klakkar eru notaðir til þess að afmarka svæði og takmarka bílaumferð. Um helgina verður haldin sýning á hellum
og steinum á sérstöku sýningarsvæði BM Vallár við Breiðhöfða 3. DV-myndir Brynjar Gauti
Um þessar mundir era að koma á
markaðinn svokallaðir klakkar. Þeir
era hannaöir í þeim tilgangi að tak-
marka umferð við heimili og víðar.
Einnig eru þeir heppilegir til þess að
afmarka reiti og bílastæöi.
Það er BM Vallá sem framleiðir
steinana og era þeir til í þremur
stæröum. Auk þess er mögulegt að
fá þá með keðjufestingum eða með
ísteyptu rafmagnsröri fyrir ljósker.
Fyrirtækið framleiöir einnig svokall-
aða setklakka sem sameina notagildi
áðumefndra klakka og sæti þar sem
hægt er að tylla sér á.
Um næstu helgi verður haldin sýn-
ing á sýningarsvæðinu að Breiðhöfða
3. Þar mun gefa að líta hellur og
steina á sérstaklega hönnuðu svæði.
Sýnd verða ýmis sýnishorn af nýleg-
um sem eldri vörum sem henta til
að prýða garða og víðar.
-ÓTT
Hellulagning er lausnin