Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Qupperneq 10
28
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLl 1989.
Hús og garðar
Grétar Helgason og Erla Jónsdóttir í garðinum sem eitt sinn var aðeins
vinnuport. Með þeim á myndinni eru dæturnar Linda Rún, Hildur Edda og
Helga Lára. Stóru trén voru gróðursett á síðasta ári og þola þau vel breytt-
ar aðstæður. Hægra megin er steinabeðið góða þar sem skuggþolnu fjöl-
æru plönturnar og yllistrén eru staðsett og þrifast vel. DV-mynd JAK
Vinnuporti við
Laugaveginn breytt
í sælureit
Við aðkomu hússins (norðurhlið)
eru m.a. gljávíðir, birkikvistar,
baunatré og garðahlynur. Hvíti litur-
inn framkallar stílbrigði trjánna.
DV-mynd BG
Húsið hleypur ekkert
frá manni
„Eftir hádegi verður mjög sólríkt á
flestum stöðum við suður- og vestur-
hliðina,“ segir Grétar. Reyndar kem-
ur aldrei sólskin í steinabeðið á suö-
urhliðinni þar sem veggur skyggir á
frá suðri. Þar þrífast skuggþolnar fjö-
lærar plöntur mjög vel - gróðurinn
þarf ekki endilega sólskin - birtan
er nægileg. í einu skuggahominu
gróðursettum við tvær ylhsplöntur
og þær hafa tekið mjög við sér frá
því í fyrra. Við gróðursettum svo tvö
15 eða 20 ára gömul reynitré í fyrra
og þau spjara sig prýðilega. Ég hef
lagt möl að stofnum tijánna - þá er
maður laus við mosa cg gras.
Við aðkomu hússins, við norður
hliðina, settum viö gljávíði sem
myndar skjól, nokkur baunatré, ösp
og svo garðahlyn og birkikvistar sem
verða mjög snotrir. Við vesturhliðina
reistum við hvítan skjólvegg sem
framkallar mjög stílbrigði tijánna.
Þar var áður gamall steinveggur sem
gjarnan mátti missa sig - sólarinnar
nýtu þar meirihluta dagsins."
Á lóðinni hafa verið lagðar hellur
í stærðunum 40x40 og 20x20. Auðsjá-
anlega er hægt aö aðlaga steininn vel
að gönguleiðum, leiksvæði og gróðri
með því að nota tvær stærðir. „Það
er hægt að ná fram skemmtilegu
mynstri með því að nota stórar og
litlar hellur saman,“ segir Grétar.
Seinna meir, þegar við flytjum okkur
líka niður á neðri hæðina, sem enn
er ófullbúin, ætlum viö að tengja
íbúðina við garðinn með því að setja
tröppur út, annaðhvort úr eldhúsinu
eða borðstofunni. Það er best að
framkvæma hlutina dálítið eftir
hendinni. Það liggur ekkert á. Húsið
hleypurekkertfrámanni. -ÓTT
Stoðveggjakerfið leysir margvísleg vandamál á auðveldan hátt. Horneiningar gefa mikla mögúleika við hinar ýmsu hleðslur.
Stoðve
B.M. Vallá kynnir nýtt
kerfi steinsteyptra ein-
inga sem gefa garðinum
þínum stílhreint og
glæsilegt yfirbragð
Með Stoðveggjaeiningum færð þú
stílhreinan og fallegan garðvegg og
leysir hæðarmismun auðveldlega.
Einnig er hægt að útbúa stærri
blómaker með Stoðveggjaeiningum
svo og ýmsar aðrar skemmtilegar
hleðslur.
Stoðveggjaeiningarnar eru framleiddar
úr járnbentri, veðrunarþolinni
steinsteypu. Uppsetning er einföld og
festingar fylgja með.
jakerfið
* Óteljandi
möguleikar á útfærslum
Stoðveggjakerfið býður upp á ótæmandi
möguleika við lausn margvíslegra
vandamála við skipulagningu garða og
svæða í kringum einbýlishús, fjölbýlis-
hús, fyrirtæki, stofnanir o.s.frv.
Pantanasími er (91) 68 50 06.
Hafðu samband við okkur,við munum
með ánægju veita þér allar frekari
upplýsingar.
B.M. VALLÁf
TT
Steinaverksmiðja
Söluskrifstofa Breiðhöfða 3
Sími (91) 68 50 06
Aðalskrifstofa Korngörðum 1
104 Reykjavík
Sími (91) 680 600
Við bakhús nokkurt við Laugaveg-
inn, sem byggt var árið 1905, ríkir
sannkölluö útiverustemning og
gróðursæld. Þar hafa hjónin Grétar
Helgason úrsmiður og Erla Jóns-
dóttir sannreynt að hægt er að breyta
hálfgerðu „njólaporti" í fallegan
gróður- og útivistarreit. Við breyt-
ingarnar á lóðinni hefur nú skapast
mjög ákjósanleg aðstaða fyrir börn
við húsið. Nokkuð sem ýmsir eiga
erfitt með að ímynda sér að sé mögu-
legt við stærstu verslunargötu ís-
lands.
„Árið 1920 bjuggu 14 fullorðnir í
húsinu og ekki veit ég hvað mörg
börn - það er synd að eigendumir
hafi ekki tekið til hendinni fyrr,“
segir Grétar sem hyrjaði á að skipta
um jarðveg í lóðinni árið 1984.
„Við höfum verið að færa til plönt-
ur og finna út heppilegustu staðina
fyrir þær. Þannig hafa t.d. tegundir
sem blómstra snemma verið settar
fyrir aftan þær sem blómstra seint.
Með því móti njóta þær sín jafnt yfir
sumarið. Ég held að það sé komið
nokkuð mikið jafnvægi á gróðurinn
núna. Grasflötin er laus við mosa
enda held ég að við höfum verið
heppin með þökur. Auk þess er sleg-
ið oft og krakkarnir leika sér á flöt-
inni.
Hleðslur sem gefa görðum, svo og umhverfi fyrirtækja og
stofnana glæsilegt yfirbragð.
Hæðarmismunur leysist auðveldlega með Stoðveggjaeiningum.