Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1989, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989.
37
DV
Þegar málning flagnar
- Hvað getur þú sagt um hús sem
sögð eru í lagi en málning flagnar
samt af?
„Til eru tilfelli þar sem málning
flagnar af án þess að um steypu-
skemmdir eöa raka sé að ræða. Það
er í flestum tilfellum því um að kenna
að þar hefur verið málaö á duftsmit-
andi undirlag. Til að ganga úr skugga
um slíkt er nóg að strjúka fingrum
eftir yfirborðinu. Þegar vatnsþynn-
anleg málning er notuð á slíka fleti
nær hún ekki að smjúga í gegnum
duftið. Þá er bara spuming um tíma
hvenær byrjar að flagna.“
- Meinar þú að í 90% tilvika sé í lagi
að mála hús án þess að vandamál
komi upp?
„Nei, en það er hægt að segja það
með þeim formerkjum að með rétt-
um aðferðum sé hægt að láta þessi
efni, sem eru á markaðnum, endast
í 10-15 ár án verulegs viðhalds.
Vandamálahúsin eru í hinum tíu
prósentunum eða þar undir. Þá þarf
jafnvel að klæða húsin. í sambandi
við þær byggingar þar sem ekkert
sérstakt er að, nema kannski litlar
sprungur í pússningu eða út frá
gluggum, er hægt að gera við þannig
að það sé til friðs.“
- Hvað er til ráða þegar húseigandi
uppgötvar að flöturinn er duftsmit-
andi?
„Ef veggur er duftsmitandi er ann-
aðhvort að fjarlægja duftið eða binda
það. Ef veggurinn er háþrýstiþveg-
inn skilar það yfirleitt árangri. Einn-
ig er hægt að nota duftbindandi
grunn (festi). Hann verður þó að setja
á í mátulega miklu rnagni."
Hvemig virka vatns-
fælur?
- Hvað um vatnsfælur?
„Það hefur verið sýnt ffam á að
verulega er hægt að lækka rakastig
í veggjum með monosilan eöa siloxan
svo framarlega sem ekki er málað
strax yfir. Efnin virka þannig að eft-
ir að þau hafa verið borin á sogast
regnvatn ekki lengm- inn í steypuna
en hún hleypir óæskilegum raka út.
Ef mikill raki er í veggjum er þetta
rpjög heppilegt. Hvort þarf svo að
nota silan imdir málningu við eðh-
legar aðstæður er svo aftur spurning
og hvaða vatnsfælu á þá að nota. Því
vatnsdrægari sem steypan eða múr-
húðunin er, því meiri ástæða er til
að nota vatnsfælur. Þetta er nú verið
að rannsaka - samnotkun á vatns-
fælum (silan) og málningu í stein-
steyptum veggjum."
- Nú eru til bandarískar reglugerðir
um notkun á silikonefnum sem hafa
verið á markaði hér ffá 1960 - hvers
vegna voru þau ekki notuð fyrr en
raun ber vitni?
„Þau efni voru fyrst og fremst tahn
góð og gild á fleti sem ekki átti að
mála. Monosilan og siloxan efni hafa
ekki verið áberandi á markaði hér
fyrr en á þessum áratug. Yflr þau er
aftur hægt að mála. Það eru veruleg-
ar likur á því að þessi efni geri steyp-
unni ekki ógagn. Það er aftur spurn-
ing um hvenær ástæða er th að nota
þau. Ef sprungunet er fyrir hendi er
efnið mjög æskhegt. Nokkrir val-
kostir eru fyrir hendi: Sá fyrsti er
að setja aðeins vatnsfælu á sprungu-
net og fíngerðar sprungur á rigning-
arhhöum húsa. Annar er að bera á
fíngerð net á öhu húsinu. Sá þriðji
er að setja á rigningarhliðar hvort
sem sprungur eru eða ekki og sá síð-
asti er að bera á aUt húsið og tryggja
sig betur þannig. Það er auðvitað
dýrast.
Þannig eiga skilyrðin
aðvera
þegar málað er
- Hver eru helstu atriðin sem á aö
hafa í huga við málningarfram-
kvæmdir fyrir utan að gá til veöurs
og skoða auglýsingar?
„Þegar málað er á nýjan múr eða
vegg er aðalatriðið að fletir séu ekki
duftsmitandi. Síðan þegar menn eru
vissir um aö undirlagið sé í lagi þurfa
skUyrðin að vera í lagi.
- Efmaðurætlaraðmálameðvatns-
þynntri málningu má veggminn ekki
vera of þurr.
GARÐASTÁL
Aratuga ending - margir litir
Hús og garðar
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Rögnvaldur S. Gislason er efnaverkfræðingur og gefur lesendum góð ráð
um málningarframkvæmdir. Hann segir að neytendur eigi að geta fengið
meira fyrir þá peninga sem það notar til þeirra verka. DV-mynd S
(§} GARDENA
Plöntuúðari
- Ef fólk ætlar að mála með terpen-
tínuþynnanlegri (akryl) málningu
verður flöturinn helst að vera þurr.
- Þegar á að bera á vatnsfælu- eða
sUanefni er betra að undirlagiö sé
sem þurrast. Þannig á undirlagið
ekki aðeins að vera fast heldur á líka
að taka tilht til aðstæðna.
- Ef við málum með vatnsþynnan-
legri plastmálningu má hitastigið
ekki vera of lágt.
- Það má heldur ekki vera of mikið
sólskin þvi þá þomar öh málning of
fjótt og erfitt er að ráða við hana.
Undirbúningur, flötur og aðstæður
skipta meginmáh.
- Síðan ef menn em með vatns-
þynnanlega málningu þarf að nudda
henni vel inn í vegginn - sérstaklega
ef notuð er nUla.“
Endurmálun
- Hvað ráðleggur þú í sambandi við
endurmálun?
„Gífurlegur flöldi tilfeUa mn flagn-
aða veggi em aUt í kringum okkur.
Það stafar af því að laus málning,
sem er undir, er ekki fjarlægð. Þegar
gömiU og þykk málning flagnar af
kemur duftsmitun oft í ljós þar sem
ekki hefur verið rétt að málum stað-
ið í upphafi. Best er að fjarlægja aUt
af en það er dýrt.
í mörgum tilfeUum byggist þetta á
því að húseigendur átti sig á þessu
og byrji á að leggja út í kostnað við
að hreinsa af húsinu. Stundum al-
veg, stundum að hluta til en oft dug-
ir minna til. Ef málningin situr gegn-
umgangangdi fóst á húsinu er yfir-
leitt ekki ástæða til þess að fjarlægja
hana. En þetta verður að byrja á að
skoða. Þetta getur verið spurning um
að meta og fá niðurstöðu um hvað á
að fjarlægja mikið. Þetta kostar oft
mikið en getur skipt sköpum um
hvort þarf að mála aftur eftir 2-3 ár
eöa eftir 10-15 ár. Seinni kosturinn
er að öUu leyti betri."
Kostnað við ráðgjöf
er hægt að lækka
- Þarfþaðaðtakasérfræðingameira
en 1-2 klukkustundir að koma og
meta húseignir?
„Ég er klukkutíma að líta á húsið
en skýrslugerð getur tekið fjóra
tíma.“
- Erekkihægtaðstyttaþennantíma
og þar með kostnað með því að hafa
staðlað form sem vant vélritunarfólk
er fljótt að afgreiða?
„Kostnaður við ráðgjöf núðað við
aðgerðir er aðeins lítill hluti af heUd-
arkostnaði. En það er rétt að það á
að vera hægt að hagræða hlutum
betur í þessu sambandi. Vandamálið
er kannski frekar aö fólk leitar frek-
ar beint til verktaka fremur en
óháðra ráðgjafa. En það á að vera
hægt að útbúa einfalt eyðublað sem
fljótlegt er að vinna með. Málin geta
verið flókin en það á samt að vera
hægt að taka kúfmn af þessum við-
haldsmálum og nota aUavega þá
þekkingu sem er fyrir hendi - það
myndi spara húseigendum stórfé.
Slíka þekkingu og upplýsingar mætti
svo endurskoða í ljósi niðurstaðna
úr nýjum rannsóknum.
Þörf á kynningarátaki
Ég hef séð dæmi um ýmsa verktaka
sem hafa framkvæmt gjörsamlega
vonlaus verk og notað efni sem aUs
ekki eiga við miðað við þá þekkingu
sem er fyrir hendi. Þaö er ljóst að
það er þörf á kynningarátaki. Margir
hringja hingað og spyrja um hvaða
efni sé best að nota. Það fólk gerir
sér ekki grein fyrir því aö fyrst verð-
ur maður aö spyrja um hvar eigi að
nota efnin. Þama þarf fyrst og fremst
að skoða aðstæður og taka svo
ákvörðun í framhaldi af því. Þaö er
ekki til neitt eitt efni sem er best.
ÖU efni hafa sína kosti og gaUa. Þess
vegna er svo mikUvægt að velja efni
eftir aðstæðum."
- Telur þú að auglýsingar gefi ranga
mynd af meðhöndlun og eiginleikum
málningartegunda?
„Já, alveg tvímælalaust. Margar
auglýsingar gefa ekki rétta mynd af
ástandinu. -ÓTT
Áburðargjöf og
vökvun með
stillanlegri
úðun.
Verð 1172.-
Hægt er að setja
uppleysanlegan
áburð í úðarann.
Þið veljið áburð-
inn eftir pöntun.
Verð 234.-
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík - Síml 91-680 780
$ GARDENA samhæfð garðverkfæri
. . ' ' ; '
CkKltft sólarplast
TVÖPALT og ÞREFALT
FYRIR GBÓÐURHÚS OG SÓLSKÁLA
Kj Háborq hf
Skútuvogi 4
~ 19 S: 82140 & 680380
Góð einangrun.
cfooyL hefur 50% betri
einangrun en einfalt
gler og er helmingi
léttara.
dociyt er úr acryl
plastgleri sem hefur
meiri veðrunarþol en
önnur plastefni.
CkKflfL er einfalt í
uppsetningu með
álprófílum.
PLAST í PLÖIUM ER OKKAR SERGREIN