Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 2
2
MÁNUDAGUR Í7. JÍJLÍ'1989.
Fréttir ___________________________________________________
Ferð forseta um Austur-Skaftafellssýslu:
Borðhald á jökli
]ú]ía Imsland, DV, Homafirði:
Dagskrá vegna heimsóknar forseta
í Austur-Skaftafellssýslu var fram-
haldiö sunnudaginn 16. júh, þó með
smábreytingum.
Áætlað hafði verið að sigla út fyrir
Hornaíjarðarós en sökum þoku var
hætt við sjóferðina og haldið út í
Skógey í fylgd Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra en þar var glamp
andi sól og hiti. Sýndi hann forseta
það mikla uppgræðslustarf og heft-
ingu sandfoks og eyðingar sem þar
hefur farið fram.
Úr Skógey var haldið upp á Skála-
fellsjökul undir leiðsögn Steinþórs
Einarssonar, oddvita Mýrahrepps.
Leiðin upp á jökul er hrikaleg og
útsýnið stórkostlega fagurt. Farið
var um jökulinn á Miðfellsegg og inn
í Bimudal á snjóbíl og vélsleðum.
Hótel Höfn framreiddi hádegis-
verð, kalt sjávarréttaborð, á jöklin-
um. Borðið var gert úr snjó. Uppi á
því miðju var jaki úr jökullóninu og
í hann var höggvinn íslenski fáninn.
Rauðar rósir prýddu borðiö og góð
aðstaða var til að halda drykkjar-
fóngum ísköldum.
Af jöklinum var haldið niður í
Haukafell, land skógræktarinnar í
Haukafehi á Mýnun. Bæjarbúar á
Höfn tóku síðan á móti forsetanmn
með kaffiveislu í íþróttahúsi staðar-
ins. Lauk þar með heimsókn forseta
í Austur-Skaftafehssýslu.
Boðið var upp á kalt sjávarréttaborð á Skálafellsjökli.
DV-mynd Jóna Imsland
m
Akureyrarflugvöllur líktist alþjóðlegum flugvelli á laugardagsmorguninn
þegar þrjár þotur voru þar auk Fokker-vélar Flugleiða og annarra smærri
véla. DV-mynd gk
Fjórar þotur lentu á
Akureyrarflugvelli
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Þijár þotur Flugleiða og ein frá
Arnarflugi, sem voru að koma frá
Evrópu, þurftu að lenda á Akur-
eyrarflugvelh vegna þoku og lélegs
skyggnis í Keflavík og á Reykjavík-
urílugvelh.
Sú fyrsta kom aðfaranótt föstudags
og fór til baka um hádegi daginn eft-
ir. Á föstudagskvöldið komu síðan
tvær Flugleiðaþotur til viðbótar,
nýju þotumar Aldís og Eydís, og ein
Boeing 737 þota frá Amarflugi.
Ekiö var með farþega úr tveimur
þotunum, sem komu aðfaranótt laug-
ardags, í Staðarskála i Hrútafirði en
þangað komu bifreiðar frá Reykjavík
sem sóttu fólkið. Farþegar úr einni
þotunni biðu á Akureyri fram undir
hádegi á laugardag en þá komust
þeir í burtu. Þeir farþegar þurftu aö
- hafast við í flugstöðinni um nóttina.
Þotulaust varð orðiö á Akureyri síö-
degis á laugardag.
Saumastofan Tex-Stíll
til Akraness
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Reykvíska saumastofan Tex-StíU
hyggst flytja starfsemi sína tfl Akra-
ness og er búist við að fyrirtækið
muni veita þar um 25 manns atvinnu
ef af flutningi verður. Samningaviö-
ræður saumastofunnar og bæjaryflr-
valda á Akranesi hafa staðið yfir í
nokkrar vikur en gert er ráð fyrir
að niðurstaða fáist í þessari viku.
Eins og komiö hefur fram í DV
stendur hús Hensons á Akranesi
autt og mun Tex-Stíll væntanlega
flytja í húsið.
Atvinnuleysi iðnverkakvenn'a á
Akranesi hefur verið talsvert síðan
starfsemi Hensons stöðvaðist. Þann-
ig em 44 iðnverkakonur skráðar at-
vinnulausar nú. Tilkoma nýs fyrir-
tækis í fataiðnaði mundi lækka þá
tölu verulega.
Náist samkomulag milh Akranes-
kaupstaðar og Tex-Stíls mun At-
vinnuþróunarsjóður Akraness, sem
er í eigu bæjarins, kaupa hlutafé í
fyrirtækinu en einnig verður athug-
að hvort aörir aðilar hafi áhuga á
hlutafjárkaupum.
Enn er reglugeröum breytt vegna söluskattsmála:
Þurfum ekki
bankaábyrgð
- segir Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis
Að sögn Jóhanns G. Bergþórsson-
ar, forstjóra Hagvirkis, telja for-
ráðamenn fyrirtækisins að ekki þurfl
að leggja fram bankaábyrgð til að
komast hjá lokunaraðgerðum í kjöl-
far niðurstööu ríkisskattanefndar
sem úrskurðaði að fyrirtækið ætti
að greiða 108,1 milljón í söluskatt.
Vitnar Jóhann í því sambandi í nýja
reglugerð, no. 348, sem fjármálaráðu-
neytið gaf út í síðustu viku og er til
breytingar á fyrri reglugerö, no. 319,
um innheimtu á vangoldnum sölu-
skatti.
Telur Jóhann að þessi nýja reglu-
gerð gefi honum heimild áfram til
að gefa sérstaka drengskaparábyrgð
á meðan máhð er til meðferðar hjá
dómstólum. Telur Jóhann af og frá
að fyrirtækið geti lagt fram banka-
tryggingu en það myndi rýra mjög
rekstrarstöðu fyrirtækisins. Ef
drengskaparábyrgð dugar ekki þá
taldi Jóhann að hægt væri aö taka
veð í eigum fyrirtækisins þar til
meðferð málsins fyrir dómstólum
verður lokið.
Kjartan Þorkelsson, fufltrúi sýslu-
manns í Rangárvaflasýslu, sagði að
embættið hefði kröfuna enn til inn-
heimtu. Engin ákvörðun hefði þó
veriö tekin um hvernig að þeirri inn-
heimtu yrði staðið.
Þá má geta þess að sú lækkun sem
varð á meintri söluskattsskuld Hag-
virkis hjá ríkisskattanefnd er til
samræmis við það sem fært haföi
verið í ársreikning Hagvirkis. Fyrir-
tækið haföi sett inn þennan sölu-
skatt í ársreikning með fyrirvara,
.....vegna varfæmissjónarmiða."
-SMJ
Harður árekstur varð á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar um áttaley-
tið i gærkvöldi. Var tvennt flutt burt í sjúkrabil. Ekki er vitað nákvæmlega
um tildrög árekstursins en við þessi gatnamót er stöðvunarskylda á um-
ferð um Sogaveg. DV-mynd S
Þyrla Lanndhelgisgæslunnar
-ELA/DV-mynd S
Bílvelta varð við Hvamm í
Norðurárdal um hádegisbihð á
laugardag. Þrennt var í bílnum
og slasaðist allt nokkuð. Tveir
voru fluttir á sjúkrahúsið á Akra-
nesi en þyrla Landhelgisgæsl-
unnar flutti einn til Reykjavíkur.
Talið er að um ölvunarakstur
hafi verið að ræða.
Höfti:
Skemmdir á
bát í bruna
JúHa Imslaiid, DV, Hcfe
Slökkvilið Hornafjaröar var
kallað út kl. 17.30 á laugardag
vegna elds i Þinganesi SF 25 þar
sem þaö lá við bryggju. Töluverö-
ur eldur var í bátnum og mikill
reykur. Slökkvistaifið tók um
eina og hálfa klukkustund. Taf-
samt reyndist að komast fyrir eld
í glussatanki.
Mestar skemmdir vegna brun-
ans uröu á tækjum og húnaði f
brú og á rafkerfi í vélarrúmi en
vélar munu óskemmdar. Þinga-
nes er 70 tonna eikarbátur, smíð-
aður 1960 og hefur verið á humar-
veiðum.
Róleg ftelgi
í Reykjavík
„Þetta er ein rólegasta helgi
sem við höfum upplifað lengi,“
sagði varðsfjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík i samtali við DV í gær.
Fámennt var í miðbæ Reykjavík-
ur og svo virtist sem mikill flöldi
manna hefði lagt leið sína úr
bænum. Þó var nokkuð um hrað-
akstur á götum borgarinnar og
voru þrír ökumenn sviptir öku-
skírteinum sínum um miðjan dag
á laugardag. Mældust þeir allir á
yfir hundraö kílómetra hraða. Á
einum sólarhring tók lögreglan
fimmtán fyrir of hraðan akstur
og sjö fyrir ölvun viö akstur. Lög-
reglan átti von á mikifli umferð
í bæinn í gærkvöldi. -ELA
Mikil öhrun á
Þingvöllum og
Laugarvatni
Mikil umferð hefur veriö i
sveitunum kringum Selfoss um
helgina og fjöldi ferðamanna á
tjaldsvæðunum á Laugarvatni og
ÞingvöUum. Lögreglan á Selfossi
tók tólf ölvaða ökumenn á laugar-
dag og aðfaranótt sunnudags.
Ölvun var mikil á tjaldsvæðun-
um og sagði lögreglan á Selfossi
að vakt væri við þessa staði til
að fylgjast með ölvunarakstri. Þá
var talsvert um hraðakstur og
þurfti lögreglan að stöðva all-
margavegnaþess. -ELA
Tekinn á 143
Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyir
Ungur ökumaöur var tekinn í
Vaðlareit við Akureyri í fyrrinótt
og ók hann mun hraðar en æski-
legt er tahð.
Lögreglan mældi bifreið hans á
143 km hraöa. Var hinn ungi öku-
maður sviptur ökuleyfi sínu.