Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 4
4
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Fréttir______________________________________=____________________________________________dv
Opinber heimsókn forseta Islands í Austur-Skaftafellssýslu:
Lít svo á að ég sé
trúlofuð Öræfingum
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, kom í opinbera heimsókn í
Austur-Skaftafellssýslu laugardag-
inn 15. júlí.
Flugvél forseta lenti á Fagurhóls-
mýri kl. 9.15 og þar tók sýslunefnd
Austur-Skaftafellssýslu á móti for-
seta og fylgdarliði. Látil stúlka færði
frú Vigdísi blóm. Frá flugvellinum
var haldið að Hofgarði í glampandi
sólskini og hita og Öræfasveit skart-
aði sínu fegursta.
í Hofgarði tók hreppsnefnd Hofs-
hrepps á móti gestunum og þegar frú
Vigdís hafði gróðursett þrjár birki-
plöntur með aðstoö barna í sveitinni
var boðið upp á kafíi og ýmislegt
góðgæti með. Þorsteinn Jóhannsson,
oddviti Hofshrepps, bauð forseta og
aðra gesti velkomna og færði frú
Vigdísi að gjöf frá Öræfmgum fagur-
lega útskorið trafakefli úr skaft-
fellsku birki. í keflið var skorið með
rúnaletri nafn forseta og ljóðlínur
eftir Einar Benediktsson. Trafakeflið
var unnið af þeim feðgum Halldóri
og Hlyni í Miðhúsum á Héraði.
Forseti þakkaði góða gjöf og sagði:
„Trafakefli voru iðulega, eins og Þor-
steinn gat réttilega um, gefin sem
tryggðapantur og þá var á þau letr-
að, og er letrað á minjagripi okkar,
nafn gefanda og einnig nafn þess er
við tók. Þetta var gefið þegar ungir
menn báðu sér ungra stúlkna svo að
ég hlýt að líta svo á héðan í frá að
ég sé trúlofuð ykkur Öræfingum.
Kl. 11.35 var ekiö að þjóögarðinum
í Skaftafelii og hann skoðaður undir
leiðsögn þjóðgarðsvaröar, Stefáns
Benediktssonar, og konu hans, Bimu
Bemdsen. Á annað þúsund ferða-
manna vom í Skaftafelli og vakti það
greinilega mikla ánægju og athygli
útlendinganna aö sjá þarna þjóð-
- sagði Vigdís er henni var fært trafakefli að gjöf
höfðingja landsins og kepptust menn
um að ná myndum af forsetanum.
Hádegisveröur í boði sýslunefndar
var snæddur í þjónustumiðstöðinni.
Á borðum var marineruð hörpuskel
í forrétt og pönnusteikt lúða í aðal-
rétt. Og að honum loknum var hald-
ið að Jökulsárlóni.
Viö Jökulsá tók Bjöm Ólafsson,
oddviti Borgarhafnarhrepps, við far-
arstjóm. Við lónið var stigið um borð
í bátana og siglt um Jökulsárlón inn-
an um mikla og stórfenglega jaka.
Eins og í Skaftafelli var þama fjöldi
útlendinga og var mikill fognuður
hjá frönskum hópi þegar forseti svar-
aði kveðju þeirra á frönsku.
Frá Lóninu var ekið að Hrollaugs-
stöðum. Þar bauð hreppsnefnd Borg-
arhafnarhrepps forseta og aðra gesti
velkomna í Suðursveit. Þegar forseti
hafði ásamt bömum gróðursett þijár
birkiplöntur var sest við glæsilegt
kaffiborð og þar var frú Vigdísi af-
hent bókin I Suðursveit eftir Þórbérg
Þórðarson. Á Hroliaugsstööum eins
og öðrum viðkomustöðum gekk for-
setinn um meðal fólksins, heilsaði
öllum og ræddi við þá.
Það kom í hlut Gísla Arasonar
safnvarðar að vera leiðsögumaður
forseta um Mýrar, Nes og upp á Al-
mannaskarð aö umdæmi Lóns-
manna.
Móttaka hreppsnefndar Bæjar-
hrepps var á Stafafelli. Frú Vigdís
gróðursetti ásamt ungum aöstoðar-
mönnum þijár birkiplöntur og vom
þær settar niður í kirkjugarðinum
við Stafafeflskirkju.
Ferðinni um Lón lauk með heim-
sókn að Reyðará þar sem Þorsteinn
Geirsson oddviti og kona hans, Vig-
dís Guðbrandsdóttir, buðu gestum
upp á veitingar að gömlum og góðum
sveitasvið. Að Reyðará afhenti Vig-
dís húsfreyja nöfnu sinni mikinn og
Forseti í blómaskálanum aö Reyðará ásamt Þorsteini Geirssyni oddvita og konu hans, Vigdísi Guðbrandsdóttur.
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli skoðaður
undir leiðsögn Stefáns Benedikts-
sonar.
Þorsteinn Jóhannsson færir forseta trafakefli að gjöf frá Öræfingum.
DV-myndir Jóna Imsland
fagran jaspisstein, gjöf tfl minningar
um komuna í Lón.
Úr Lóninu var haldið til Hafnar þar
sem forseti sat kvöldverðarboð á
Hótel Höfn í boði sýslunefndar Aust-
ur-Skaftafellssýslu.
í dag mælir Dagfari_________________
Leikhús án þjóðar
Fjármálaráðherra hefur verið að
ónotast út í Þjóðleikhúsið. Ástæðan
er sú að þaö er tap á leikhúsinu og
reyndar svo mikiö að enginn hefur
hugmynd um stærð þess. Þjóðleik-
hússtjóri hefur reynt af fremsta
megni að svara þessum ásökunum
ráðherrans og sagt að tapið sé eðli-
legt. Tapið er rekstrarlegt, segir
þjóðleikhússtjóri og er alveg hissa
á því að fjármálaráöherra sé aö
gera veður út af tapi sem er eðli-
legt. Veit ekki íjármálaráðherra að
öfl leikhús eru rekin meö tapi? spyr
þjóðleikhússtjóri og vitnar til þess
að sætanýting í Þjóðleikhúsinu sé
betri en annars staðar þekkist á
Norðurlöndum.
Ef það hefur verið stefna Þjóð-
leikhússins að reka leikhúsið með
tapi þá er auðvitað skfljanlegt að
leikhússtjóranum komi það á óvart
aö menn séu að amast við tapinu.
Það er nefnilega ekki ætlast til að
fólk sæki leikhús enda eru leikrit
ekki sviðsett fyrir fólkið heldur
leikarana. Þeir verða í fyrsta lagi
að hafa eitthvaö aö gera og svo
verða leikritaskáldin að fá verk sín
sviðsett og í þriðja lagi er leikhúsið
í þágu listarinnar en ekki áhorf-
enda. Þess vegna er það aukaatriöi
hvort leikhús eru sótt en meira
virði að leika yfir tómum salnum
og auðum stólum ef það þjónar list-
inni og leikurunum sem verða eitt-
hvað að hafa að gera.
Þetta skilur þjóðleikhússtjóri en
þetta skilur ekki fjármálaráðherra.
Hann vifl græða á leikhúsinu og
listinni og vill aö sýningar séu sótt-
ar.
Nú er búið að skipa einar þijár
nefndir til að fara ofan í saumana
á rekstri Þjóðleikhússins og fjár-
málaráðherra er þar að auki búinn
að skipa sérstakan fjármálastjóra
til að fylgjast með rekstrinum. Að
vísu er þjóðleikhússtjóri ábyrgur
fyrir rekstri leikhússins og auk
þess hefur hann á sínum snærum
fastan flármálastjóra sem sér um
flármál leikhússins. En þetta er
ekki nóg. Það verður að skipa flár-
málastjóra yfir flármálstjórann og
sá flármálastjóri á að hafa yfirum-
sjón með þjóðleikhússflóra og flár-
málastjóra hans til að koma skikki
á flármálin.
Tfl að koma skikki á flármálin í
Þjóðleikhúsinu verður auðvitað að
sefla upp verk sem eru sótt, sem
þýðir að nýi fjármálasflórinn verð-
ur í reynd að ráða því hvaða leik-
rit eru sviðsett og hann verður líka
að ákveða hvaða leikarar verða
settir í rullurnar tfl að leikurinn
verði sem bestur til að fólk vilji sjá
leikritiö. Þetta getur ruglað listina
í ríminu og brýtur niöur þá megin-
stefnu Þjóðleihússins aö reka leik-
húsið með tapi. Hvað er varið í leik-
hús sem er sótt? Það þýðir að leik-
húsið er ekki lengur starfrækt fyrir
listina og leikarana heldur fyrir
áhorfendur og með því mundi leik-
húsið sefla niður. Leikhús verða
að hafa meiri metnað en svo að þau
séu rekin fyrir áhorfendur sem
ekki hafa vit á listinni. Það hefur
sannast í gegnum árin, því að engir
áhorfendur hafa nennt að sækja
leikhúsið þegar listin er annars
vegar. Áhorfendur vilja koma í
leikhús til að skemmta sér og mað-
ur skemmtir sér ekki með listina.
Hún er æðri öllum skilningi venju-
legs fólks. Fólk og leikhús fara ekki
saman eins og þjóðleikhússflóri
hefur margbent á. Tap er ekki tap
þegar þaö er rekstrarlegt. Tap er
af hinu góða þegar tapið stafar af
því að listin er í svo miklum háveg-
um höfð að hún er ofar skilningi
fólksins.
Engar líkur eru á því að flármála-
stjórinn, sem settur verður yfir
hinn flármálasflórann, skflji þetta.
Hann mun eyðileggja Þjóðleik-
húsið vegna áhorfenda á kostnað
listarinnar. Hvers vegna gengur
flármálaráðherra ekki beint til
verks og lokar leikhúsinu eins og
hann hefur lokað atvinnufyrir-
tækjunum sem hafa ekki getað
borgað reikningana sína? Ef ráð-
herrann lokar leikhúsinu komast
engir áhorfendur inn og leikararn-
ir, sem-eru lokaðir inni vegna þess
að þeir fá laun og ganga að sinni
vinnu, hvort sem þeir hafa eitthvaö
að gera eða ekki, geta þá fengið friö
til að leika fyrir sjálfan sig og list-
ina. Þá stendur Þjóðleikhúsið undir
nafni.
Ef þessi ábending verður ekki
tekin til greina getur flármálaráð-
herra auðvitað niðurgreitt miðana
í leikhúsið og rukkað svo þjóðina
um niðurgreiðsluna! Þannig má
láta þá borga sem ekki mæta í leik-
húsiö fyrir verkin sem þeir vilja
ekki sjá.
Dagfari