Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 10
10
MÁNUDAGUR 17i JÚLÍ1989.
Utlönd
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Forsætisráðherrann fékk víða óblíðar móttökur og púaði franskur al-
menningur á hana eitt sinn. Thatcher dró nefnilega í efa stöðu frönsku byltingarinnar í sögunni en haldið var upp á
tvö hundruð ára afmæli stjórnarbyitingarinnar um helgina. Símamynd Reuter
Leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims lokið:
Hvetja til aukinnar
samvinnu í heiminum
Þriggja daga leiðtogafundi sjö
helstu iðnríkja heims lauk í París í
gær, sunnudag. í lokayfirlýsingu
leiðtoganna var víða drepið niður og
hvatt til samvinnu þjóða heims á
sviði umhverfisverndar, baráttunn-
ar gegn eiturlyfjum og efnahagsað-
stoðar til þróunarlanda.
Gorbatsjov stal senunni
Margir telja að Mikhail Gorbatjsov
Sovétforseti hafi að vissu marki stol-
ið senunni í París. Hann sendi gest-
gjafa fundarins, Francois Mitterrand
Frakklandsforseta, bréf þar sem
hann hvatti leiðtogana til aukinnar
efnahagssamvinnu ríkjanna sjö og
Sovétríkjanna en slíkt hefur ekki
gerst áður. „Það kemur heiminum
til góða að svo stór markaður sem
Sovétríkin bjóða upp á verði opnaö-
ur,“ sagði í bréfi fosetans.
Leiðtogarnir tóku bréfmu fremur
fálega, að minnsta kosti var ekki
minnst á þaö í lokayfirlýsingu þeirra.
Bush Bandaríkjaforseti kvaðst ekki
telja tímabært aö ræða hugsanlega
aðild Sovétríkjanna aö hópi helstu
iðnríkja heims. „Mikið þarf aö breyt-
ast í Sovétríkjunum áður en slíkt
kemur tii umræðu,“ sagði forsetinn.
„Efnahagslíf Sovétríkjanna þarfnast
mikillar vinnu.“
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret-
lands og Vestur-Þýskalands höfnuðu
tillögu fulltrúa fátækustu þjóða
heims um sérstaka ráðstefnu er fjall-
aði um samskipti norðurs og suðurs.
Mitterrand Frakklandsforseti hafði
lýst yfir stuðningi við slíka ráðstefnu
en allt kom fyrir ekki.
Mikið var rætt um efnahagsmál á
fundinum en lítið áþreifanlegt kom
út úr þeim viðræðum að áhti frétta-
skýrenda. Fastlega var búist við að
skuidabyrði þróunarlanda yrði eitt
helsta umræðuefni leiðtoganna og
svo reyndist vera. Þeir hétu stuðn-
ingi við Brady-áætlunina, sem kennd
er við fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, um greiðslu hinna gífurlegu
skulda þróunarlandanna. í henni er
gert ráð fyrir nokkrum afskriftum
banka á lánum til þróunarlanda.
í staðinn fyrir ráðstefnu um stöðu
fátækustu ríkja heims hétu leiðtog-
arnir því að rætt yrði við fuiltrúa
hvers ríkis fyrir sig og reynt að kom-
ast að samkomulagi um greiðslu-
byrði.
Greinilegt var aö leiðtogarnir voru
að mestu sáttir við stöðu efnahags-
mála í eigin löndum þó aö samþykkt
hefði verið nauðsyn þess að minnka
fjárlagahalla í Kanada, Bandaríkjun-
um og á Ítalíu. Þá kom í ljós ágrein-
ingur leiðtoganna um hvernig best
væri að beijast gegn síaukinni verö-
bólgu og ójafnvægi í alþjóðaviðskipt-
um.' í lokayfirlýsingunni var vikið
að nauðsyn aukinnar samstillingar á
sviði gjaldeyrisviðskipta er gæti leitt
til stöðugleika á markaðnum. Tekið
var eftir hversu varkárt orðalag yfir-
lýsingarinnar var og þykir hún sýna
vonbrigði leiðtoganna.
Regnskógarnir í sviðsljósinu
Leiðtogarnir hvöttu til samvinnu
þjóða á sviði efnahagsmála en hik-
uðu þegar kom að því að leggja fram
martækar áætlanir að mati frétta-
skýrenda. Grænfriðungar gagn-
rýndu leiðtogana harðlega fyrir að
taka ekki forystuna á þessu sviði.
Leiðtogarnir hvöttu til frekari
rannsókna á og aukins fjármagns á
sviði umhverfisverndar. Ljóst er að
vistfræðingar hafa orðið fyrir von-
brigðum þar sem leiðtogarnir gengu
ekki eins langt og þeir hefðu viljað,
sérstaklega í sambandi viö mengun
af völdum koltvísýrings. Segja vist-
fræðingar að hækkun á hitastigi á
jörðinni sé vegna mengunar af völd-
um koltvísýrings.
Leiðtogarnir hvöttu til frekari að-
gerða til að bjarga regnskógunum,
fordæmdu losun úrgangsefna í sjó
og hvöttu til frekari baráttu gegn ol-
iulekum. Þá samþykktu þeir bann á
notun CFC, sem notað er m.a. í úða-
brúsum, en það er talið eyðileggja
ósonlagið.
Leiðtogamir lýstu almennri
ánægju með fundinn sem þeir segja
aöhafitekistframarvonum. Reuter
Rándýr runtur?
Bandaríska sprengjuflugvélin Stealth B-2.
Simamynd Reuter
Birgii Þórisson, DV, New York:
Til ágreinings kom í morgun ó fréttamannafundi milli Rajivs Gandhi,
forsætisróöherra Indlands, og Benazirs Bhutto, forsætisráðherra Pakist-
ans. Tjóöi Gandhi fréttamönnum að kjarnorkuáætlun Pakistana yfli Ind-
verjum miklum áhyggjum þar sem hún væri eingöngu undir eftirliti
hersins. Bhutto visaði þessu á bug og sagði stjóm sina hafa með mál-
ið að gera.
Dýrasta flugvél söguimar, B-2 sprengjuflugvélin bandaríska, komst ekki
á loft á laugardag í sína fyrstu flugferð eins og áætlaö var vegna smávægi-
legrar bilunar.
Mikið er í húfl fyrir flugherinn og framleiðandann að vel gangi. Þingið
er farið að tala um að hætta við smíði vélarinnar vegna þess hve hún
er dýr. Hver flugvél á að kosta 500 milljónir dollara.
B:2 sprengjuflugvélin er fljúgandi vængur sem hefur það helst sér til
ágætis að vera lítt sýnileg á ratsjá. Vegna þess hve háþróuð tækni er
notuð var vélin til skamms tíma leynilegasta vopn Bandaríkjamanna.
En eftir því sem raddir um að hætta við smíðina urðu háværari var dreg-
ið úr leyndinni og um helgina var blaðamönnum boðið að fylgjast með
því þegar flugvéiinni var reynsluekið á jörðu niðri.
En þar sem ekkert varð af því að vélin kæmist í loftið lét formaður
hermálanefndar öldungadefldarinnar svo um mælt að ef til vill hefði
þetta verið dýrasti rúntur sögunnar.
Karajan látinn
Frægasti hljómsveitarstjóri síðustu ára, Austurríkismaðurinn Herbert
von Karajan, lést í gær úr hjartaslagi á heimiii sínu, 81 árs gamall. Svart-
ir fánar blöktu í gærkvöldi utan á tóniistarhúsinu í Salzburg þar sem
Kargjan átti að stjóma Fílharmoniusveitinni í Vín á tónlistarhátíö eftir
tvær vikur.
Karajan, sem fæddist í Salzburg eins og Mozart, var skapmikill maður
og oft umdeildur. Hann særði margan óperusöngvarann og tónlistar-
manninn en margir leituðu jafnframt eftir því aö fá að starfa með honum.
Bhutto og Gandhi deila
Herbert von Karajan við hljómsveitarstjórn.
Simamynd Reuter
Hafna fordæmingunni
Kínversk yfirvöld hafna fordæm-
ingu leiötogafundar sjö helstu iðn-
ríkja heims en leiðtogamir vom
mjög harðoröir í garð Kína í kjölfar
fjöldamorðanna á Torgi hins him-
neska friðar í byrjun júnímánaðar.
í yfirlýsingu leiðtoganna, sem gefin
var út í tilefni fundar þeirra í París
um helgina, em atburðir síðasta
mánaöar fordæmdir en talið er að
þúsundir borgara hafi látist þegar
herinn lét til skarar skríða gegn
mótmælendum. Yfirlýsing leið-
toganna var harðorö en þeim
fylgdu litlar refsiaðgerðir utan
þeirra sem þegar hafa verið sam-
þykktar. Leiðtogarnir hvöttu kín-
verks stjórnvöld til að láta af of-
sóknum á hendur almenningi.
í svari kínverskra yfirvald segir
aö yfirlýsing leiötoganna samsvari
íhlutan í innanríkismál. í Dagblaði
alþýðunnar, málgagni kínverska
kommúnistaflokksins, segir að
enginn fótur sé fyrir ásökunum
sem þessum og aö yfirvöld í Kína
og kínverska þjóðin geti ekki sætt
sig við þær.
Kínversk yfirvöld ásökuöu vest-
ræna fjölmiðla um að hafa gert of
mikið úr atburðunum í Peking og
segja að stjórnvöld heföu ekki átt
annara kosta völ en að grípa til
aðgerða gegn „andbyltingarsinn-
um“
Leiðtogarnir sjö hvöttu Alþjóöa-
bankann til að fresta frekari lána-
greiðslum til Kina en gengu ekki
svo langt að hvetja til frekari efna-
hagsrefsiaðgerða. Reuter
Kodak
Express
miiin
mm
6 MÍNÚTMR
Opnumkl. 8.30.
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 ■ SÍMI 68 58 11
nnrniiimiMi^nmminn
y