Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 12
12
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Útlönd
1
i
i
Slæmt efnahagsástand í Argentínu:
við efnahaginn
inn. Þrátt fyrir það hélt verð áfram
að hækka.
Hinn nýi efnahagsráðherra, Nestor
Rapanelli, sem tók við af Roig, mun
ræða við fulltrúa kaupsýslumanna
og kynna þeim verðtilboð ríkis-
stjórnarinnar í dag. í hinu nýja til-
boði er gert ráð fyrir „rammaverði",
þ.e. vísi að viðmiðunarverði sem
kaupsýslumenn og fulltrúar stjórn-
valda koma sér saman um. Gert er
ráð fyrir að þessi verðlagning gildi í
þrjá mánuöi.
Hinn nýi efnahagsráðherra hét því
að halda áfram á þeirri braut sem
Roig hafði kynnt en mikil efnahagsó-
reiða ríkir nú í Argentínu. Verðbólga
er milli eitt og tvö hundruð prósent
á mánuði og skortur er á ýmsum
nauðsynjavörum. Roig felldi gengið
um 54 prósent en verðgildi gjaldmið-
ilsins hafði þegar minnkað um 95
prósent gagnvart dollar það sem af
var árinu. Þá hækkaði Roig verð á
opinberri þjónustu og vörum um allt
að 640 prósent. Á laugardag var þak
sett á verð á tiu vöruílokkum þar á
meðal brauð, hveiti, mjólk og öðrum
matvörum.
Kaupsýslumenn lýstu yfir stuðn-
ingi sínum við Rapanelli um helgina
og þá ákvörðun Menems að halda
áfram á þeirri braut sem Roig setti.
Reuter
Ríkisstjórn Carlosar Menem. sem
tók við völdum í Argentínu fyrir
skömmu. mun i dag leggja fram til-
boð um verðlagningu ýmissa nauð-
synjavara í kjölfar mikilla verð-
hækkana í landipu. Fvrrum efna-
hagsráðherra landsins, Miguel Roig,
sem lést úr hjartaáfalli á laugardag,
sex dögum eftir að hann hafði tekið
við embættinu, hafði farið fram á viö
kaupsýslumenn að verð yrði fryst
miðað \1ð verð þann 3. júlí síðastlið-
Efnahagsráðherra Argentínu, Nestor Rapanelli, ásamt Carlos Menem for-
seta. Rapanelli tók við embætti á laugardag af Roig sem lést af völdum
hjartaáfalls. Símamynd Reuter
Reynt að rétta
DV
Að minnsta kosti tuttugu manns fórust i sprengjutilræði i Kabúl á laugardag-
inn- Símamynd Reuter
Hóta horðum
eldflaugaárásum
Skæruliðar í Afganistan dreifðu
miðum á mörkuðum í Kabúl í gær
þar sem þeir hótuðu eldflaugaárás á
borgina. Samtímis því sem miðunum
var dreift voru gerðar eldflaugaárás-
ir á flugvöUinn í Kabúl.
Viðvörunin kom sólarhring eftir
að öflug sprengja sprakk á einni af
aðalverslunargötunum í Kabúl með
þeim afleiðingum að minnsta kosti
tuttugu manns biöu bana, að því er
starfsmenn hjálparstofnana halda
fram. Eru margir af þeim flmmtiu
sem særðust taldir vera í lífshættu.
Samkvæmt opinberum tölum fórust
átta manns í sprengjutilræðinu.
Erlendir stjórnarerindrekar telja
skæruliða vera orðna örvæntingar-
fulla eftir árangurslaust umsátur um
borgina Jalalabad. Þess vegna láti
þeir til skarar skríða gegn Kabúl.
Fyrir viku gerðu skæruliðar eld-
flaugaárás á höfuðborgina og létu þá
þrjátíu manns lífið. Hátt á annað
hundrað manns særðust í árásinni.
Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að
fjölga vopnasendingum sínum til afg-
anskra skæruliöa vegna aukinna
hergagnasendinga frá Sovétríkjun-
um til Kabúlstjórnarinnar. Þetta
mátti lesa í Washington Post í gær.
Reuter