Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 15
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 198&/ 15 Sviknir húseig- endur og steypu- skemmdir í áratugi hafa ReykvíMngar horft upp á steypt hús sem þarfnast viö- haldsframkvæmda og viðgerða stuttu eftir að byggingu lýkur. Einkum bar á þessu eftir að Sem- entsverksmiðjan á Akranesi tók til starfa. Ennfremur var farið að taka fylliefni úr sjó og þau ekki þvegin. Segja má að þetta tvennt sé orsök- in. Þetta skapar háalkalívirkt se- ment og sjósölt fyllingarefni (sand og möl). Vegna fjölda fyrirspurna til Hús- eigendafélagsins um steypu- skemmdir tók stjórn félagsins þá ákvörðun að athuga þessi mál nán- ar. Var undirritaður tilnefndur til þess starfs. Seljahverfi í Breiðholti var kannað og þau hús skoðuð sem verið var að gera við. Kostnaður 5-6 hundruð þúsund á íbúð Það sem er sameiginlegt með öll- um skemmdu húsunum sem skoð- uð voru er að þau voru steypt úr steypu frá sama framleiðanda. Virðist sýnt að sá framleiöandi hafl framleitt mjög gallaða vöru. Það er með ólíkindum að menn séu ekki dregnir til ábyrgðar á slíkum vinnubrögðum sem valda fólki stórtjóni. 5-6 hundruð þúsund króna reikninga þarf þetta fólk nú að greiða í viðgerðarkostnað á hverja íbúð. Þegar á heildina er Ut- ið er hér ekki um minna tjón að ræða en gosið olli í Vestmannaeyj- um á sínum tíma. Ekki er hlutur Rannsóknarstofn- unar ríkisins fagur í þessu máli. Hún hefur soflð á verðinum og er í reynd búin að tapa trausti margra - neytenda og húseigenda. KjaUarinn Magnús Þórðarson, byggingameistari og stjórnarmaður í Húseigendafélaginu Umræðuþátturinn um steypu- skemmdir í Sjónvarpinu í síðustu viku var í alla staði ömurlegur. Ekkert nýtt kom fram og farið var í kringum vandamál raunveruleik- ans á snyrtilegan hátt. Þeir sem sátu fyrir svörum virtust yfir sig ánægðir með ástandið. Annar þeirra hélt því fram að ónýt steypa væri í raun himnasending og stjómandinn virtist hafa litla þekk- ingu á efninu. Þátturinn var til skammar fyrir alla aðila. Svo auglýsa málningar- framleiðendur „vörn gegn steypuskemmdum“! Einnig má nefna utanhússmáln- ingu, t.d. Hraun, sem lofuð var í hástert og seld í miklum mæh. Nú er hún dæmd af reynslunni: - það allra versta seya'hægt er að mála með. Nú eru huseigendur að eyða miklum flárhæðum til að ná þess- um ófögnuði af húsum sínum. En framleiðandinn er búinn að flnna upp nýja brellu og auglýsir nú ! stíft „Vöm gegn steypu- skemmdum“! Mér er spum: Hvers vegna ná ekki lög yfir þessa menn? - Það eina sem er til varnar gegn þessu vandamáh er að klæða húsin að utan þannig að steypan nái að þorna. Þetta er að vísu dýr lausn - en varanleg. Verktakar sem ég hef tekið tah á ýmsum stöðum eru mjög óhressir með reglugerð um takmörkun á notkun einangrunarplasts (eld- teflandi) sem m.a. er notað við múrklæðningar. í staðinn setur ríkið reglur um notkun á steinull í meira en 6-7 metra hæð (hma á „Þegar á heildina er litið er hér ekki um minna tjón að ræða en gosið olli 1 Vestmannaeyjum á sínum tíma.“ Gott dæmi um ástand og skemmdir á húseignum, m.a. í Breiðholti, þar sem 6-7 ára gömul hús eru sums staðar að grotna niður. útvegg og pússa). Það er 6-7 hundr- uð krónum dýrari kostur á fer- metra en plastið. Hér er um miklar flárhæðir að ræða fyrir húseigend- ur. Auk þessa eru menn óánægðir með steinullina í þessum tilgangi vegna óhreinindabletta í henni. Blettimir hta nefnilega út frá sér í gegnum pússningu og því er hún í rauninni ekki boðleg vara. Hagsmunastefna allsráð- andi - neytendasjónarmið víðs fjarri Ég hef hér drepið á nokkur atriði sem tengjast steypuskemmdum og er samt af mörgu fleiru að taka. Það sem einkennir þetta vandamál er hagsmunastefna og ábyrgðar- leysi þeirra er hlut eiga að máh. Það er ömurlegt til þess að hugsa hve kröftum okkar er beitt á rang- an hátt. Því tel ég að kunnáttu- menn og óháðir aðilar ættu að upp- lýsa almenning og húseigendur sjálfa um hvemig hggur í þessari hagsmunabaráttu sem er mjög til óþurftar. Hér er bæði átt við einka- fyrirtæki og opinbera aðila. Húseigendum vil ég benda á eftir- farandi: Vandið vahö á verktökum og leit- ið upplýsinga t.d. hjá Húseigenda- félaginu. Athugið með lán frá Hús- næðisstofnun því að hún á að lána ykkur til þess að bæta þessi óþurft- arverk. Umfram aht; hugið að því að ástæðulaust er að halda áfram að láta hagsmunaaöila plata sig. Magnus Þórðarson Skoðanakannanir sem blekkingartæki Lesandi góður. A síðustu misser- um hefur rutt sér til rúms á íslandi ný tegund upplýsingaþjónustu, hinar svoköhuðu skoðanakannan- ir. Hún er aldeilis með ólíkindum sú oftrú á niðurstöður shkra kann- ana sem ríkir hér á landi og hverju hægt er að ljúga að saklausum al- menningi ef fréttin er byggð á nið- urstöðum skoðanakönnunar. Allt er satt ef það er byggt á nið- urstöðum skoðanakannana! Einu sinni var gert grín að okkur íslend- ingum fyrir þá heimsku að trúa öllu sem stæði á prenti. Hefur okk- ur virkilega ekkert farið fram í trú- girni á síðustu áratugum? Óvísindaleg vinnubrögð Nú vill svo heppilega til að aðrar þjóðir hafa fyrir mörgum árum til- einkað sér tölfræði og er hún kennd við flestar heldri menntastofnanir í veröldinni. Innan tölfræðinnar er vísindagrein sem flallar sérstak- lega um vinnubrögð við skoðana- kannanir og hvaða niöurstöður megi draga af þeim. Mér er kunnugt um að flöldi merkra íslendinga hefur lagt stund á þau fræði. í ljósi þess finnst mér aldeilis ótrúlegt að enginn þeirra skuli fyrir löngu vera búinn að girða niður um þá „blaðamannatöl- fræði“ sem tíðkuð er hér á landi og misnotuð til að búa til fréttir og niðurstöður af ýmsu tagi sem eru í raun og veru rangar „en byggðar á niðurstöðum skoðanakönnunar" og þarf því ekki að ræða frekar. KjaJlarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur og formaður efnahagsnefndar Borgaraflokksins Það jafnast oft á tíöum á viö meiri háttar sjónhverfingasýningu að horfa á hvernig íslenskir flölmiðlar túlka niðurstöður skoðanakann- ana. Ég leyfi mér að fuhyrða að flestir íslenskir flölmiðlamenn túlka skoðanakannanir eins og skrattinn Bibhuna - og komast upp með það. Það sem er viðkvæmast og vandasamast við gerð skoðana- kannana er einkum tvennt, annars vegár hvernig aö þeim er staöið og hins vegar hvaða ályktanir eru af þeim dregnar. Það er einkum þetta með ályktanirnar sem svo augljós- lega eru mistúlkaðar við hverja skoðanakönnunina á fætur ann- arri, annaðhvort af fáfræði eða hreinlega sem fréttafólsun. Um fylgi stjórnmálaflokka Tökum einfalt dæmi. í 100 manna þjóðfélagi eru þrír stjórnmála- flokkar. A-listinn nýtur stuðnings 10 manna, B-hstinn nýtur stuðn- ings 30 manna og C-hstinn nýtur stuðnings 60 manna. Fylgið er því: A = 10% B = 30% C = 60% Nú gerist eitthvað sem verður tíl þess að 10 stuðningsmenn B-Ustans og 40 stuðningsmenn C-listans verða óánægðir og neita að svara í skoðanakönnun. Niðurstaðan verður þá: A 10 atkvæði eða 20% B 20 atkvæði eða 40% C 20 atkvæði eða 40% Helmingur aðspurðra eru óá- kveðnir eða neita að svara. Þessar niðurstöður myndu íslenskir flöl- miðlar túlka þannig: A-hstinn hef- ur tvöfaldað fylgi sitt og B- og C- hstar njóta jafnmikils fylgis. Þessar ályktanir eru réttar „ef aðeins er tekið tihit til þeirra sem svöruðu". En er yfir höfuð rétt að gera það? Er þessi forsenda ekki algjörlega út í hött? Hve oft er búið að bjóða okkur íslendingum upp á svona ályktanir? Fyrir stuttu fóru flölmiðlar ham- fórum yfir því að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi hreinan meirihluta ef kosið væri til Alþingis. Skoðana- kannanir sýndu niðurstöður sem voru í stórum dráttum þannig: 50% óákveðnir eða neita að svara 25% D-listi 10% B-hsti 15% aðrir Hvemig er hægt að rökstyðja það, þegar 75% aðspurðra neita beinlínis að styðja D-hstann í skoð- anakönnun, að hann muni fá meirihluta ef kosið yrði til Alþing- is? Hvers konar „blaðamannatöl- fræði" er þetta eiginlega? Sú ályktun sem réttast er að draga af þessari skoðanakönnun er auðvitað gífurlega' mildl óán- ægja, vantrú og vantraust almenn- ings á stjómmálaflokkum þessa lands og ekkert annað. Hvað ef það er nú satt, sem illar raddir segja, að stór hópur kjós- enda, sem spurður er í svona skoð- anakönnunum, hugsi sig um og svari svo því sem þeir telja að komi ríkisstjórninni verst? Fékk ekki Kvennahstinn gífurlega fylgis- aukningu af þessu tagi þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var í ríkisstjórn fyrir skömmu? Hvað varö um aht það fylgi? Era kannski hörðustu andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar í öhum stjórnmálaflokkum að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn til að hefna sín á ríkisstjórnar- flokkunum? Að framleiða skoðanir Einu má ekki gleyma og það er að skoðanakannanir eru oft á íið- um mjög skoðanamyndandi. í því sambandi er neyðarlegt að horfa upp á það hvemig „blaðamannatöl- fræðin" stjórnar skoðanamyndun á íslandi. Það er kannski ekkert nýtt við það að við íslendingar lát- um stjómast af fáfræði en ég vh ekki hta á það sem eðhlegan hlut að þannig eigi það að vera um ófyr- irsjáanlega framtíð. Mín persónulega skoðun á niðm-- stöðum svona skoðanakönnunar er sú að sem betur fer er innan við helmingur íslendinga thbúinn að styðja „sinn“ stjórnmálaflokk í blindni th góðra verka sem og illra. Það er mikh framför og því ber að fagna. Brynjólfur Jónsson „Eg leyfi mér að fullyrða að flestir ís- lenskir fjölmiðlamenn túlka skoðana- kannanir eins og skrattinn Biblíuna - og komast upp með það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.