Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989. 17 Lesendnr K Bæjarbragurinn myndi fljótt breytast til hins verra ef Hótel Borg yrðj gerð að útibúi frá Alþingi, að mati bréfritara. Þyrmið Hótel Borg Axel skrifar: Það hefur mátt lesa um það í blöð- um að eigendur Hótel Borgar hafi átt fundi með forsetum Alþingis, að ósk þeirra fyrrnefndu, og komið fram að eigendur eru tilbúnir að selja Alþingi hótehð. Þetta mál allt á svo að skoða í sum- ar en ákvarðana ekki að vænta fyrr en í haust þegar þing kemur saman. Áður hefur komið fram að forsetar Alþingis hafa mælt með því að Al- þingi kaupi Hótel Borg en tillagan mætt andstöðu, a.m.k. í sameinuðu þingi, og hefur ekki enn verið af- greidd. Það er von mín og áreiðanlega flestra Reykvíkinga og kannski einn- ig margra landsbyggðarmanna að niðurstaðan verði sú að Hótel Borg verði ekki seld Alþingi. Betra væri að hver sem væri, annar en Alþingi, keypti Borgina ef endilega þarf að selja hana og þá til áframhaldandi hótel- eða veitingareksturs. Það væri mikil eftirsjá ef Hótel Borg yrði lögð niður í þeirri mynd sem nú er. Og víst er að borgarbrag- urinn í miðbænum myndi fljótt breytast við sölu Borgarinnar til Al- þingis. Þarna yrði eins og dauðs manns gröf, eins og alls staðar þar sem opinberar byggingar eru. Það er ekki mikil reisn yfir Alþingishúsinu eða umsvifum í kringum það, varla mannaferðir, nema þegar alþingis- menn koma og fara af fundum - þeg- ar þeir mæta. Það má telja fullvíst að ósk flestra borgarbúa sé að Hótel Borg verði þyrmt og hún verði ekki gerð að enn einni opinberri stjórn- stöðinni. Nýju Wonder rafhlöðurnar, Green Power, eru algerlega kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar „hreinni" orku og valda engri umhverfismengun. Þess vegna má að skaðlausu henda þeim að notkun lokinni. Lífrænt efni hefur nú komið í stað kvikasilfurs. Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og endast lengur en venjulegar rafhlöður. Stuðlum að hreinu umhverfi - notum Green Power rafhlöður. Heildsala og smásala: Olíufélagið hf SOÐURLAIMDSBRAUT 18 SÍMI 681100 •' Engin þræðing eða losun filmu. • Hentug í bílinn (hanskahólfiðl). • Þegar „hin" mynda- vélin bilar eða qleymist. Skemmtileg gjöf, skýrar myndir. • Kjörin fyrir börn eða byrjendur. Tilvalin í ferðalagið. "LWiiJfiiiiIHIi EIIMNOTA A/IYIMDAVÉL FRA KODAKI Enn býður Kodak nýjan valkost: Myndavél sem er einnota, 35 mm vél með 400 ASA litfilmu. er handhægur gripur sem sniðinn er fýrir myndatöku utandyra. Hún er létt í hendi og í notkun og gæðin eru hreint ótrúleg! Allir geta tekið myndir á TZkf^Z5 og hún fæst á öllum helstu filmusölustöðum. Kodak UMBOÐIÐ AUK/SÍA k91-210

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.