Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 18
18 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989. Fréttir Tálknafjörður: Sigruðu með lagi föðurins Kristjana Andrésdótár, DV, Tálknafirdi: Margt var til skemmtunar á útihá- tíðinni „Líf og fjör" á Tálknafirði á dögunum, meðal annars hæfileika- og hljómsveitakeppni. í hæfileika- keppninni sigruðu tvær litlar stúlkur frá Suðureyri, Jóna Lára Svein- björnsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Þær sungu lag og ljóð eftir Svein- björn Magnússon, fóður Jónu Láru. Ljóðið fjallaði einmitt um líf og fjör. Þrjár hljómsveitir, Vísbending frá Flateyri, Ógleði frá Isafirði og Metal Army frá Patreksfirði, tóku þátt í hljómsveitakeppninni. Allt ungir og efnilegir strákar og sigraði sveitin frá Patreksfirði með þrumandi þunga- rokki. Laugardagskvöldið 8. júlí léku Greifarnir á útidansleik en þegar líöa tók á nóttina byrjaði að hvessa og rigna og lauk þá dansi. Björgunar- menn hjálpuðu fólki og allir sem vildu komust í húsaskjól. Útvarpsstöð Líf FM 101 sendi út alla dagana sem hátíðin stóö yfir og til kl. 21 á sunnudagskvöld. Tónlist var meginhluti dagskrár en einnig fréttir af gangi mála á staðnum. Út- varpsstjóri var Jóhann Jónsson og í skoðanakönnun kom fram að hlust- un á Tálknafiröi og nágrenni var 100%. Formaður mótsnefndar, Ingi- björg Inga Guðmundsdóttir, stjóm- aði öllum framkvæmdum af ómældri eljusemi og dugnaði og hátíðin verð- ur minnisstæö þó veðurguðirnir hafi tekið völdin um tíma. Stjórnendur útvarpsins Lífs. Frá vinstri Asgeir Gunnarsson, Jóhann Jóns- son útvarpsstjóri og Guðjón Jónsson. Fyrir framan þá situr Gunniaugur Sigfússon. DV-mynd Kristjana Gamla fólkið leit inn i Eden á leiðinni á Hótel Selfoss Aldraðir í dagsferð með Hreyfli Á miðvikudaginn bauö bifreiða- stööin Hreyfill vistfólki frá Hrafn- istu, Seljahlíð í Reykjavík og Sól- vangi í Hafnarfiröi í dagsferð. Leigubílamir söfnuðust saman hjá Gunnarshólmi og upp úr eitt var lagt í hann. Var fjöldinn mikill, 45 bílar, enda farþegamir á annaö hundrað. Heldur þungskýjað var yfir í upphafi ferðarinnar en létti til er kcmið var yfir Hellisheiði. Töluöu menn um aö þetta heföi verið gott ferðaveður. í Hveragerði var komið við í Eden og gat fólk þá aðeins teygt úr sér áöur en haldið var að Hótel Selfossi þar sem boðið var upp á veitingar fyrir hópinn. Farið var um Óseyrar- brú í bæinn aftur. Sú var tíð að vistfólki á Vífilsstöð- um og Reykjalundi var boðið í slíkar dagsferðir en þær lögðust af um 1960. Er þaö hugmynd þeirra Hreyfils- manna að koma aftur á árlegum dagsferðum. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hverjum á að bjóða á næsta ári. Bilalestin í Kömbunum. Hundadagar ’89 Tónlistarfélag Kristskirkju, Al- þýðuleikhúsið og listasafn Sigurjóns Ólafssonar standa fyrir Hundadög- um ’89, dagana 30. júlí til 29. ágúst. Eru Hundadagar ’89 tileinkaðir menningu og listum. Meðal viðburða þessa daga er upp- setning Alþýðuleikhússins á Mac- beth. Er þaö stærsta og fjölmennasta sýning Álþýðuleikhússins frá upp- hafi. Einnig verður sýnd ný ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, sem frumsýnd var í Sví- þjóð á síðasta ári. Þá munu koma fram þekktir erlendir tónlistarmenn, Martin Berkovsky og Manuela Wi- esler, og Miami strengjakvartettinn svo einhverjir séu nefndir. Eru þá ótaldir þeir íslensku tónlistarmenn er munu fiytja íslenska og erlenda tónlist. Hinir þekktu dönsku leikarar Susse Wold og Bent Mejding munu sýna í Iðnó „H.C. Andersen - mann- eskjan og og ævintýraskáldið". Og Besti vinur ljóðsins verður með uppákomur á Hótel Borg þar sem kynnt verður nýjabrumið í ljóðum, lifandi myndum og leikritun. Miöasala er þegar hafin í íslensku óperunni og er miðaverði stillt í hóf. Veittur er 20% afsláttur ef keyptir eru miðar á þrjá viðburði eða fleiri. -GHK Norræn stjórn- fræðslustofnun Fimm stjórnunarsamtök á Norð- urlöndum, þar á meðal Stjórnunarfé- lag íslands, hafa komið á fót stjórn- fræðslustofnun, Nordic Institute of Management, NIM. Markmið NIM er að auka möguleika í þjálfun og fræðslu fyrir norræna stjórnendur og efna til samnorrænna ráðstefna og námskeiða um stjórnunarmál. Fyrsti fræðslufundur Norrænu stj órnfræðslustofnunarinnar verður haldinn 16.-20. október og verður fjallað um stjórnun stórfyrirtækja (samsteypufyrirtækja). Þann 2. og 3. nóvember verður svo námskeið um „markvisst samstarf fyritækja á Norðurlöndum." Er vonast til þess að með auknu samstarfi við stjórnunarfélög á hin- um Norðurlöndunum verði unnt að bjóða íslenskum stjórnendum meiri sérhæfingu og því betri þjónustu en hingað til og búa islenskt atvinnulíf betur undir þær breytingar sem yfir- vofandi eru í Evrópu. -GHK Verslunaraiannahelgin: Rokkhátíð í Húnaveri Þeir sem voru farnir að örvænta um að lítið yrði úr skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina geta nú tekið gleði sína því að í Húnaveri verður haldin rokkhátíð þar sem fram munu koma hvorki meira né minna en átta af vinsælustu hljóm- sveitum landsins. Hefur hin árlega Hróarskelduhátíð veriö höfð sem fyrirmynd við skipulagningu og und- irbúning rokkhátíðarinnar. Þeir sem fram munu koma og skemmta mótsgestum dagana 4.-6. ágúst eru Stuðmenn, Bubbi Mort- hens, Síðan skein sól, Langi Seli og Skuggarnir, Nýdönsk, Strax, Snigla- bandið, Geiri Sæm og Hunangstung- lið. Að auki er reiknað með aö 20 nýjar hljómsveitir alls staöar af landinu muni troða upp í hljóm- sveitakeppninni ’89. Er skráning þeirra hafin í síma 612144. Fram til ársins 1973 var Húnaver mjög vinsæll staður til útihátíða, en þá þótti fjöldinn vera orðinn of mik- ill og útihátíðahald lagðist niður. Næg tjaldstæði eru á svæðinu auk hreinlætisaðstöðu, veitingasölu og bensínafgreiðslu. -GHK Ljósmyndastofan á Selfossi í nýju húsnæði Regína Thorarensen, DV, Selíossi: Gunnar Sigurgeirsson hefur flutt ljósmyndastofu sína - Ljósmynda- stofu Suöurlands - af Eyravegi 37 í 120 m2 hús á Austurvegi 44 hér á Selfossi, sem er á jarðhæð í sama húsi og apótek Selfossbæjar. Á Eyravegi var ljósmyndastofan á annarri hæð og áttu eldri borgarar og fólk í hjólastólum erfitt með að komast þangað. Þökk sé Gunnari fyr- ir að hugsa um fátlaða fólkið, sem of margir gleyma í okkar þjóðfélag’ svo og þá öldruðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.