Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 19
-t JDAÖU'/AM eg'ðí i.iu.. pí L „Málin hafa skýrst verulega um helgina og ég vonast fast- lega til að geta tekið endaniega ákvörðun á þriðjudags- _______ kvöldið um hvort ég geng til liðs við Arsenal eða Notting- ham Forest í dag mun ég eiga viðræður við George Gra- ham, framkvæmdastjóra Arsenal. Við ákváðum að hittast á miðri leið og því varð Birmingham fyrir valinu,“ sagði Sigurður Jónsson knattspymumaður í samtali við DV í gærkvöldi. • George Graham, framkvæmda- stjóri Arsenal. „Forráðamenn Arsenal og Nott- ingham Forest mrðast hafa komist að samkomulagi í megindi'áttum við Shefiield Wednesday. Nii á ég hins vegar eftir að setja fram mínar kröfur og það mun ég gera í við- ræðimum við George Graham í Birmingham í dag. Theo Foley, að- stoðarmaður hans, mun einnig taka þátt í viðræðunum. Það væri óneitanlega gaman að fara til Arse- nal og ég hefi ekkert á móti því að flytjast til London. Það verður fróð- legt að sjá hvaða tillögur og hug- myndir Graham kemur með á fundinn í dag,“ sagði Sigurðui' Jónsson ennfremur. Eftirfundinatekur Sigurður ákvörðun Á þriðjudagsmorgiminn mun Sig- urður síðan lialda til Nottingham og eiga viðræður rið Brian Clough, framkvæmdastjóra Nottingham Forest. Eftir þann fund mun hann að öllura líkindmn taka endanlega ákvörðun mn hvort hann leikur með Forest eða Arsenal. Sigurðm- sagðist í samtalinu við DV vera kominn í toppæfmgu. Hann sagðist vera búiim að hlaupa á nveijum degi i rúmlega tvær vik- ur og ætti þvi að koma vel undirbú- inn til leiks þegar keppnistímabilið hefst um miðjan ágúst. „Ég hef sjaldan eða aldrei verið í eins góðu formi og um þessar mundir og það er bai-a vonandi að ég springi ekki þegar fram á tíma- bilið er komið,“ sagði Sigurður, léttur í bragði, í spjallinu viö DV1 gærkvöldi. -JkS • Brian Clough, framkvaemda- stjóri Nottingham Forest. • Pétur Pétursson slasaðist illa í deildarleiknum gegn Val á föstudagskvöldið. Ljóst er að hann missir af bikar- slagnum á miðvikudag. Pétur Pétursson missir af bikarleiknum gegn Vál: „Þetta lítur ekki mjög vel út“ - segir Pétur Pétursson sem meiddist í Valsleiknum „Þetta lítur ekki vel út og eins og staðan er núna er ljóst að ég missi af bikarleiknum á móti Val á mið- vikudagskvöldið. Þetta gerðist allt mjög snöggt. Ég var að taka sprett þegar ég fann skyndilega gífurlegan sársauka í fætinum. Þetta er annað- hvort tognun í lærvöðvanum eða bara hreinlega slit en það kemur betur í ljós í dag hvort er,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við DV í gærkvöldi. Pétur meiddist illa gegn Val á föstu- dagskvöldið og varð að fara af leik- velli skömmu fyrir leikhlé. Þá hafði Pétur reyndar skorað fyrir KR-inga í 1-1 jafnteflinu. „Ég hef aldrei meiðst í lærvöðvan- um fyrr þannig að ég veit ekki alveg hversu alvarleg meiðslin eru. Ég var búinn að vera með flensu og mikinn hita í vikunni á undan og læknarnir segja að það hafi haft slæm áhrif á vöðvana. Það er hrikalegt að verða fyrir svona slysi á miðju keppnis- tímabili. Ég er búinn að vera í góðri æfingu og hef fundið mig mjög vel í undanfórnum leikjum. Eg get ekki gert að því en ég er mjög svartsýnn á þetta. Maður verður samt bara að bíða og vona það besta,“ sagði Pétur ennfremur, en hann hefur leikið mjög vel með KR-liðinu það sem af er mótinu og er markahæstur í 1. deild með 7 mörk. -RR Evrópumótið í tugþraut: ísland lenti í fimmta sæti íslendingar höfnuðu í fimmta sæti í C-riðli á Evrópumótinu í tugþraut sem lauk i Vínarborg í gær. Islend- ingar hlutu 20.014 stig en Spjánverjar sigruðu í keppninni og færast upp í B-riðil ásamt Austurríkismönnum sem lentu í öðru sæti. Danmörk hafn- aði í þriðja sæti, Belgar í því fjórða, ísland í fimmta, eins og áður sagði, og Kýpurbúar höfnuðu í neðsta sæti. Eftir fyrri dag keppninnar á laug- ardag var íslenska sveitin í fjórða sætl. Jón Arnar Magnússon, HSK, var þá í öðru sæti í einstaklings- keppninni með 3.906 stig en í gær > felldi Jón Arnar byrjunarhæðina í stangarstökki og vonir um að blanda sér í toppbaráttuna rann út í sandinn. Ef Jón Amar hefði komist yfir byrjunarhæðina áttu íslending- ar alla möguleika á að hreppa fjórða sætið á mótinu og skotist þannig upp fyrir belgísku sveitina. Jón Arnar náði mjög góðum árangri í 400 metra hlaupi. Hljóp vegalengdina á 49,59 sekúndum en hann átti best áður 50,22 sekúndur. Islensku sveitina skipuðu fjórir einstaklingar, auk Jóns Arnars voru í sveitinni Gísli Sigurðsson, UMSS, Unnar Vilhjálmsson, HSÞ, og Ólafur Guðmundsson, HSK. Gísli Sigurðsson náði bestum ár- angri íslensku keppendanna, hiaut 6.770 stig. Unnar Vilhjálmsson hlaut 6.660 stig, Jón Arnar Magnússon hlaut 6.584 stig og Ólafur Guömunds- son fékk 6.538 stig. Árangur þriggja efstu keppenda í hverri sveit töldu stig á mótinu. í keppninni í gær var íslenska sveitin í þriðja sæti eftir kringlukast- ið en í næstu greinum á eftir fór að halla undan fæti. Samt sem áður er árangur sveitarinnar einn sá besti sem tugþrautarsveit frá íslandi hefur náð á erlendum vettvangi. Aðstæður allar í Vínarborg voru mjög góöar og veðrið lék við keppendur alla keppnisdagana. -JKS íslendingar heyja landskeppni ekki er vitað hvort þjóðirnar sendi við Breta og Frakka í tugþraut á sína sterkustu menn til keppni. Crystal Palace-leikvanginum í Má þar nefna Daley Thompson í Lundúnum 2.-3. september. Bretar liði Breta og Plaziat hjá Frökkum. og Frakkar eiga á að skipa fima- -JKS sterkum tugþrautarmönnum en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.