Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
25
Iþróttir
pinn fékk
maferðir
Mosfellsbæ nú um helgina
um í hvert skipti: Berki, Vana og Rand-
ver. Þegar upp var staðið var Reynir
skeiðmeistari mótsins.
Verðlaunin skiptust bróður-
lega milli barnanna
Keppendur í barnaflokki voru ekki
margir. Verðlaunin skiptust því bróð-
urlega milli þeirra. í töltkeppninni sigr-
aði Daníel Jónsson á Geisla, Edda Rún
Ragnarsdóttir var önnur á Örvari, Vic-
tor Victorsson þriðji á Snúði, Sigríður
Th. Kristinsdóttir tjórða á Stjarna og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson fimmti á
Sokka.
í gæðingakeppninni sigraði Edda Rún
Ragnarsdóttir á Örvari, fékk 8,43 í ein-
kunn, Daníel Jónsson var annar á
Geisla með 8,10 í einkunn, Sigríður Th.
Kristinsdóttir var þriðja á Stjarna með
8,17 í einkunn, Gunnar Þorsteinsson
var ijórði á Funa með 7,81 í einkunn
og Sveinbjörn Sveinbjörnsson var
fimmti á Sokka með 7,89 í einkunn.
Blakstúlkurnar
■ ■■ *
unnu uullio
á Eyialeikum
íslenska kvennalandshöið í blaki
gerði góða ferð á Eyjaleikana í
Færeyjum 6.-12. júlí síðastliðinn.
Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu
mótið með glæsibrag en aldrei áður
hefur íslensku blaklandshði tekist
að vinna sigur á móti á erlendri
grrnid. Keppinautar hðsins voru
frá Færeyjum, Álandseyjum og
Guernsey. Fyrst var leikin einiold
umferö en síðan léku efstu liöin til
úrshta.
íslenska hðið var skipað eftir-
töldum leikmönnum: Bima Sigrún
Hallsdóttir, Víkingi (15); Björg Erl-
ingsdóttir, Víkingi (0); Björk Bene-
diktsdóttir, Víkingi (9); Friðrika
Marteinsdóttir, ÍS (0); Hildur Grét-
arsdóttir, Breiðabliki (9); Jóhanna
Kristjánsdóttir, Víkingi (8); Jóna
Harpa Viggósdóttir, Þrótti, Nes. (0);
Jóna Lind Sævarsdóttir, Þrótti,
Nes. (0); Karítas Jónsdóttir, KA (0);
Sigrún Ásta Sverrisdóttir, Víkingi
(0); Snjólaug Bjarnadóttir, fyrirhði,
Þrótti (28), og Særún Jólrannsdótt-
ir, Víkingi (11). Þjálfari liðsins var
Skjöldur Vatnar Björnsson.
ísland - Álandseyjar
Fyrsti leikur íslendinga var gegn
Álandseyingum, sem fvrirfram
voru taldir vera með sterkt lið. ís-
lensku stúlkurnar mættu harðá-
kveðnar til leiks og gáíu mótherj-
unum engin grið. Sóknarleikur
qkkar manna var öflugur og
Álandseyingar urðu að gefa eftir.
Leikurinn vannst 3-0 og enduðu
hrinumar svo: 15-12, 15-10 og
16-14. Sigurinn var verðskuldaður
og aldrei í hættu þó ekki muni
miklu á stigum liðanna.
ísland - Færeyjar
Næsti leikur var við Færeyinga.
Þetta var hörkuleikur og greinilegt
var að bæði þessi lið ætluðu sér aö
ná Iangt á mótinu. Færeyingar
höfðu augsýnilega lagt metnað sinn
í undirbúning kvennaliðsins og
dregið fram alia sína bestu leik-
menn, sem sumir hverjir höíðu
dvahst í Ðanmörku og æft með
þarlendum hðum. Var það mál
manna að liðið hefði aldrei verið
eins sterkt. Færeyingar byrjuðu
leikinn betur og unnu tvær fyrstu
hrinumar, 7-15 og 13-15. í þriðju
hrinu var Jóhönnu Kristjánsdóttur
skipt inn á. Batnaðiíramspihð mik-
ið við það og komst sókn íslenska
liðsins þá loks í gang með Birnu
Sigrúnu Hallsdóttur í fararbroddi.
Hrinan var æsispennandi og
vannst 15-12. Nú vom stúlkumar
okkar komnar á góðan skrið og
hreinlega rúhuðu yfir Færeying-
aria í fjórðu hrinu, 15-2, og unnu
síðan úrshtahrinuna nokkuð ör-
ugglega, 15-10. íslenska hðsheildin
var mjög góð enda voru fimm af
sex leikmönnum liðsins úr liöi is-
landsmeistara Víkings.
ísland - Guernsey
Þriðji leikurinn var gegn Guems-
ey. Þetta var auðveidasti leikur ís-
lenska liðsins og var töluvert um
innáskiptingar og varamenn fengu
mikiö að spreyta sig. Mistök í upp-
stillingu liðsins í fyrstu hrinu urðu
þó til þess að sú hrina tapaðist
11-15. Næstu þrjár hrinui- unnust
fremur auðveldlega, 15-10,15-2 og
15-9, og þar með var enn einn ís-
lenskur sigur i höfii.
Úrslitaleikurinn
íslenska kvennahðið, sera unnið
hafði alla sína leiki, var nú komið
í úrsht og skyldi mæta vígamóðum
frændutn sínmn, Færeyingum, en
þeir höfðu harma að hefna frá því
í 2-3 ósigrinura fyrr í vikunni.
Bæði lið vissu nú að hverju þau
á alþjóðamóti
gengu og bæði ætluðu að hampa I
gullinu að leik loknum. Leikurimt |
var hörkuspennandi og tvímæla-
laust besti leikur mótsins þar sem |
hðin sýndu allar sínar bestu hliðar.
íslensku stúlkumar unnu fyrstu I
hrinuna, 15-9, en Færeyingar náðu |
yfirhöndinni í tveimur næstu hrin-
um og unnu þær, 15-8 og 15-10. ís-
lensku stúlkurnar voru hins vegar I
hreint ekki á þeim buxunum að
verða af gullinu og með ótrúlegum |
vamartilþrifum og óverjandi sókn-
um tókst þeim að vinna tvær næstu I
hrinur, 15-5 og 15-8, og þar með |
leikinn og mótiö.
Góð liðsheild
íslensku stúlkurnar náðu vel sam-
an í leikjum sínum og áttu sigurinn I
skilið. Sóknin var sterk og nokkuð
fjölbreytt, vörnin ágæt og stundum
frábær, uppspilið var þokkalegt en |
þó veikasti hlekkurinn í leik liös-
ins, það vantar á nákvæmni og út-
sjónarsemi þar.
Best íslendinga var Birna Sigrún I
Hallsdóttir en allir leikmenn áttu |
þó góða leiki. Jóhanna Kristjáns-
dóttir, Karítas Jónsdóttir og Björk |
Benediktsdóttir sýndu góöa takta.
Árangur kveimalandshðsins er I
svo sannarlega glæsilegur og ekki j
síst efþað er skoðaö hve reynsluht-
ið það er. Afþeimtólf leikmönnum, |
sem fóru til Færeyja, era sex nýhð-
ar með landsliðinu og meðalleikja-
fiöldi hinna er um 13 landsleikir.
Þar fyrir utan fékk þjálfari hðsins, |
Skjöldur Vatnar Björnsson, ein-
ungis tæpa tvo mánuði til að und-
irbúa hðið fyrir þetta mót. Sagöist 1
Skjöldur sannfærður ura að ef
hann hefði fengið lengri tíma til
undirbúnings hefði verið hægt að
gera enn betri hluti með þetta hð |
enda leikmenn þess ungir og efn-
ilegir. -gje |
Unglingarnir gáfu ekkert
eftir í úrslitum
Keppni í unghngaflokki var mjög
hörð. Flestir hafa þeir unglingar, sem
kepptu á Silkiprentsmótinu, keppt á
tugum móta og verið sigursælir. í
töltkeppninni sigraði Halldór Vic-
torsson á Herði, Hjörný Snorradóttir
varð önnnur á Þyrni, Jóhannes Æv-
arsson varð þriðji á Sörlá, Theodóra
Mathiesen fiórða á Boða og Edda
Sólveig Gísladóttir fimmta á Janúar.
Eddu Sólveigu tókst betur til í gæð-
ingakeppninni en þar náði hún efsta
sætinu á Janúar, fékk 8,29 í einkunn.
Hjörný Snorradóttir varð önnur á
Þyrni með 8,23 í einkunn, Jóhannes
Ævarsson þriðji á Sörla með 8,22 í
einkunn, Ásbjörn Jónsson varð
fiórði á Faxa með 8,17 í einkunn og
Gísli Geir Gylfason fimmti á Prins
með 8,10 í einkunn.
-EJ
íslandsmótið um næstu helgi
Júhmánuður hefur verið við-
burðaríkur fyrir hestamenn. Fjórð-
ungsmót hestamanna á Austurl-
andi var haldið fyrstu helgina í júh.
Þá sömu helgi hélt Glaður árlegt
hestamót sitt á Nesodda. Évrópu-
mótsúrtakan var haldin aðra helgi-
ina í júlí. Hestamannafélögin Kóp-
ur, Stormur og Þytur héldu sín
hestamót einnig um þá helgi.
Silkiprentsmótið, opin gæðinga-,
tölt- og skeiðkeppni, var haldið í
Mosfellsbæ í gær og 'fyrradag.
Sleiphir og Smári héldu einnig
gæðingakeppni og kappreiðar á
Murneyrum.
Um næstu helgi verður svo ís-
landsmótið í hestaiþróttumí Borg-
amesi og er búist við mikilli þátt-
töku úrvalsknapa. Mótið hefst
föstudaginn 21. júh næstkoinandi,
klukkan átta um morguninn, með
fiórgangi unglinga. Þvínæst verður
keppt í fiórgangi fullorðinna og
rekur hvert atriði annað þar alla
þrjá dagana: föstudag, laugardag
og sunnudag, uns öllu er lokið.
Mótssht eru áætluð klukkan 19 á
sunnudaginn. Dagskráin er þétt
enda keppnisgreinar margar og
keppendur fiölmargir. Á föstudags-
og laugardagskvöld verða dans-
leikir í Hótel Borgarnesi.
Síðustu helgina í júh verður stór-
mót sunnlenskra hestamanna á
Hehu en einnig halda Blær og Snæ-
fellingur sín árlegu hestamót þá.
-EJ
Kodak RAFHLÖÐU
0RKA SEM ENDIST 0G ENDIST