Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 26
26
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
íþróttir
heimstitlar
varð hlutur
íslendinga
Jón G. Hafsteinsson er hér í startholunum og býr sig undir að hlaupa 200
metrana.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir tekur við verðlaunum þeim sem fylgja nafnbótinni heimsmeistari. Til hliðar við hana — 3. fyTStU. tlGlHlSlGlkUlTl þl’OSksflGftl'U
standa tveir keppinautar hennar á heimsleikunum.
Islendingar hlutu tuttugu og ein verðlaun og urðu í þriðja sæti af
nítján þjóðum í slagnum um titla á fyrstu heimsleikum þroskaheftra.
Leikarnir fóru fram í Harnösand í Svíþjóð dagana 2.-6. júlí síðastliðinn.
Þátttakendur voru 320 á mótinu og var keppt 1 58 greinum. íslensku
þátttakendurnir voru tólf, átta í sundi og fjórir í frjálsum íþróttum.
Komu þeir frá fjórum íþróttafélögum á Fróni.
HGÍmslGÍkar:
Vaskur
hópur
hélt utan
af Flróni
íslensku þátttakendumir, sem
stóöu sig svo eftirminnilega á heims-
leikum þroskaheftra í Svíþjóö, voru
eftirfarandi:
Bára B. Erlingsdóttir, Jón G. Haf-
steinsson, Gunnar Þór Gunnarsson,
Hrafn Logason, Sigrún Huld Hrafns-
dóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kristófer
Ástvaldsson, Aöalsteinn Friöþjófs-
son, Gissur Ó. Erlingsson, Siguröur
Pétursson, Bjömey Sigurlaugsdóttir
og Kristján Guöbrandsson.
-SÞ/-JÖG
Bára B. Erlingsdóttir vinnur til silfurverðlauna í 50 m fiugsundi.
Framganga íslensku þátttakend-
anna vakti óskipta athygli annarra
þátttökuþjóða. Vakti mikla furðu aö
svo fámenn þjóð gæti sent slíkt liö
afreksmanna á stórmót sem þetta.
íslendingamir fengu næstflesta
verðlaunapeninga í sundi, fengu ell-
efu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun
og þrjú brons í greininni. Settu þeir
sjö íslandsmet í sundi og þrjú ís-
landsmet í frjálsum íþróttum.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp,
fékk fimm gullverölaun á leikunum
pg var kölluð sunddrottningin frá
íslandi í sænsku blöðunum.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
fékk tvenn gullverölaun, þrenn silf-
urverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Guðrún Ólafsdóttir, Ösp, fékk
þrenn gullverðlaun, Bára B. Erlings-
dóttir, Ösp, fékk fem silfurverðlaun
og ein bronsverölaun og Hrafn Loga-
son, Ösp, fékk ein gullverðlaun.
Fyrsti heimsmeistaratitill á fyrstu
heimsleikum þroskaheftra kom í
hiut Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur
frá íslandi og var það í 50 metra
skriðsundi.
Guilverðlaun:
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 200 m
fjórsund, 3:10,10 mínútur.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 100
m bringusund, 1:32,30 mínútur.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 100
m skriðsund, 1:16,50 mínútur.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 50
m skriösund, 34,20 sekúndur.
Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, 50
m bringusund, 42,49 sekúndur.
Guðrún Ólafsdóttir, Ösp, 200 m
baksund, 3:28,41 mínútur.
Guörún Olafsdóttir, Ösp, 100 m
baksund, 1:37,38 mínútur.
Guðrún Ólafsdóttir, Ösp, 50 m bak-
sund, 44,31 sekúndur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
200 m fjórsund, 2:47,94 mínútur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
50 m flugsund, 33,03 sekúndur.
Hrafn Logason, Ösp, 100 m flug -
sund, 1:31,95 mínútur.
Silfurverðlaun:
Bára B. Erhngsdóttir, Ösp, 100 m
flugsund, 1:42,39 mínútur.
Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 100 m
bringusund, 1:41,30 mínútur.
Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 50 m
flugsund, 40,31 sekúndur.
Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 50 m
bringusund, 45,68 sekúndur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
400 m skriðsund, 5:23,81 mínútur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
100 m baksund, 1:20,15 mínútur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
50 m baksundi, 36,13 sekúndur.
Bronsverðlaun:
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
100 m skriðsund, 1:08,47 mínútur.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
50 m skriðsund, 30,75 sekúndur.
Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, 50 m
baksund, 47,17 sekúndur.
Heimsleikar þroskaheftra verða
framvegis haldnir á fjögurra ára
fresti. Þar var nú og verður fram-
vegis keppt eftir sömu reglum og á
ólympíuleikum.
-SÞ/-JÖG
Hér má sjá islensku þátttakendurna, en þeir stóðu sig frábærlega vel á
heimsleikum þroskaheftra í Svíþjóö.