Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Hvar eru
■■stóru
50-70% minni veiði í mörgrnn veiðiám núna
en á sama tíma í fyrra
„Veiðin er að bataa hægt og'sígandi en þetta er engin feiknaveiði,“ sagöi Böðvar Sigvaldason, formaður
veiöifélags Miöfjaröarár og Landsambands veiðifélaga, um rólega veiði í Miöfjarðará. Svar Boövars er
lýsandi fyrir margar veiðiár núna, fáir laxar hafa gengið 1 árnar og veiðimenn eru ekkert ofsalega kátir.
En þeir lifa í voninni um að laxagöngurnar séu á leiðinni upp í ámar.
Laxar hafa sést fyrir utan Korpu,
Laxá í Dölum, Hvolsá, Staðar-
hólsá og Laxá í Aðaldal, svo að
einhverjar séu nefndar.
Eitt hefúr vakið töluverða at-
hygli og það er allur hafbeitarlax-
inn sem lítið hefur sést ennþá.
Hann veiddist aðeins í Elliðánum
fyrst en svo ekkert meira og þessi
smái fiskur, sem sést stökkva í
ánni, er af stofni hennar. Smálax
hefur veiðst í Korpu og Noröurá
en hann er af stofni ánna. Hefur
hafbeitarlaxinn kannski ekki þol-
aö hinn kalda vetur i sjónum?
Veiðifölur sem
sýna færri laxa
Viö skulum aðeins kíkja á tölur
M sama tímaí fyrra. Elliöaámar
höfðu gefið 700 laxa þá en aðeins
350 núna. Leirvogsá 40 en 300 1
fyrra. Laxá í Kjós var í 1200 löx-
um fyrir ári en núna em
komnir 900 laxar. Laxá í
Leirársveit er með helm-
ingi minni veiði núna eins
og Norðurá í Borgar-
firði, 400 laxa núna en
800 í fyrra. Þverá í
Borgarfirði er í 700
löxumnúnaen900
í fyrra á þessum
tíma.
Helmingí minní
veiði í Norðurá
Nákvæmlega helmingi minni
veiði er í Norðurá, 500 laxar núna
en 1000 í fyrra. Miídu minni veiði
er LGrímsá, 350 núna en 900 í
fyrra. Langá á Mýrum hefur gefið
200 laxa en 600 laxar vom komn-
ir á þurrt í fyrra. Laxá í Dölum
er með í kringum 200 laxa en 500
í fyrra. Miðfiarðará hefur gefið
núna 300 laxa en 450 í fyrra. Laxá
á Ásum hefur gefið 200 laxa en
700 í fyrra. Víðidalsá er komin í
200 laxa en hafði gefið 500 í fyrra.
Laxá í Aðaldal hefur gefiö 250
laxa en 700 laxa árið áður.
Frábær meðalþynd
í mörgum ám
Þarf fleirl vitna við? Er skrítið
þótt veiöimenn reyni að selja
veiöileyfin sín? Eftir svona
feiknagott sumar 1988 gat þetta
auövitað gerst. En leiknum er
alls ekki lokið, enn er von. Vænir
laxar hafa veiðst og þeir geta ver-
ið skemmtilegir á færi, meðal-
þyngdin í mörgum veiðiám er
betri en í fyrra, miklu betri. í
veiöiám eins og Víöidaisá og
Hrútafiarðará em fáir laxar
minna en 10 punda.
Veiðimenn hafa séð það
svartara, veiðileyfm geta
ekki hækkað mikið
næsta sumar ef veiðin
batnar ekki næstu
dagana, varla nokk-
uð, Markaðurixm
þolir það alls
ekki.
-G.Bender
menn með
marga laxa i
piasti hafa ekki
verið algeng
sjón við veiði-
árnar í sumar
en þó hafa þeir
sést við eina og
eina. Labbað
upp frá Korpu
með 6 laxa.
DV-myrtd
G.Bender
27
HLUTHAFA-
FUNDUR
Hluthafafundur
í Verslunarbanka íslands hf.
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
þriðjudaginn 25. júlí 1989 og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
Tillaga bankaráðs um staðfestingu
hluthafafundar á samningi formanns
bankaráðs við viðskiptaráðherra um
kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa
ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
og að rekstur Verslunarbanka,
Iðnaðarbanka og Alþýðubanka verði
sameinaður í einn banka ásamt
Útvegsbankanum fyrir 1. júlí 1990.
Tillaga bankaráðs um viðbótarákvæði
til bráðabirgða við samþykktir bank-
ans þar sem bankaráði er veitt heim-
ild tíl að efitia samninginn m.a. með
þeim hættí að taka þátt í hlutafjár-
aukningu Útvegsbanka íslands hf.
sem heimilt verði að greiða af eign-
um og rekstri bankans.
Önnur mál löglega fram borin.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fúndarins verða afhentir hluthöfúm eða
umboðsmönnum þeirra í
Verslunarbankanum, Bankastræti 5,
dmmtudaginn 20. júlí, föstudaginn 21. júlí
og mánudaginn 24. júlí 1989 kl. 9:15-16:00
alla dagana.
Samningurinn og tíllögur munu liggja
firammi hluthöfum til sýnis á sama stað
viku íýrir fundinn.
Bankaráð Verslunarbanka íslands hf.
V6RSLUNRRÐRNKINN
-váueut rtteS þétf
KORTAKERFI
ftl
w/
iM
ÖRYGGISÞJÓNUSTA
Sími 91-29399