Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Side 29
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
29
Iþróttir
Glæsilegur árangur 1 sundi:
Helga náði lágmarki
- í 100 metra skriðsundi fyrir EM í sundi
Helga Sigurðardóttir,
sundkonan snjalla frá
ísafirði, náði í síðustu
viku lágmarki fyrir
Evrópumótið í sundi í Bonn. Mótið
fer fram um miðjan ágúst.
Helga, sem er aðeins tvítug, náði
þessum ágæta árangri í Vest-
mannaeyjum en þar er besta
keppnislaug á landinu.
Helga reyndi á þriðjudagskvöld
við lágmarkið í 200 metra skrið-
sundi. Synti hún þá á 2:05,97 mín-
útum en lágmarkið í þeirri grein
er 2:04,59 mínútur.
Á miðvikudag náði Helga síðan
lágmarki í 100 metra skriðsundi.
Þá synti hún gríðarlega vel. Fór
Helga vegalengdina á 57,59 sek-
úndum en lágmarkið í greininni
er 58,06 sekúndur.
Þessi tími er annar besti hjá ís-
lendingi í greininni í kvennaflokki
en íslandsmetið er 57,06 sekúndur.
Það á Bryndís Ólafsdóttir.
Helga er í hópi allra efnilegustu
sundmanna íslendinga og kemur
nú aö margra áliti næst Ragnheiði
Runólfsdóttur aö styrk.
Helga æfir að öÚu jöfnu í 16
metra sundlaug á ísafiröi og er
ótrúlegt hversu langt íslenskt
íþróttafólk nær í greinum sínum
þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Helga vann sjö meistaratitla á
síðasta innanhússmeistaramóti ís-
lands. Þá vann hún fimm gullverð-
laun og ein silfurverðlaun á smá-
þjóðaleikum Evrópu á Kýpur í vor.
Þá vann ísfirðingurinn þrjá ís-
landsmeistaratitla á sundmeist-
aramóti Islands utanhúss í þessum
mánuði.
„Helga stefnir á að komast út til
æfinga og mér líst mjög vel á
það,“ sagði Ólafur Þór Gunnlaugs-
son, þjálfari hjá Vestra á ísafirði.
„Helga er að mínum dómi
kandídat á næstu ólympíuleika.
Eg er í öllu falh mjög bjartsýnn á
að hún verði á meöal keppenda í
Barcelona. Evrópumótið, sem nú
er fram undan, verður fyrsta stór-
mótið sem hún keppir á og það er
fyrsta skrefið," sagði Ólafur Þór.
-JÖG
Helga Sigurðardóttir, sundkonan efnilega frá Isafirði, tekur við viðurkenn-
ingu frá ísafjarðarbæ á dögunum en hún var þá heiðruð fyrir unnin afrek
í íþrótt sinni. DV-mynd Sigurjón
SUÐUREYRI
Nýr umboðsmaður óskast á Suðureyri frá og með
1. ágúst. Uppl. gefur Sigríður Pálsdóttir, sími 94-6138,
eða afgreiðsla DV, sími 91-27022.
----------Ifip---------
Barnaföt -ff- Barnaföt
TILBOÐSVIKAN
hefst í dag
30-50% afsláttur af öllum
vörum í búðinni.
Ath. síðan allt á fullt verð aftur.
Póstsendum
X & z
BARNAFATAVERSLUN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682
Ahureyrar innon
10 sehúndno
Fáar aðrar samgönguleiðir slá
símanum við í hraða ogþœgindum. Þú
ert um 1 klst. að fljúga á milli
Reykjavíkur og Akureyrar ( í meðvindi).
Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á
löglegum hraða) og a.m.k. heilan dag
að sigla (í sléttum sjó).
Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og
þú verður ekki flugveikur, bílveikur eða
sjóveikur af því að tala í símann. Auk
þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á
daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og
um helgar.
Langlínutaxtarnir eru tveir. Dœmi um
styttri langlínutaxta er Reykjavík -
Keflavík og dœmi um lengri taxta er
Reykjavík - Akureyri*.
■ • ■ ■ ' ■ ■ ■ - ■
Reykjavík - Keflavík
Lengd símtals 3 mín. 10 mín. 30 mín.
Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00
Kvöldtaxti kr. 13,00 kr. 36,33 kr. 103,00
Nætur- og helgartaxti kr. 10,50 kr.28,00 kr. 78,00
* Breytist samkvœmt gjaldskrá
Reykjavík - Akureyri
Lengd símtals 3 mín. 10 mín. 30 mín.
Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00
Kvöldtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00
Nætur- oghelgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 115,50
PÓSTUR OG SÍMI
Við spörum þér sporin