Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Blaðsíða 30
MÁNUDAGÚR 17. JÚLÍ 1989. 3br íþróttir Klaus Allofs tll Bordeaux Vestur-þýski lands- liösmaðurinn Klaus Allofs var um helgina seldur frá Marseille til Bordeaux. Þetta kom fram í franska dagblaðinu L’Equipe í gær. Allofs gekk til liðs við Marseille 1987 frá Köln og var tvöfaldur meistari með Mar- seille á síðasta keppnistímabili. Allofs verður ekki eini Vestur- Þjóðveijinn í liði Bordeaux því Manfred Kaltz var keyptur frá Haraburg SV fyrir nokkru. Michael Allen vann í Skotlandi Kaliforníubúinn Michael Allen sigraöi á opna skoska meist- aramótínu í golfi sem lauk í Gleneagles í gær. Allen, sem er nýorðinn fimmtugur, fékk 50 þúsund pund fyrir sig- urinn. Hann lék mjög vel á lo- kakaflanum og endaði með fall- egu pútti. Bandaríkjamaðurinn komst þá fram fyrir helstu keppinauta sína, þá Ian Wos- nam og Jose Olazabal, en þeir höfnuðu í 2. og 3. sæti á mótinu. Laurie Cunnigham iést í bílslysi Laurie Cunningham, enski knattspyrnu- maðurinn kunni, lést í bílslysi á Spáni að- faranótt laugardags. Cunning- ham, sem búið hafði á Spáni allt síðastliðið ár, missti stjórn á bíl sínura í úthverfi Madrid og lenti bíllinn á ljósastaur með þeim afleiðingum að Cunning- ham lést. Cunningham var einn af bestu leikmönnum Englands á árunura 1979-1981 og þá lék hann marga lands- leiki. Hann lék með West Bromwich Albion og síðan með Real Madrid og Marseilles áður en hann varð varð að draga sig í hlé vegna meiðsla. Cunning- ham var varamaður í liði Wimledon sem sigraði Liverpo- ol i úrslitum enska bikarsins árið 1988. Hann var nú síðast á samningi hjá spænska liöinu Rayo Vallecano og var að hefja æfmgar þegar þetta hörmulega slys bar að. Það kom fram í enskum tjöl- miðlum í gær aö Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, hefði tekið lát Cunninghams mjög nærri sér. Atkinson var framkvæmda- stjóri West Bromwich Albion þegar Cunningham lék þar og voru þeir alla tíð mjög miklir vinir. Prost vann opna breska mótiö Frakkinn Alain Prost sigraði á opna breska meistaramótinu í kappakstri sem lauk í gær. Prost keyröi á McLaren bíl og varð á undan Englendingnum Nigel Mansell sem hafhaði í 2. sæti. Allessandro Nanni frá Ítalíu hafhaði í 3. sætinu og Brasilíu- maðurinn Nelson Piquet varö í 4. sæti. Uwe Steeb vann í Sviss V es tur-þj óð veij inn Karl Uwe Steeb sigr- aði Svíann Magnus Gustafson í úrslita-' leik á tennismóti í Gstaad í Sviss í gær. Steeb fékk yfir 300 þúsund dollara fyrir sigurinn. FH-ingar funda ' 1 " 1 Aöalfundur hand- knattleiksdeildar FH fer fram mánudaginn 24. júlí nk. Fundur- inn verður haldinn í Sjálfstæö- ishúsinu við Strandgötu og hefst klukkan 20.30. • Dæmigerð mynd fyrir keppnina í Jósepsdal. Velturnar voru fleiri en tölu varð á komið. Hér eru nokkrar í uppsiglingu er Benedikt Eiríksson næstum náði að komast upp á brekkubrún. Næstum er bara ekki nóg og hann hrapaði alla leið niður á jafnsléttu aftur. Þrátt fyrir áföll og veltur fékk enginn skrámu. Bikarkeppni Jeppaklúbbs Reykjavíkur og Bílabúðar Benna. Heimasætan vann - á þriðja þúsund áhorfendur fylgdust með vel heppnaðri jeppakeppni Það er ohætt að fullyrða aö þeir sem lögðu leið sína í gamlar malargryíjur í Jósepsdal á laugardag fengu eitthvað fyrir áurana sína er þar fór fram bikar- keppni í torfæruakstri Bílabúðar Benna og Jeppaklúbbs Reykjavíkur. Hafi áhorfendur búist við rólegu brekkuklifri í makindum þá var öðru nær. Þús- undir áhorfenda stóðu í nær 6 tíma, margir með hökuna lafandi niður eftir líkamanum af undrun yfir fífldirfsku og áræði margra af keppendum sem óku bílum sínum upp ómanngengar brekkurnar, knúnum 400 hestafla öskrandi átta strokka hreyflum, sem fóru létt með aö spóla skófludekkjunum að vild. Þau voru ófá skiptin sem þessir ofurhugar torfærugeggjunarinnar svifu í tveggja metra hæð yfir brekk- ubrúnimar sem engum manni heföi dottið í hug að væri mögulegt að yfir- stíga öðravísi en í huganum. Framfarir keppnisjeppa eru með ólíkindum Framfarir í smiði keppnisjeppa eru með ólíkindum og það er ljóst að dagar venjulegra jeppabifreiða í þessari grein akstursíþrótta eru liðn- ir, ekki er lengur hægt að aka á keppnisjeppanum sínum í venjulegri umferð ef árangur á aö nást. Það voru 6 bílar (ökutæki) skráðir til keppni í sérbúna flokknum en ökutæki í þeim flokki eru með sér- stök skófludekk og rótast á þeim yfir nánast allt og að auki hafa þeir flest- ir hláturgaskúta (glaðloftsbrúsa) til orkuaukningar þegar mest liggur við. Sturla varð að játa sig sigraðan Sigurvegari allra torfærukeppna ársins sunnan heiða, Árni Kópsson á Heimasætunni heimasmíðuðu, byijaöi illa og átti í harðri baráttu við Sturla Jónsson (Bossa) á Wag- oneer lengst af. Sturla varð að játa sig sigraðan þegar driíbúnaður jepp- ans brotnaöi að hluta er aðeins tvær þrautir voru eftir. Sturla sýndi mikil tilþrif og hugrekki í erfiðum þraut- um. Hann var vel að öðru sætinu kominn og náði að krækja sér í 1955 stig. Hann bætti sér upp vonbrigðin með því að sigra í langstökkskeppni er fram fór eftir keppnina og stökk með farartæki sínu sextán metra og áttatíu sentímetra sem er þar með gildandi íslandsmet jeppabifreiða í langstökki. í þriðja sæti varð Ásmundur Guönason á Ford árgerð 1942. Fátt er nú eftir af þeim bíl upprunalegt ef þá nokkuð en sá „gamli“ stóð sig vel og varð 50 stigum á undan öðrum gömlum, Willys 47 sem ekið var af Gunnari Guðjónssyni fiórdrifsfræð- ingi. I götubílaílokki voru 8 bílar skráð- ir. Munurinn á milli götubílaflokks og sérútbúinna virðist vera sá helst- ur að dekkjabúnaður er af löglegri gerð til aksturs í venjulegri götuum- ferð. Þrautir þær sem lagðar eru fyrir götubílana eru einnig léttari. Keppn- in í götubílaflokknum var mjög jöfn allan tímann en hún féll nokkuð í skuggann af átökum þeirra sérbúnu, þó voru aksturstilþrifin síst núnni í baráttunni við þyngdarafliö en tang- arhald ökutækjanna á fóstuijörðinni reyndist öllu minna en hjá sérbúnu farartækjunum. Einar sigraði í götubílaflokki Sigurvegari í götubílaílokki varð Einar Benediktsson á Willys með 2.535 stig. í öðru sæti varð Gunnar Hafdal á Willys með 2.495 stig en hann tapaði sigrinum á síðustu þraut. Tímabrautin reyndist honum erfið því afturdrifið var brotið. Gunnar sýndi mjög góða takta og skemmti áhorfendum með tilþrifum. í þriðja sæti varð Stefán Gunnars- son, einnig á Willys, með 2.445 stig. Árni á Heimasætunni var maöur dagsins Maður dagsins var eins og svo oft áður Árni Kópsson á Heimasætunni. Hann virtist hafa sigurinn í hendi sér ailan tímann en varð að hafa meira fyrir honum nú en oftast áður í sum- ar. Aðspurður sagðist Árni ekki hafa verið í nógu góðu formi í byijun þess- arar keppni en þegar hann sá fífl- dirfsku keppinautanna var ekki um annað að gera en að sleppa Heima- sætunni lausri í brekkunum. Það er alveg furðulegt að sjá hvernig þessi heimasmíðaði grindarbíll sveiflar sér upp brekkumar eins og fuglinn fljúgandi. Trúlega er þetta það sem koma skal í torfærukeppnunum. -ÁS/BG Kærumál í deiglunni? - Breiðabliki dæmdur ósigur í furðulegu máli í Kópavogi Vægast sagt mjög furðulegt mál kom upp í Kópavogi í gær þegar kvennaliði Þórs frá Akureyri var dæmdur sigur gegn Breiðabliki í ís- landsmóti 1. deildar kvenna. Leikur liðanna átti að fara fram í kvöld í Kópavogi en skyndilega var leiknum flýtt til gærdagsins. Það voru furðu- leg vinnubrögð í gangi í sambandi við breytingu leiksins. Fram- kvæmdastjóri Þórs fékk leiknum flýtt í samráði við KSÍ en Breiðablik hafði ekki hugmynd um leiktímann. Þórsstúlkumar komu akandi alla leið frá Akureyri í gær en leikurinn átti að fara fram í kópavogi klukkan 17 samkvæmt hinni leynilegu breyt- ingu KSÍ. Breiðabliksstúlkur fréttu fyrir tilviljun af leiknum og náðu að safna saman 10 manna liði. Dómari leiksins flautaði hins vegar leikinn af og sagði í skýrslugerð sinni aö Breiðablik hefði ekki mætt til leiks og dæmdi Akureyrarstúlkunum sig- ur í leiknum. í lögum KSÍ stendur hins vegar að lið megi mæta til leiks með aðeins 10 leikmenn og spila leik- inn. „Þetta er allt mjög furðulegt. Breiðablik var ekki reiðubúið að flýta Jeiknum því að það var ein- faldlega ekki hægt að setja leikinn á neinn völl í dag. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar við fréttum að Þórsstúlkurnar væru mættar í leikinn. Þegar við komum á völlinn var dómarinn búinn að flauta leikinn af og sagöi að við hefð- um ekki mætt til leiks. Við hefðum vel getað spilaö 10 og máttum það samkvæmt lögum KSÍ. Það er ljóst að þetta er ekki hér með búið. Við munum að sjálfsögðu kæra þetta,“ sagði Ingibjörg Hinriksdóttir hjá Breiðabliki í samtali við DV í gær. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu á þessu furðulega máli. Þess má geta að aðeins einn línu- vörður mætti til leiks þannig aö dóm- arinn hefði frekar átt að flauta leik- inn af sökum þess. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.