Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Síða 43
MÁNUDAGUR 17.JÚLÍ 1989.
43
Menning
Byssuskot og dapuriegt vísubrot
Þetta er nýleg saga, kom út fyrir
sjö árum í Bandaríkjunum en höf-
undur lést tveimur árum síðar. Hún
er endurminningar fullorðins
manns, aöallega um sumarið þegar
hann var tólf ára. Nokkur minninga-
brot eru um fyrri tíö, einkum þegar
hann bjó í útfararstofu. Það er for-
boði meginatburðar sögunnar, einn-
ig hitt, hve handköld dóttir útfarar-
stjórans er. Þannig hnitast hin ýmsu
minningabrot sögunnar að einu
marki, örlagaatburði, sem sögumað-
ur er sífellt að víkja að með sjúklegri
þráhyggju um dagsetningu, um ham-
borgara sem hann hefði átt að kaupa
freinur en byssuskot og dapurlegt
vísubrot sem titill sögunnar er tek-
inn úr. Með þessari hnitun verður
þetta áhrifarík saga þótt einfóld sé á
yfirborðinu og sögumaður virðist
segja stefnulaust frá hvíeina.
Kkiuud Ik'.mtigan
Svo berist ekki burt
raeð vindum
Bókmenntir
Örn Ólafsson
„Ég sat þama og horfði á stof-
una þeirra skera sig skínandi
úr myrkrinu við tjörnina.
Hún var eins og hugljúft æv-
intýri sem hélst áhyggjulaust
í hendur viö óspilltan tíöar-
anda eftirstríðsáranna í
Bandaríkjunum, áður en
sjónvarpið beygði ímyndun-
arafl fólks í duftið og hlekkj-
aði það innan dyra, varnaði
því að láta draumsýnimar
rætast með eðlilegum hætti.“
Ég hefi því miður ekki getað orðið
mér úti um frumtextann en þýðingin
er á lipru máli og lifandi, oftast nær.
Svolítið ankannalegt finnst mér vísu-
brotið en þaö er það kannski líka í
frumtextanum.
Richard Brautigan ^
MM 1989, 105 bls.
Gyrðir Etiasson
Fátækir Kanar
Hér birtist okkur önnur hlið
Bandaríkjanna en sú sem kunnust
er af kvikmyndunum. Sögumaður er
sonur einstæðrar móður, þau eru á
bænum, einlægt að flytja úr einu
hreysi-í annað. Hann safnar flöskum
til að eignast peninga og fer mikið
einforum. Mynd sögumanns skýrist
af andstæðunni við vin hans, sem er
snyrtilegur íþróttamaður, vinsælasti
piltur skólans, o.s.frv., í stuttu máli
sagt hetjan úr bíómyndum um ungl-
inga. Hvað laðar hann að sögu-
manni? Það virðist helst vera að méö
honum fær hann tækifæri á að sýna
bakhlið þessarar glansmyndar, óút-
skýranlegan kvíða, martraðir sem
hann getur ekki munað. Þetta er í
senn enn einn forboði örlagavið-
burðarins og skiljanlegt aö fullkomin
aðlögun piltsins að ríkjandi viðmið-
un kosti hann eitthvað í persónu-
þroska. Af öðrum persónum ber
mest á einmana, drykkjusjúkum
næturverði og einsetukarli sem er
öryrki, einu tengsl þessara manna
við umheiminn virðast vera við
sögumann. í þessum persónum birt-
ist því einsemd piltsins óbeint. Auk
þess eru miðaldra hjón (myndin á
forsíðu bókarinnar) sem koma á
hveiju kvöldi með pallbíl fullan af
húsgögnum niður að tjörninni, setja
þar upp dagstofu og eldhús á bakkan-
um, til að geta setið í sófa á tjarnar-
bakka og veitt geddur. Það er ekki
fljótlegt að sjá tilganginn með að
segja frá þessum persónum, enda eru
þau tilgangur í sjálfu sér, sérvitring-
ar í bestu merkingu þess orðs, fara
sínu fram án þess að hugsa til þess
hvað öðrum kunni að finnast. Og ein-
mitt þannig verða þau ímynd þess
öryggis sem drengurinn þráir.
Forboði slyss
Þegar drengirnir hjóla á staðinn
þar sem slysið verður liggur leið
þeirra um niðumítt fátækrahverfi, á
þá æpir strákur, öfundsjúkur yfir að
þeir skuli eiga hjól.
Varmi
„Hann var bara einn þessara
krakka, vitstola sökum fá-
tæktar og sídrukkinn faðir
hans lemur hann í tíma og
ótjma, hamrar á því að það
verði aldrei neitt úr honum,
hann endi einsog faðirinn,
sem og rætist.“
Drengimir tveir em að fara á skot-
æfmgu og það er þá í yfirgefnum ald-
ingarði, fullum af rotnandi eplum.
Þetta er ekki aðeins forboði slyssins
heldur einnig þess að sögumaður er
hrakinn burt úr samfélaginu og þetta
er forboði rótlauss lifs sögumanns
sem er þjakaöur af sektarkennd alla
tíð síðan. Það kemur vel fram í því
að hann skuli vera að segja frá þessu
aldarfjórðungi síðar. Og það er áhri-
faríkt að ljúka sögunni á mótpól
þessa, feitu hjónunum á tjarnar-
bakkanum. Þau verða tákn friðsæll-
ar fortiðar fyrir syndafallið. Það er
ekki lengur einkamál sögumanns
heldur varðar allt samfélagið:
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN
AUÐBREKKU 14, KÓPAV., SÍMI 44250
1 0 (I N I. I II A N I.
/fflMIIIIIIIU
SUMARTILBOÐ
ÁPÍANÓUM
greiðast á allt aö 2 árum
PÁLMARS ÁRNA HF
HLJÓDFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERDIR
ÁRMÚLI38,108 REYKJAVÍK, SlMI 91 -32845
SIMNEFNI: PALMUSIC-FAX: 91-82260
HARNY
Hárgreiðslu- og rakarastofa
Nýbýlavegi 22 • Sími 46422 • 200 Kóp.
KMS sjampó
og næríng
. HÁRGREIÐSLU- 0G
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTÍG 29, RVÍK
® 13010 • 12725
Þingmenn
á þjóðvegi
Ásgeir Hannes
Eiríksson
Guðmundur
Ágústsson
Norðurland vestra
Veröum á:
Vertshúsinu Hvammstanga
þriöjudaginn 18. júlí kl. 18-19
Hótel Blönduosi
miövikudaginn 19. júlí kl. 18-19.
Hótel Mælifelli
fimmtudaginn 20. júlí kl. 18-19.
BORCARA
FLOKKURINN
ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUSKRIFSTOFUM
OKKAR OG FERÐASKRIFSTOFUNUM.
m. ARNARFLUG
Veródæmi þetta miðast viö
tvo fullorðna á Apex-gjaldi,
kr. 21.950, og tvö börn meó
50% afslætti.
Lágmúla 2, sími 91-84477, Austurstæti 22, 91-623060, Flugstöð Leifs Eirikssonar. sími 92-50300.
*