Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1989, Page 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1989.
Einvígi
Margeirs
* og Jóns L.
frestast
Ekki tókst að ná fram úrslitum í
Íslandsmeistaraeinvígi þeirra Jóns
L. Árnasonar og Margeirs Péturs-
sonar en eftir að sex skákir höfðu
verið tefldar var staðan 3-3. Tvær
aukaskákir voru tefldar um helgina
og Jauk þeim báðum með jafntefli
eftir sviptingar.
Ekki tekst að ljúka einvíginu núna
því skákmeistararnir hé-ldu í morgun
utan til Finnlands en þar fer Norður-
landamótið í skák fram. Norður-
landamótið er samtímis svæðamót
—éða upphaf að nýrri keppni um
heimsmeistaratitilinn. Margeir er
núverandi NM-meistari. Keppni
þeirra félaga verður framhaldið í
næsta mánuði en þá veröur teflt þar
til annar vinnur skák, svokallaður
bráðabani.
-SMJ
Fjórtán ára
r ökumaður
tekinn
Lögreglan í Keflavík handtók í nótt
14 ára gamlan ökumann, próflausan
að sjálfsögðu en óölvaðan. Hafði pilt-
ur ekið til Keflavikur frá Þorláks-
höfn með ölvaðan eiganda bílsins í
farþegasætinu. Hafði sá fengið þann
yngri til að keyra fyrir sig. Lögregla
veitti bílnum athygli þar sem hann
var vanbúinn til aksturs. Ökumaður-
inn ungi virtist ekkert stressaður
yfir uppátækinu og tók afskiptum
lögreglunnarmeöstakriró. -hlh
Góöa veðrið hefur áhrif:
" Tjaldsvæðið
þéttskipað
á Akureyri
Mikill fjöldi ferðamanna, inn-
lendra og erlendra, hefur gist á tjald-
stæðum á Akureyri síðustu viku
enda veðrið eins og best verður á
kosið. Að sögn lögreglunnar hefur
verið mikil umferð um bæinn undan-
farna daga og greinilegt að margir
sunnanmenn hafa ekið norður í góða
veðrið. Tjaldsvæðið á Akureyri var
héttskipað tjöldum. Þá hefur talsvert
^"^rið hringt á lögreglustöðina að
sunnan og spurst fyrir um veðrið.
-ELA
Keflavíkurflugvöllur:
Lá við árekstri kafbáta-
t
5MT\^^rlcMT OllUbllS
- tilviljun að slökkvUiðsmenn sáu bílinn í þokunni
Rétt fyrir klukkan átta á fóstu- rnínútu. Þegar slökkviliðsmenn- um næsta nágrenni flugvalla eins skrifstofustjóri Flugumferðar-
dagskvöld munaði minnstu að Ori- imir voru að hjálpa bílstjóra olí- og reyndin væri á Keflavíkurflug- stjórnar í Flugstöð Leifs Eiríksson-
on kafbátarleitarvél kæmi inn til flutningabílsins af brautinni velli. ar.
iendingar á flugbraut 29 á Keflavík- heyrðu þeirhvininn í Orion-vélinni „Ég veit ekki hver er fær um að Guðmundur Ó. Ólafsson yfirflug-
urflugvelli þrátt fyrir að olíuflutn- þegar hún flaug yfir. dæma hvort fleiri hafi leyfi til að uraferðarstjóri sagðist ekki hafa
ingabíll frá Esso væri á brautinni „Maumferðin hér getur verið aka um flugvallarsvæðið hér en séð sambærilega lista frá öðrum
raiðri. Bílstiórinn hafði villst inn á eins og á Hellisheiðinni á góðum tíðkast annars staðar. Það er ekki flugvöllum. Hins vegar væru menn
brautina vegna þoku. Það var til- sumardegi,“ sagði flugumferðar- hægt að bera þetta saman. Þetta er sera þyrftu að aka um svæðið settir
vfljun ein að menn á brautarvakt sfióri í samtali við DV. Hann sagði völlur sem þjónar bæði herflugi og á sérstök námskeið „sem virðist
slökkvfliðsins sáu grilla í ljós úti á flugumferðarsíjóra hafa verið ugg- borgaralegu flugi. En hér fær eng- ekki hafa dugað í þessu tilfelli.“
brautinni. Þeir höfðu samband við andi ura hversu margir hefðu leyfi inn að aka um nema vegna starfa Þetta atvik er nú til rannsóknar
flugtuminn og flugumferðarstjór- til að aka um fugvallarsvæðið, Á eða framkvæmda. Hér er að sjálf- hjá lögreglunni á Keflavikurflug-
ar vísuðu Orion-véliimi frá. Þá átti ferðum sínum erlendis heföi hann sögðu miklu meiri starfsemi en á velli og mun verða sent loftferða-
hún um þrjár mílur ófamar imi tfl ekki kynnst flugvöllum þar sem velli sem er bara með borgaralegt eftirlitinu til rannsóknar.
lendingar eða um eina og hálfa jafnmargir hefðu heimfld tfl að aka flug,“ sagði Ásgeir Einarsson, -gse
Seint í gærkvöldi gengu um 40 manns yfir 700 gráða heita glóð úti í Við-
ey. Eldgangan var liður í hátíðinni Snæfellsás 89 sem verður haldin um
næstu helgi. Eftir nokkurra klukkustunda undirbúning Bandarikjamannsins
Ken Cadigans gengu þátttakendur, fullorðnir sem börn, yfir glóöina. Með
réttu hugarfari á að vera hægt að ganga yfir eldinn án þess að brenna sig
og varð sú raunin. Eldfararnir gengu mörgum sinnum yfir bálköstinn sem
hver og einn hafði í upphafi kastað miða á þar sem á stóð hvað hver og
einn vildi brenoa burt úr lífi sínu. -ÓTT/DV-mynd Hanna
Borgin kaupir Broadway
- kaupsamningur með fyrirvara
Samningar um kaup Reykjavikur-
borgar á skemmtistaðnum Broad-
way voru undirritaðir með fyrirvara
fyrir helgi. Verða þeir lagðir fyrir
borgarráð á morgun.
Davíð Oddsson borgarstjóri kvaðst
í samtali við DV í morgun ekki vilja
tjá sig um kaupverðið á Broadway,
þar sem borgarráð hefði enn ekki
fengið málið til afgreiðslu. Hann
sagði að fyrirhugað væri að koma
upp athvarfi fyrir unglinga í Broad-
way, þar sem þeir gætu þá skemmt
sér án áfengis. Einnig yrði húsið
notað sem skemmtistaður og ráð-
stefnusvæði fyrir borgina. Staðsetn-
ing þess væri mjög hentug og væri
fullvíst að það kæmi að góðu gagni.
-JSS
Sílamávur hefur gert mikinn usla við Tjörnina í Reykjavík undanfarið. Hafa
andafjölskyldur átt mjög í vök að verjast fyrir þessum vargi sem lónir yfir
andabyggðinni á daginn í von um að geta gleypt nokkra unga. Þeir Ólafur
Nielsen og Finnur Logi Jóhannsson skárust hins vegar í leikinn síðdegis i
gær og sendu þessum óboðna gesti heldur kaldar kveðjur. Eftir átökin lágu
sjö vargar í valnum. Enn er þó full ástæða fyrir andamömmurnar að fara
varlega um sinn þar sem nóg er af þessum vágesti. DV-mynd S
LOKI
Þeir virðast
eldhressir í Viðey!
Veðrið á morgun:
Skin og
skúrir
Á morgun veröur suðvestanátt
með skúrum suðvestan- og vestan-
lands. Um austanvert landið verð-
ur bjartviðri. Annars staðar verður
úrkomulaust en skýjað. Hiti verður
á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast fyrir
austan eins og venjulega.