Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. Fréttir Fj ármagnstilfærslur ríkisstj ómarinnar: Tæpir tólf milljarðar til atvinnuveganna - 1 styrki, lán og ábyrgðir frá ríkissjóði og opinbera sjóðakerfinu Á þeim tæpu tíu mánuðum sem ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar hefur setið að völdum hefur hún staðið fyrir ýmiss konar fjár- magnstilfærslum til atvinnuveganna fyrir rúma 11,7 milljarða króna. Þessar tilfærslur hafa verið í formi beinna styrkja, niðurgreiðslna, víkj- andi lána, lána með ríkisábyrgð eða ábyrgða opinberra sjóða og frestun á aíborgunum eldri lána. Fyrir sumu hefur verið gert ráð fyrir í íjárlögum, annaö hefur stækkað gatið á ríkis- sjóði og enn annað kemur ekki til greiðslu fyrr en á næstu árum. Til þess að gefa hugmynd um hversu umfangsmikil þessi fyrir- greiðsla er, þá yrði stafli af eitt þús- und króna seðlum, sem í væru 11,7 milljarðar, um 1.170 metrar á hæð. Það er tæplega sextánfóld hæð Hall- grímskirkju. Sjávarútvegur búinn að fá 6,6milljarða Þessar fjármagnstilfærslur ríkis- stjómarinnar hófust strax og hún tók við völdum. Þá var Atvinnutrygg- ingasjóöur stofnaður með framlagi úr ríkissjóði og Atvinnuleysistrygg- ingasjóði ásamt heimild til innlendr- ar og erlendrar lántöku. Þá tók verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins einnig lán til aö verðbæta frystar sjávaraf- urðir en þetta lán kemur til með að falla á ríkissjóð. Auk þess er undir- búningur að stofnun hlutafjársjóðs Byggðastofnunar hafinn, samþykkt að greiða niður raforku til fisk- vinnslu og veija 100 milljónum í skuidbreytingu til trillukarla. Samtals námu þessar tilfærslur 6,6 milljörðum og þar af voru 1,9 millj- arðar bein framlög úr ríkissjóði og Atvinnuleysistryggingarsjóði. Megnið af þessari tilfærslu fór til sjávarútvegsfyrirtækja. Þessu til við- bótar ráðgerir ríkisstjómin aö stofna nýjan úreldingarsjóð fiskiskipa, stofna til gæðaátaks í sjávarútvegi, verja fjármunum til fullvinnslu á afla og stofna sérstaka þróunardeild við Fiskveiðasjóð. Þessi fyrirhugaða Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson aðstoð mun kosta um 440 milljónir og er að mestu í formi framlaga frá ríkissjóði og opinberum sjóðum. Landbúnaðar, loðdýr og fiskeldi fá sitt Ríkisstjórnin hefur aukiö niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum um 870 milljónir og ljóst er að útflutn- ingsbætur munu hækka um 200 milljónir í tíð hennar. Þá stóð ríkisstjómin fyrir gifurlega umfangsmiklum aðgerðum til hjálp- ar loðdýraræktinni snemma á þessu ári. í Ijósi síðustu upplýsinga um stöðu greinarinnar er ljóst að megnið af þeim 570 mfiljónum, sem lagt var tfi loðdýraræktar í þessum aðgerð- um, er glatað fé. Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráöherra kynnt enn frekari aðgerðir tfi bjargar loðdýra- ræktinni. Erfitt er að meta fullkom- lega hversu dýrar tillögur Stein- gríms eru, en að mati sérfræðinga, sem DV ræddi við, er ekki óvarlegt að áætla að þær kosti um 1,5 til 2,3 milljarða. Ríkisstjómin setti+á stofn trygg- ingasjóð fiskeldis í vetur. Honum er heimfit að veita 1.800 mfiljón króna ríkisábyrgð á lán tfi fiskeldis. Þessu til viðbótar samþykkti ríkisstjórnin að Framkvæmdasjóður íslands skyldi lána viðskiptabönkunum allt að 1.000 mfiljónir til að tryggja að lausafjárstaða þeirra versnaði ekki þrátt fyrir lánveitingar til fiskeldis. Þá hefur greinin einnig fengið sölu- skatt endurgreiddan. Fleiri Hallgríms- kirkjur á leiðinni Auk þessa hefur ríkisstjórnin styrkt Arnarflug og Álafoss með ýmsum aðgerðum. Þá fékk lagmetið stuðning vegna áfalla á Þýskalands- markaði og nú síðast var 150 milljón- um varið til að styðja fyrirtæki sem ráða skólafólk í sumarafleysingar. Samtals hefur ríkisstjómin varið rúmum 11,7 milljörðum í ýmsar fjár- magnstilfærslur til atvinnuveganna. Eins og áður sagði er ráðgert að bæta enn við tilfærslurnar til sjávar- útvegs og loðdýraræktar. Lauslega áætlað má því meta þær tilfærslur sem ríkisstjómin hefur þegar staðið fyrir og þá tilfærslu sem þegar er komin á teikniborðið upp á um 14 mfiljarða króna. Flestir eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvað það eru í raun miklir fjármunir. Ef 14 milljörðum væri skipt í eitt þúsund króna seðla og þeim staflað upp, yrði staflinn um 1,4 kílómetrar að hæð. Það er tæplega nítjáníold hæð Hallgrímskirkju. Millifærslur ríkisstjórnarinnar DI'JRJ Á þessari skýringarmynd má sjá umfang þeirrar fjármagnstilfærslu sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur staðið fyrir. Gert er ráð fyrir að styrkjum og lánveitingum ríkissjóðs og annarra opinberra sjóða ásamt ríkis- ábyrgðum sé skipt í eitt þúsund króna seðla. Þeim er siðan staflað upp á Skólavörðuholtinu við hliðina á Hall- grímskirkju, sem er 75 metrar á hæð. í dag mælir Dagfari Strandar á sokkabuxum Menn hafa veriö að hneykslast á því að sokkabuxur hafi tafið vinnu- defiu flugfreyja og Flugleiða. Mun hafa strandað á því að flugfreyjur gerðu kröfur um að fá tvennar sokkabuxur í stað einna. Flugleiða- menn reiknuöu það út að auka- sokkabuxur kostuðu fyrirtækið tvær tfi þrjár milljónir á ári. Það eru auðvitað dýrar sokkabuxur en stórt flugfélag hlýtur að hafa efni á því að eiga fyrir undiríotum handa starfsfólkinu ef það vfil aö fólkið mæti tfi vinnu. En það er þetta með hneyksl- unina. Halda menn að flugfreyjur geti verið án sokkabuxna? Vilja menn að flugfreyjur gangi sokka- buxnalausar um vélarnar og upp- farti farþegana hálfnaktar? Dagfari veit að farþegarnir hafa ekkert á móti því og vildu meira að segja að þær væru topplausar ef því er að skipta. Ekki veit Dagfari hvort fyrirtækiö kaupir handa þeim brjóstahaldarana eða blússumar en ef forstjóramir vfija spara ein- hvem pening og takmarka klæða- buröinn hjá flugfreyjunum er miklu meira vit í því að skera niöur innkaupin á brjóstahöldumm og láta stúlkurnar ganga um ber- brjósta. Það væri nú aldefiis sölut- rikk sein borgaði sig. Þeir gætu þess vegna hafið Ameríkuflugið til vegs og virðingar aftur ef það spyröist að íslenskar flugfreyjur gengju til beina án þess að vera í nokkru að ofan. Meðan stefna Flugleiða er hins vegar sú að hafa flugfreyjur í fullu klæðum nær það ekki nokkurri átt að neita þeim um sokkabuxur. Sokkabuxur vilja gjaman rifna og allir vita að það er ljótt og subbu- legt að ganga um í rifnum sokka- buxum sem er dregið til í. Maöur er alveg hissa á því hvemig heil stétt af flugfreyjum hefur hingað til getað látið einar sokkabuxur endast í heilan mánuð. Það er lág- mark að hafa aðrar tfi skiptanna og maður skilur vel að það þurfi að stöðva flugflotann þegar svona alvarleg tíðindi gerast. Flugfreyja getur ekki verið þekkt fyrir aö ganga tfi starfa í einum sokkabux- um. Það er meira áríðandi að sokkabuxurnar séu í lagi heldur en hvort farþegaflutningar gangi fyrir sig með eðlflegum hætti. Ekki veit Dagfari um kjarasamn- inga flugmanna. Þeir fengu kröfum sínum framgengt fyrir nokkra án þess aö stöðva þyifti ílugið. Ekki kæmi það þó á óvart þótt flugmenn hefðu sett fram kröfu um tvennar nærbuxur á mánuði. Flugmenn sitja mikið í starfi sínu, gera nán- ast ekkert annað. Þeir þurfa á góð- um nærbuxum að halda og þurfa að hafa nærbuxur tfi skiptanna. Allir vita að flugmenn treysta sér ekki til að vinna lengur en í níu klukkustundir í einu og hafa þurft að snúa vélum við vegna þess að vaktirnar hafa farið nokkrum mín- útum fram yfir þann tíma. Sjálfsagt stafar það meðal annars af því að flugmenn þurfa að skipta um nær- buxur eftir langa og stranga setu frammi í vél. Eða þá að þeir hafa ekki haft auka nærbuxurnar meö sér og þurfa aö komast í land tfi aö kaupa nýjar. Auðvitað eiga Flugleiðir að skaffa flugmönnum nærbuxur og auðvitað eiga Flug- leiðir að skaffa flugfreyjum sokka- buxur þegar fólk þarf að vinna alla leiðina meðan flugið stendur yfir. Það veröur að vera jafnrétti í flug- inu eins og annars staðar. Það er ábyrgðarmikið verk að halda uppi samgöngum til og frá landinu. Flugvélarnar geta hrapað og flugliðið getur tekið upp á því aö leggja niður störf yfir miðju Atl- antshafi ef því er misboðið af fyrir- tækinu sem það starfar hjá og fær ekki nærfatnað og undirfót til að ganga í. Flugmenn hafa engin efni á því að vera skipta sífellt um nær- buxur og flugfreyjur verða aö ganga almennflega tfi fara. Þetta fólk á skýlausan rétt á því að fyrir- tækiö sjái því fyrir undirfatakaup- um ef það vill á annað borð halda uppi rekstri á flugfélagi sem sómi er að. Eftir allt hugsjónastarfiö og brautryðjendastarfið í fluginu, eftir allan þann metnað sem við íslend- ingar höfum lagt í að efla eigin flugsamgöngur, getur svo farið að flugið leggist niður vegna þess að Flugleiðir tíma ekki að kaupa und- irföt handa starfsliðinu. Og starfs- liðið hefur ekki efni á að kaupa þau. Flugið stendur og fellur með sokkabuxum tfi skiptanna! Þaö flýgur enginn sokkabuxna- laus. Þá er betra að Flugleiðir fari á hausinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.