Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
Utlönd
Bágir Þórisson, DV, New York:
Tæknilega fullkoranasta og dýrasta herflugvél sögunnar, B-2 sprengju-
flugvélin bandaríska, fór í fyrsta sinn í loftið á mánudag. Flugið gekk vel
en alvarleg hætta er á aö hún fljúgi ekki jafnvel í gengum þingið. Verð-
ið, 530 mifljónir dollara stykkið, jafnvirði um 30 milljarða króna fyrir
hverja vél, vex mönnum í augum, einkum þar sem möguleg afvopnim
gæti gert vélina óþarfa.
Sraíöin hefur tekið tiu ár og kostað 22 miHjarða dollara hingað til. Allt
í allt myndu þær 132 flugvélar, sem Bandarikjastjórn vill kaupa, kosta
70 milljarða dala, jafnvirði 4.200 milljarða íslenskra króna.
Verkfall í Bretlandi
Strætisvagnarnir i London stóðu kyrrir í gær vegna sólarhringsverkfalls
viðhaldsmanna. Símamynd Router
Fimmta sólarhringsverkfall járnbrautarstarfsmanna í Bretlandi á
skömmum tíma hefst í dag eftir að leiðtogar stærsta verkalýðsfélags
þeirra höfiiuöu boöi um kauphækkun. Tvö önnur félög gengu að tilboð-
inu, félag lestarstjóra og skrifstofumanna.
Verkfall jámbrautarstarfsmanna er alvarlegasta vinnudeilan sem
Thatcher forsætisráðherra hefur þurft að kljást við síðan stjóm hennar
bældi niður árslangt verkfall námuverkamanna fyrir fjómm árum. Eeuter
B-2 sprengjufiugvélin við flugtak i gær.
Simamynd Reuter
Dullah Omar, lögfræðingur Nelsons Mandela, ásamt Winníe Mandela,
eiginkonu Nelsons, dóttur Mandeia Zinzi og dótturdóttur. Símamynd Reuter
í fyrsta sinn í tuttugu og sex ár verður fjölskylda Nelsons Mandela hjá
honum á afmælisdegi hans en Mandela verður 71 árs í dag.
Að stjómvöld skuli nú í fyrsta sinn hafa leyft flölskyldunni aö koma
saman gefur vangaveltunum um aö frelsi Mandela sé á næsta leiti byr
undir báöa vængi.
Fimmtán til sextán manns munu veröa í afinælisveislunni í einbýlis-
húsi því sem veriö hefur fangelsi Mandela frá því aö hann náði sér eftir
sjúkrahúsvist í fyrra.
í síðustu viku fengu sex samfangar Mandela að heimsækja hann og
snæðameöhonumhádegisverð. Reuter
Palmevitnl horfið
Eitt af mikilvægustu vitnunum í Palmemálinu hvarf fyrir rúmri viku.
Vitnið, sem er fangi, kom ekki á tilsettum tíma til fangelsisins eftir eins
dags leyfi.
Fanginn er kunningi ákæröa og við yfirheyrslu í réttarhöldunum kvaðst
hann hafa séö ákærða fyrir utan Grandbíóið rétt eftir klukkan 23 kvöld-
iö sem Olof Palme var myrtur. Vitnið þykir sérlega mikilvægt fyrir sak-
sóknara þar sem það er eina vitnið sem kannaðist viö ákærða. Það getur
því ekki eins og önnur vitni verið sakað um aö ruglast á ákærða og ein-
hverjum öðrum.
Vitnið aiþlánar nú sex mánaða fangelsisdóm og hefur framburöur þess
ekki mælst jafiuvel fyrir hjá öllum í undirheimunum. Tveim dögum eftir
framburðvitnisinsfýrirrétti var nýrbíllþess eyðilagður. TT
Stealth í loftið
Jaruzelski reiðu-
búinn í framboð
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, og Wojciech Jaruzelski hershöfðingi viö
þingsetningu fyrr í þessum mánuði. Símamynd Reuter
Wojciech Jaruzelski hershöfðingi
er reiðubúinn að bjóða sig fram til
nýs embættis forseta í Póllandi, að
því er háttsettur pólskur embætt-
ismaður sagði í gær.
Jaruzelski dró sig í hlé 30. júní og
sagði að þrátt fyrir lýðræðisumbæt-
urnar, sem hann hefði komið á,
skyggði það enn á að hann væri sá
sem sett hefði herlög 1981 til að bæla
niður Samstöðu, hin óháðu verka-
lýðssamtök. Á fostudag lýsti Walesa,
leiðtogi Samstöðu, því yfir að hann
væri reiðubúinn að styðja forseta-
framboð Jaruzelskis. Walesa fór hins
vegar ekki fram á að fulltrúar Sam-
stöðu á þingi kysu Jaruzelski.
Samstaða er með 46 prósent sæt-
anna á þinginu og hefur enn ekki
tekið afstöðu. Heimildarmenn segja
þó að ákveðnum hópi hófsamra
manna innan Samstöðu sé umhugað
um að Jaruzelski verði kjörinn.
í ræðu i gær á pólska þinginu varði
Jaruzelski setningu herlaganna 1981.
Sagði hann meðal annars að ekki
væri víst að Samstaða ætti fulltrúa á
þingi ef herlögin hefðu ekki verið
sett. Þótti hann augljóslega hafa ver-
ið að gefa í skyn að sovésk innrás
hefði haft annað í fór með sér.
Reuter
«
Bjóða skaðabætur
Bandarísk yfirvöld hafa boðist til
að greiða skaðabætur vegna far-
þega og áhafnar flugvélar þeirrar
sem bandaríska freigátan Vin-
cennes skaut niður á Persaflóa 3.
júlí á síðasta ári.
Alls voru tæplega þrjú hundruö
um borð í véhnni sem var af gerð-
inni Airbus. Farþegarnir voru
flestir íranskir eöa 250. Að auki
voru farþegar frá Indlandi, Pakist-
an, Júgóslavíu, Ítalíu og Samein-
uöu furstadæmunum.
Bætur Bandaríkjanna nema milli
eitt hundrað þúsund og tvö hundr-
uð og fimmtíu þúsund dollurum
fyrir hvern þann er lét lífið. Vegna
slæms stjórnmálasambands milli
írans og Bandaríkjanna veröur
greiðslu bóta til ættingja írönsku
farþeganna frestað þar til hægt
verður að finna millilið er getur séð
um greiðslur.
Talsmaður Bandaríkjastjómar
sagði að itrekaðar tilraunir til aö
afla upplýsinga um ættingja
írönsku farþeganna hefðu ekki
borið árangur. Hann kvaöst treysta
fulltrúum annarra þjóða til að
greiða ættingjum farþeganna bæt-
ur en sagðist efins um að írönsk
stjórnvöld myndu gera það.
Reuter
Skotbardagi við háskóla
Til skotbardaga kom við þjóðar-
háskólann í E1 Salvador í gærkvöldi
milli stúdenta og hermanna. Að
minnsta kosti átta stúdentar særð-
ust, að sögn sjónarvotta. Hermenn
em sagðir líta á háskólann, sem er í
höfuðborginni, sem vígi vinstri sinn-
aðra skæruliða.
Námsmenn höfðu ráðgert göngu
síðdegis í gær til að mótmæla hand-
tökum háskólastúdenta. Talsmaður
hersins sagði að námsmennirnir
hefðu skotið á vopnaða hermenn sem
eru á verði viö inngang háskólans
og leita á öllum sem þar fara um.
Átökin em sögð hafa staðið yfir í
um klukkustund og sjúkrabíll sem
kom á staðinn um hálfri stundu eftir
að þau hófust varö að hörfa vegna
kúlnaregnsins. Að lokum tókst þó aö
koma særöum undir læknishendur.
Einn útlendingur var meðal þeirra
Allir námsmenn við háskólann í San Salvador, höfuöborg El Salvador, urðu sem særðust, Bandaríkjamaður sem
að yfirgefa skólann í gærkvöldi eftir að til skotbardaga kom milli náms- lagöi stund á spænskunám við há-
manna og hermanna. símamynd Reuter skólann. Reuter
Fjölda vopna stolið
Vopnaðir hermenn komu í gær í
veg fyrir frekari átök milli Abk-
hazia og Georgíumanna í Sovétríkj-
unum samtímis því sem sovéski
innanríkisráöherrann varaði viö
því að til frekara blóðbaðs gæti
komið þar sem vopnum hefði veriö
stolið. Um helgina féllu íjórtán
manns í átökum milli þjóöarbrot-
anna.
Embættismenn segja að óeirðirn-
ar í Abkhazia hafi breiðst út um
allt héraðið. Abkhazia er sjálf-
stjórnarhérað innan Georgíu.
Um þrjú þúsund hermenn hafa
verið sendir til héraðsins til að
lægja öldurnar. Lagt hefur veriö
hald á mikinn fjölda vopna sem
stoliö var úr vopnageymslu hers-
ins. Aö sögn innanríkisráðherrans
voru gerðar tilraunir til að kveikja
í opinberum byggingum auk þess
sem reynt var að koma fyrir
sprengiefnum í sumum bygging-
anna.
Reuter