Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Blaðsíða 28
28
Andlát
Guðmundur Hagalín Guðmundsson,
fyrrum bóndi að Hrauni, Ingjalds-
sandi, andaðist í Landakotsspítala að
kvöldi 15. júlí.
Guðjón Halldórsson húsgagnasmið-
ur, Höföatúni 9, andaðist í Landa-
kotsspítala 14. júlí.
Björgvin Jónsson, Heiðarvegi 22,
Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 16. júlí.
Magnús Kristjánsson frá Bíldudal
lést 14. júlí á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur.
Þórdís Einarsdóttir frá ísafirði lést í
Sunnuhlíð 16. júlí.
Haraldur Þórðarson, Hólmgarði 8,
lést 15. júlí.
Svava Þórarinsdóttir lést á heimili
sínu að Dalbraut 23, Reykjavík, þann
17. júli.
Sigurjón Hallbjörnsson símvirkja-
meistari, Sörlaskjóli 82, lést í Land-
spítalanum að morgni 15. júlí.
Jarðarfarir
Þorsteinn Pálsson vélvirkjameistari
lést 10. júlí. Hann fæddist í Reykjavík
4. júní 1916. Foreldrar hans voru
hjónin Elín Guðrún Þorsteinsdóttir
og Páll Níelsson. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Ingibjörg Guðlaugs-
dóttir. Þau hjónin eignuðust fjögur
börn. Útfór Þorsteins verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Eirikur Ólafsson lést 10. júli. Hann
fæddist 23. nóvember 1919, sonur
hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur
og Ólafs Jónssonar. Hann lauk prófi
frá Verslunarskóla íslands og síðar
loftskeytaprófi og var loftskeytamað-
ur á skipum, bæði fiskiskipum og
kaupskipum, nær óslitiö frá árinu
1946 til 1971 en þá fór hann í land og
starfaði við skrífstofustörf hjá Eim-
skipafélagi íslands. Hann kvæntist
Rannveigu Axelsdóttur en þau shtu
samvistum eftir margra ára búskap.
Útfór Eiríks verður gerð frá Áskirkju
í dag kl. 15.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hamra-
hlíð 23, lést á gjörgæsludeild Land-
spítalans 6. júlí. Jarðarforin hefur
farið fram í kyrrþey.
Guðríður Erla Magnúsdóttir Shetty
lyfjafræðingur lést á sjúkrahúsi í
Rockville, Maryland, Bandaríkjun-
um, 10. júlí. Báífor hefur farið fram.
Útför hennar verður gerð frá Foss-
vogskirkju fostudaginn 28. júlí kl. 15.
Samúel Jóhannsson prentari verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.30.
Ólafur M. Ólafsson, fyrrum mennta-
skólakennari, Grundarlandi 8, sem
lést 7. júlí, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 19.
júlí kl. 13.30.
Ingimagn Eiríksson bifreiðarstjóri,
Meistaravöllum 7, sem lést 7. júlí,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju í dag, þriðjudaginn 18. júli, kl.
13.30.
ÞRIÐJÚDAGÚR 18. JÚLÍ 1989.
Tilkyrmingar Menning dv
Kvöldganga um Garðabæ
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands
stendur fyrir náttúruskoöunar- og sögu-
ferð í kvöld, 18. júlí, kl. 21. Farið verður
frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og
gengin gamla þjóðleiðin yfir Garða-
hraunið. Síðan verður farið inn á Saka-
mannastíg í Gálgahrauni og áfram út á
Eskinseyrar. Þaöan verður gengið með
strönd Arnarnesvogs að Fjölbrautaskól-
anum. Þar lýkur göngunni um kl. 23.
Öllum er heimil þátttaka í ferðum félags-
ins.
Félag eldri borgara
Farin verður 8 daga ferð um Vestfirði
föstudaginn 21. júlí nk. Einnig verður
farin dagsferð laugardaginn 22. júh nk.
um Þjórsárdal og Rangárvelli. Upplýsing-
ar fást á skrifstofu félagsins í síma 28812.
Árbók Ferðafélags íslands
Út er komin árbók Ferðafélags íslands í
62. sinn og fjallar að þessu sinni um
Breiðafjarðareyjar. Á rúmlega 200 blað-
síðum fialla þrir höfundar um eyjarnar,
legu þeirra og landshætti, mannlíf og
sögu, náttúrufar og atvinnuhætti. í ár-
bókinni er aö venju fjöldi ljósmynda og
óvenju margir landsuppdrættir. Landlýs-
ingu eyjanna rita þeir Ami Bjömsson
þjóðháttafræðingur og Eysteinn G. Gisla-
son, bóndi í Skáleyjum. Ævar Petersen,
fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun
íslands, ritar þátt um náttúrufar Breiða-
Úarðareyja. Félagsmenn Ferðafélags ís-
lands fá árbókina, auk annarra fríðinda,
fyrir árgjald sitt sem í ár nemur 2000
krónum. f lausasölu kostar bókin 2400
krónur.
Húnvetningur
Út er komið ársrit Húnvetningafélagsins
í Reykjavík. Meðal efnis í ritinu er grein
um Valdimar K. Benónýsson, skáldbónda
á Ægissíðu, grein um húnvetnska rækt-
arsemi á Suðurlandi, æviminning sr. Ein-
ars Eirikssonar. Þá em einnig niðjagrein-
ar, sagt frá starfsemi Húnvetningafélags-
ins 1988 og margt fleira.
Eyjar út - minningar með Ása í Bæ. Þar
em saman komnar ýmsar hljóðritanir
með Ása sem sumar hverjar hafa aldrei
heyrst opinberlega áður. Óviðjafnanleg
túlkun höfundar á efni sínu gefur snæld-
unni mjög sérstakan blæ. Útgáfa þessi er
í tilefni 75 ára afmælis Ása í Bæ, sem
heföi orðið á þessu ári (en hann lést þann
1. mai 1985) og 70 ára afmælis Vest-
mannaeyjakaupstaöar sem er á þessu
ári. GísÚ Helgason og Ingi Gunnar Jó-
hannsson tóku saman efni þetta og Tón-
listarfélagið Vísnavinir er útgefandi en
Ási var einn heiðursfélaga þess. Dreif-
ingu arrnast Skifan.
Tónsnælda með Ása í Bæ
Út er komin tónsnældaíi Ó fylgdu mér í
Af spíritista
í prestastétt
Um aldámótin sl. urðu miklar
deilur meðal guðfræðinga hér á
landi. Tilefnið var Biblíugagnrýnin
svokallaða sem þá hafði hafið inn-
reið sína hér eins og svo víða ann-
ars staðar á Vesturlöndum. Upp-
hafsmaður þessarar stefnu á Is-
landi var Jón Helgason (1866-1942),
prestaskólakennari og síðar bisk-
up. Meðal stuðningsmanna hans
við að ryðja braut hinni nýju af-
stöðu til Biblíunnar var Haraldur
Níelsson (1868-1928), sem þá vann
að þýðingu Gamla testamentisins,
en varð síðar prófessor við guð-
fræðideild Háskólans og einn
áhrifamesti prédikari landsins.
Heil kynslóð presta mótaðist af
stefnu þeirra Jóns og Haralds, ný-
guðfræðinni. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, og nú á alda-
mótaguðfræðin, eins og hún er
stundum kölluð, sér formælendur
fáa í prestastétt. Ekki kæmi mér
þó á óvart að nýguðfræðingamir
muni í náinni framtíð hljóta betri
dóma guðfræðinga en nú um
stundir. Um guðfræði þessa segir
'Sigurbjörn biskup í samnefndri
bók Sigurðar A. Magnússonar að
ekkert sé eins úrelt og tískustefna
dagsins í gær.
í hefð aldamótaguðfræðinn-
ar
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son er undantekning frá ríkjandi
afstöðu íslenskra presta til alda-
mótaguðfræðinganna. Hann hefur
um margt farið eigin leiðir en
stendur jafnframt augljóslega í
hefð „nýguðfræöinnar" (aldamóta-
guðfræðinnar) hér á landi, og þá
fyrst og fremst í þeim armi hennar
sem leitaðist við að sameina
kristna trú og spíritisma. En þar
skildu einmitt leiðir með þeim fé-
lögum Haraldi Níelssyni og Jóni
Helgasyni á sínum tíma. Jón gat
nefnilega ekki sætt sig við tilraunir
Haralds til aö nýta spíritismann í
þágu kristinnar boðunar.
Meðal þess sem séra Siguröur
Haukur á sameiginlegt með mörg-
um aldamótaguðfræðingum er
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
heldur neikvæð afstaða til Gamla
testamentisins. „Ég get ekki
ímyndað mér að sá Guð, sem Krist-
ur boðaði, sé sá sami og stundum
er sagt frá í Gamla testamentinu,"
segir hann meðal annars í þessari
bók.
Eitt af sérkennum íslenskrar
kristni á fyrri helmingi þessarar
aldar var hinn mikli tjöldi spíritista
í prestastétt. Ástæðunnar er vafa-
laust fyrst og fremst að leita í mikl-
um persónutöfrum og áhrifamætti
prófessors Haralds Níelssonar, sem
taldi spíritismann geta bjargað
kraftaverkafrásögnum Biblíunnar
sem ýmsir gagnrýnir biblíufræð-
ingar erlendis höfðu afskrifað þar
sem þær stönguðust á við lögmál
náttúruvísindanna. Nú eru yfir-
lýstir spíritistar í íslenskri presta-
stétt líklega teljandi á fingrum ann-
arrar handar. Þess vegna kalla
vafalaust ýmsir afstöðu séra Sig-
urðar til spíritismans „uppvakning
frá hðinni tíð“. En í augum leik-
manna, sem á annað borð hafa á
honum skoðun, er hann þó allt
annað en gamaldags prestur. Hann
hefur án efa notið umtalsverðra
vinsælda sem prestur. Jafnframt
hefur hann verið mjög umdeildur.
Flestir muna eftir poppmessum
hans og er hann var látinn hætta
að flytja morgunbæn í útvarpi
vegna þess að hann talaði þar um
þjóðfélagsmál í stað þess að biðja
bænar. Margir kannast við að safn-
aðarlíf í Langholtskirkju, þ.e.
kirkju séra Sigurðar Hauks, hafi
verið blómlegt, og kirkjukórinn þar
nýtur almennrar viðurkenningar
sem einn sá albesti í landinu.
Það er ekki laust við að nokkurt
óorð sé komið á samtalsbækurnar
svonefndu sem út koma í kippum
fyrir hver jól. Ástæðan er sú að
bækur þessar bera margar hverjar
fjölmörg einkenni þess að vera
skrífaðar beint upp eftir segulbandi
og að höfundarnir virðist oft á tíð-
um hafa þar litlu við að bæta. Þeir
hafi ekki gert sér umtalsvert far
um að kynna sér eftir öðrum leið-
um þann sem spjallað er við. En
það er skemmst frá því að segja að
mér fmnst þessi samtalsbók Jónínu
Leósdóttur og séra Sigurðar Hauks
bera ýmis einkenni segulbands-
viðtalanna, a.m.k. virðist ekki
liggja mikil vinna að baki þessari
bók.
„Það hafa alltaf verið einhver
læti í kringum mig,“ segir séra Sig-
urður Haukur og kannast auk þess
viö að vera allt annaö en „dipló-
matískur“. Frásögn hans einkenn-
ist af hreinskilni og margt er þar
mjög forvitnilegt. Ekki er vafi á því
að þegar séra Sigurði Hauki tekst
best upp fær boðskapur hans spá-
mannlegan blæ, en oft fannst mér
sem hann vildi gera sig að píslar-
vætti og lýsa skoðunum „andstæð-
inganna" á heldur einfaldan og
ósanngjarnan hátt. í heild olli bók-
in mér vonbrigðum.
Guð atmáttugur hjálpi þér.
Endurminningar séra Sigurðar Hauks
Guðjónssonar.
Jónína Leósdóttir færði i letur.
Nýja bókaútgáfan.
Reykjavik 1988.
Gunnlaugur A. Jónsson
Kvikmyndir
Hörkugóður Bond
Aðalbófarnir i nýjustu James Bond-myndinni.
Leyfið afturkallað (Licence to Kill)
Aðalhlutverk: Timothy Dalton, Robert
Davi
Leikstjóri: John Glen
Handrit: Michael G. Wilson
Sýnd i Bióhöllinni.
Á leiðinni í brúðkaup besta vinar
síns, Felix Leiter (David Heddison),
„skreppur“ James Bond (Timothy
Dalton) í lífshættulegan leiðangur
með eiturlyfjalögreglunni og Felix
til að hafa hendur í hári eiturlyíja-
salans og smyglarans Franz Sanc-
hez (Robert Davi). Sanchez hafði
yfirgefið ríki sitt og var nú staddur
á Bahamaeyjum og slíkt tækifæri
gat lögreglan ekki látið ganga sér
úr greipum. Felix og menn hans
eltast við menn Sanchez en hann
er aö ganga þeim úr greipum þegar
Bond skerst í leikinn. Það er óþarft
að spyrja aö leikslokum en Sanchez
fer í fangelsið og félagarnir í brúð-
kaupið. Adam var ekki lengi í Para-
dís. Sanchez sleppur úr fangelsinu
og hefnir sín grimmilega á Felix
og nýju eiginkonunni hans og það
á sjálfa brúðkaupsnóttina. Bond er
á leiö úr landinu þegar hann fréttir
af flótta Sanchez og fer beina leið
heim til Felix. Þar finnur hann
konuna látna og Felix nær dauða
en lífi. Teningunum er kastaö og
Bond ákveður að hefna sín með því
að drepa Sanchez. Bresku leyni-
þjónustunni er ekkert um þetta
einkaframtak gefið og Bond er kall-
aður fyrir yfirmann sinn og skipaö
að láta kyrrt liggja. Leyfið til aö
drepa er afturkallað en Bond lætur
það ekki aftra sér heldur segir sig
úr þjónustu hennar hátignar. Bond
byrjar á því að rekja hugsanlega
slóð bófanna og kynnist við það
leyniþjónustumanninum Pam (Ca-
rey Lowell) sem býr yfir mörgum
æskilegum kostum öðrum en feg-
urð. Saman komast þau inn í vígi
Sanchez og Bond kemst meira að
segja inn á gafl hjá honum. Með
hjálp Q vinar síns (Desmond
Llewelyn) og Lupe (Tahsa Soto),
ástkonu Sanchez, tekst Bond loks-
ins ætlunarverk sitt þó oft sé mjótt
á mununum.
Timothy Dalton leikur hinn
heimsfræga njósnara James Bond
í annað sinn. Með nýjum mönnum
koma nýir siðir og Bond fer ekki
varhluta af breytingunum með
komu Daltons. Fyrri Bondmynd
Daltons (The Living Daylights) var
meira í anda fyrri Bondmynda með
Roger Moore heldur en þessi. Enn
sem fyrr eru mjög vel gerð áhættu-
atriði sem fá hárin til að rísa á
höfði áhorfandans en öllum tækni-
brellum og tækjabúnaði er stillt í
hóf. Þessi Bond hefur nánast ekk-
ert annað er Walter PPK (skamm-
byssan hans) sér til hjálpar. Q er
að vísu á svæðinu en meira sem
hjálparhella en ,jólasveinninn“.
James Bond Daltons er meira í hk-
ingu við Bond Connerys en Bond
Rogers Moore. Líkt og Connery
forðum er Bond nú hörkutól og
honum blæðir aldrei þessu vant.
Hins vegar er minna um kossa-
flangs og gamansemi hjá þessum
Bond en var í meðförum Rogers
Moore. Áhorfendur verða svo að
gera það upp við sig hvort þeim líka
þessar breytingar sem orðið hafa á
James Bond eða ekki. Miðað við
móttökur erlendis virðist sem þeim
falh þær vel í geð. Licence to KUl
er Bondmynd eins og þær gerast
bestar.
Stjörnugjöf: ★ ★ ★
Hjalti Þór Kristjánsson