Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
11
tJtlönd
Efnahagsástandið í Nicaragua er slæmt og þykir Ortega forseta ástæða til að herða sultarólina.
Teikning Lurie.
©1989 WTERNATIONAL COPYRIGHT BY CARTOONSWS WC, N.Y.
Byltingarafmælið
í kosningaáróðri
I Nicaragua er þess nú minnst að
tíu ár eru liðin frá því að einræðis-
herranum Anastasio Somoza var
steypt af stóli. Forseta- og þing-
kosningar verða í landinu í febrúar
á næsta ári og eru stjórnarand-
stæðingar óánægðir með að þær
skuli fara fram svo stuttu eftir bylt-
ingarafmæbð.
Það er þó ekki eingöngu kænsku-
bragð af hálfu sandínistastjórnar-
innar heldur var í sambandi við
undirskrift friðarsamningsins 14.
febrúar síðastbðinn ákveðið að
flýta kosningunum sem ráðgerðar
höföu verið í nóvember 1990. í stað-
inn lofuðu forsetar Mið-Ameríku-
ríkja að vinna að því að brjóta á
bak aftur gagnbyltinguna í Nic-
aragua.
Baráttan rifjuð upp
Að undanfórnu hefur flokkur
sandínista enn einu sinni rifjað upp
átján ára langa baráttu sína sem
leiddi tb þess að Somoza var steypt
af stób 19. júlí 1979. Það ár hafði
Somozafjölskyldan verið einráð í
Nicaragua í nær fimmtíu ár.
Sandínistar spyija enn að því hvar
þeir sem nú eru í stjómarandstöðu
hafi verið þegar Somoza lét varpa
sprengjum á íbúðahverfi í Mana-
gua og í öðrum borgum. Minna
sandínistar á að hægri menn hafl
ekki verið að æsa sig þá. Um fimm-
tíu þúsund manns létu lífið í borg-
arastyijöldinni sem leiddi tíl þess
að Nicaragua var ekki lengur
tryggasti bandamaður Bandaríkj-
anna í Mið-Ameríku.
Andstætt bandarískum
hagsmunum
Sandínistar komu á sósíabsku
samfélagi og leyfðu fjölflokkakerfi
í orði kveðnu en engum dylst samt
hver fer með völdin í Nicaragua.
Sandínistar ráða yfir öllum mikil-
vægum stofnunum og til þess að
koma í veg fyrir allan misskbning
hafa þeir bætt nafni sínu við þær,
svo sem eins og þjóðarher sandín-
ista og sandíníska lögreglan.
Hið nýja kerfi í Nicaragua varð
andstætt hagsmunum Bandaríkj-
anna í Mið-Ameríku og eftir að
Ronald Reagan komst til valda 1981
var nánast um stríð að ræða milh
ríkjanna. Eftir að George Bush tók
við embætti forseta Bandaríkjanna
hefur barátta kontraskæruhða
ekki verið jafnhörð. Hrósa sandín-
istar sér af því að hafa ekki látið
undan síga gegn stórveldinu.
Kostnaðarsamt stríð
En stríðið við kontraskæruliða
hefur haft mikinn kostnað í för með
sér. Frá miðjum þessum áratug
hafa útgjöldin til styijaldarrekst-
ursins numið sextíu prósentum af
fjárframlögum. Viöskiptabann það
sem Bandaríkjamenn settu á Nic-
aragua 1985 hefur leitt til efnahags-
kreppu sem hefur snert aba þætti
samfélagsins. Síðustu fjögur árin
hafa þess vegna ekki verið tb pen-
ingar afgangs tb umbóta innan
hebbrigðismálakerfisins né heldur
innan skólakerfisins en þessir tveir
málaflokkar voru annars áður
helstu hugðarefni sandínista. Á
sjúkrahúsunum er skortur á lyfj-
um og tækjum og ólæsi hefur auk-
ist. Um tuttugu prósent íbúanna
eru talin vera ólæs. Árið 1980 hafði
með harðri baráttu tekist að koma
tölunni niður í þrettán prósent en
fyrir 1979 var aðeins helmingur
Nicaraguabúa læs og skrifandi.
Gífurleg kaupmáttarrýrnun hef-
ur leitt til þess að þeim foreldrum
fer fjölgandi sem hafa ekki ráð á
að kaupa blýanta og stílabækur
handa börnum sínum. Þeir hafa
heldur ekki efni á að greiða fyrir
ferðir barnanna til og frá skóla auk
þess sem þeir geta varla verið án
sandínista í Nicaragua.
þeirra btlu tekna sem bömin afla
með því að selja blöð, vindbnga og
tyggigúmmi á götunum.
Gestirnir borga
Efnahagsástandið, sem haft hefur
í för með sér gífurlega verðbólgu,
atvinnuleysi og stundum vöru-
skort, hefur gefið stjómarandstæð-
ingum byr undir báða vængi. En
með því að höíða tb andstöðu
Bandaríkjanna og efnahags-
ástandsins hefur yfirvöldum tekist
að fá landsmenn til aö sýna einingu
og fórnarlund.
Vegna slæms efnahags hefur
stjórnin lofað að kosta ekki miklu
tb hátíðahaldanna í tbefni bylting-
arafmæbsins. Sjö hundruð erlend-
um gestum hefur verið boðið tb
Nicaragua en þeir em jafnframt
beðnir um að greiða ferðir sínar
sjálfir. Og til þess að spara dýr-
mætt innflutt bensín verða aðeins
fáar sendinefndir utan af landi við-
staddar hátíðahöldin í höfuðborg-
inni Managua.
Ritzau
ALLT FYRIR
GLUGGANN
2 Gardínubrautir
hafa sameinast
ÁLNABÆ og flutt í
SÍÐUMÚLA32.
GÖMLU Z-BRAUTIRNAR FÁ
NÝJAN SVIP OG HEIMILIÐ
"ANDLITSLYFTINGU" MEÐ
GARDÍNUKÖPPUNUM
OKKAR.
Höfum fyrirliggjandi mikið
úrval gardínukappa úrfuru,
Ijósri eða dökkri eik, hnotu
svo og plastkappa með
viðarlíkingu.
Í HRINGIÐ OG LEITIÐ
FREKARI
UPPLÝSINGA. 1
OKKAR ER ÁNÆGJAN.
RlRabæp
- ánifjm staft-
SÍÐUMÚLA 32, REYKJAVÍK,
S.31870.
TJARNARGÖTU 17,
KEFLAVÍK.S. 92-12061.
Styrjöldin við kontraskæruliða hefur verið mjög kostnaðarsöm. Á mynd-
inni má sjá skæruliða með sprengiefni sem þeim barst frá Bandaríkja-
mönnum. Símamynd Reuter
Varmi
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN
AUÐBREKKU 14, KÓPAV., SÍMI 44250
Heildarupphæð vinn-
inga 15.7. var 7.257.787,-.
Einn hafði 5 rétta og fær
hann kr. 4.329.560,-.
Bónusvinninginn fengú
4 og fær hver kr.
108.477,-.
Fyrir 4 tölur réttar fær
hver kr.7.484,- og fyrir 3
réttar tölur fær hver um
sig kr.441,-.
Sölustöðum er lokaö 15 mínútum fyrir
útdrátt í Sjónvarpinu.
Sími 685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002