Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SiMI (1 )27022 - FAX: (1 >27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Sjálfstraust og töfratrú
Sameiningartákn ríkisstjórnarinnar er skortur ráð-
herra á sjálfsgagnrýni. Þeir koma fram fyrir alþjóð eins
og ekkert sé, þótt þeir ættu réttilega að vera í felum
fyrir meðferð á hagsmunum þjóðarinnar, sem er ömur-
legri en þjóðin hefur átt að venjast í tíð fyrri stjórna.
Þegar ráðherrar koma í sjónvarpinu inn á heimili
fólks, eru þeir sjálfsöryggið uppmálað. Þeir tala eins og
þeir þekki málin, sem þeir fj alla um. Þeir tala eins og
þeir hafi ráð undir rifi hverju. Þeir tala eins og þeir séu
einmitt réttu mennirnir til setu í ráðherrastólum.
Þetta lærist smám saman. Nú á tímum hljóta menn
æfingu í ræðukeppni, þar sem skólanemar eru látnir
tala í nokkrar mínútur með eða móti landbúnaði, allt
eftir því hvorn hlutinn þeir draga. Áður lærðu verðandi
stjórnmálamenn þetta á málfundum í menntaskólum.
Smám saman verður stjórnmálamönnum eiginlegt
að þenja út brjóstkassann og tala af miklum alvöru-
þunga með eða móti einhverju máli, rétt eins og þeir
hafi kynnt sér það eða hafi á því einhverja skoðun.
Smám saman trúa þeir því sjálfir, að þeir séu klárir.
Stundum koma þeir upp um sig, eins og fyrrverandi
ráðherrann, sem tók ofan gleraugun, þegar hann þurfti
að fara með óvenjurangt mál. Aðrir taka sérstaklega
fram, að þeir „segi ekki sannara orð“, þegar þeir skreyta
mest. Með aukinni reynslu venja þeir sig af slíku.
Þetta sameiningartákn ríkisstjórnarinnar væri að-
eins böl ráðherranna, ef kjósendur í stofujn sínum átt-
uðu sig almennt á innihaldsleysi þess, sem ráðherrarn-
ir í kassanum eru að segja. En því miður freistast marg-
ir til að halda, að allt sé nokkurn veginn með felldu.
Þetta tengist veikleika, sem er algengur meðal íslend-
inga og er raunar vel þekktur víða um heim. Það er
trúin á happdrættisvinninginn, vonin um að fá eitthvað
fyrir ekki neitt. Það er íslenzki draumurinn að geta
„skafið“ sig út úr fjárhagsvandræðum sínum.
Þetta þýðir, að meðal okkar er útbreidd trú á furðu-
lausnir. Menn reyndu á sínum' tíma unnvörpum að
verða ríkir á keðjubréfum. Menn taka þátt í hverju
happdrættiskerfmu á fætur öðru, jafnvel þótt vinnings-
hlutfalhð lækki með hverju kerfi, sem bætist við.
Margir trúa orðum stjórnmálamanna um, að hitt eða
þetta muni leysa allan vanda. Einu sinni áttu gras-
kögglaver að leysa vanda landbúnaðarins. Þær voru
reistar af opinberu fé um allt land og fóru síðan á haus-
inn. Hið sama gerist nú með fóðurstöðvar loðdýranna.
Margir hafa verið reiðubúnir að taka trú á eitthvert
eitt mál, til dæmis á fiskirækt. í hvert skipti sem slíkt
mál kemst í tízku, flykkjast menn unnvörpum í greinina
til þess að láta þekkingarleysi sitt og peningaleysi verða
að víðtæku gjaldþroti, sem snertir ótal aðila.
Fólk, sem gengur svo langt að nota happdrættisvinn-
inga, sem það býst við að fá, er auðvitað veikt fyrir töfra-
lausnum stjórnmálamanna. Þetta veldur vandræðum
víða um heim, til dæmis í Argentínu. Við erum ekki
einir um að eiga erfitt með að horfa á veruleikann.
Þetta stuðlar að því, að fólk kippir sér ekki upp við,
þótt ráðherra komi annan daginn í sjónvarp til að segja,
að ekki verði tekin erlend lán á þessu ári, og hinn dag-
inn til að segja, að hækkun erlendra lána um nærri tíu
mihjarða króna á þremur mánuðum muni kosta fórnir.
Viðbrögð töfratrúaðra við sjónhverfmgum ráðherra
magna sjálfstraust hinna síðarnefndu og magna víta-
hring ímyndunarinnar um, að eitthvað fáist fyrir ekkert.
Jónas Kristjánsson
Náttúra
og neytenda-
umbúðir
Svæöi sem teljast merkileg frá
náttúrunnar hendi eru friðlýst í
þeim tilgangi að vernda þau fyrir
hnjaski mannfólksins. Bannað er
að raska þar náttúrufari og al-
mennt á að ganga þar sérstaklega
vel um.
Hið öfugsnúna er að friðlýsing
staðar sem náttúruvættis eða frið-
lýsing í einhverjum öörum flokki
beinir gjama athygli íslenskra og
erlendra ferðamanna að staðnum
umfram aðra staði. Þannig getur
friðlýsingin unnið gegn tilgangi
sínum með því aö auka ágang.
Skýrt dæmi um þetta er friðlýsing
Skútustaöagíga í Mývatnssveit sem
hafa orðið fyrir stórskemmdum af
völdum ferðafólks.
Ferðamennska gengin út í
öfgar
Það er engan veginn eingöngu í
Mývatnssveit sem ferðamennska
er gengin út í öfgar. Það er langt
frá því að ísland sé tiibúið að taka
á móti yfir 100 þúsund ferðamönn-
um á ári. Því veldur einkum skipu-
lagsleysi. „Einfalt" vandamál, eins
og hvernig eigi að tryggja að ís-
lenskir og erlendir gestir sveitar-
innar viti að Mývatns- og Laxár-
svæðið er næstum því þjóðgarður,
hefur ekki verið hægt að leysa á
viðunandi máta. Um tíu ár tók að
fá skilti í Skútustaðagíga á ein-
hverju tungumáh ööru en íslensku
(mikill meirihluti þeirra sem þar
fara um eru útlendingar).
Ferðamennska sem atvinnugrein
er ung og vanþróuö á íslandi. Viö
höfum tiltölulega fátt fólk sem
kann til verka og margir halda að
það sé skjóttekinn gróði að gera út
á erlenda ferðamenn. Gamalgróin
fyrirtæki í bransanum vita að vísu
að það er ekki rétt og að uppbygg-
ing þessarar atvinnugreinar hefur
kostað svita og tár. íslensk stjórn-
völd hafa brugöist á mörgum svið-
um, eins og t.d. viö að tryggja að
leiðsögn sé veitt af íslendingum
sem hafa til þess fullnægjandi und-
irbúning.
Malbik á göngustíga
Stjómvöld og einkaaðiiar þurfa
að taka höndum saman um virkar
aðgerðir ef ferðamennska á ekki
að rata í ógöngur og valda fleiri og
stærri slysum en hingað til. íslensk
náttúra þolir ekki mikinn umgang
og þaö þarf að leggja göngustíga
með malbiki eða öðru varanlegu
slitlagi, jafnvel enn þá fremur hér-
lendis en í heitari löndum þar sem
náttúran þolir meiri umgang.
Hugmyndin um að leggja malbik
á göngustiga í Dimmuborgum
mætir nokkuö misjöfnum undir-
tektum. Fjölmörgum finnst það
fráleitt. En hverju breytir það eftir
að búið er að afmarka stíga með
hælum, örvum og kaðla þá af? Þeg-
ar til lengdar lætur er þaö senni-
lega ódýrara en aörar aðgerðir aö
leggja maibik, snyrtilegra, og það
sem mestu máh skiptir: áhrifarí-
kara. Ef einhverjum fmnst malbik
ónáttúrulegt þá vil ég spyrja: Eru
þau hundruð ferðamanna sem
heimsækja Borgimar á hverjum
degi hótinu náttúrulegri en mal-
bik?
Neytendaumbúðir
Flest lönd sem taka á móti mörgu
ferðafólki pakka sínum náttúru-
legu stöðum í „neytendaumbúið-
ir“. Þekktustu íslensku neytend-
aumbúðir af þessu tæi eru hinn
svokallaði „Golden Circle“ (gullni
KjaUariim
Ingólfur Á. Jóhannesson,
landvörður í þjóðgarðinum
í Jökulsárgljúfrum
hringurinn), hringferð um Suður-
landsundirlendið.
Skömmu áður en ég lagði upp í
tvö ferðalög í Bandaríkjunum í
vor, samtals um 8.000 km akstur,
las ég frásögn ítalska bókmennta-
fræðingsins Umbertos Ecos (höf-
undar skáldsögunnar Nafns rósar-
innar) um heimsókn hans til
bandarískra ferðamannastaða. Eco
sýnir fram á aö munur náttúrulegs
og tilbúins umhverfis er í mörgum
tilfellum gervimunur. Það er sama
hvort um er að ræða þjóðgarð, nátt-
úruvætti, Disney-heim eða dýra-
garð - fólkið hefur skapað sérstak-
ar „neysluhefðir".
Eitt helsta „náttúruundur" í
Bandaríkjunum er t.d. Rushmore-
fjall, þar sem andht fjögurra forseta
hafa verið höggvin út í stein. í
rauninni afar tilkomumikið. Fyrir
neðan íjallið hefur verið komið upp
gríðarstóru bílastæði þar sem
gjama má finna bíla frá öllum 50
fylkjum Bandaríkjanna. Þar eru
sjónaukar, þar er gríöarstór veit-
ingastaður og minjagripaverslun
með minjagripum framleiddum í
Austurlöndum fjær, þar er gesta-
miðstöð þar sem gestir geta horft á
myndband um minnismerkið - þar
er fátt „náttúrulegt“.
Samanborið við þetta vildi ég
gjama að ísland héldi áfram að
vera frumstætt land sem fátt annaö
fólk en íslendingar heimsækir. En
við eigum engan annan kost en að
feta í fótspor stóra bróður ef landiö
ætlar að halda áfram að taka á
móti auknum íjölda ferðafólks.
Ferðamannaverslanir og mynd-
bönd hjálpa til við að bjarga okkar
viökvæmu náttúru frá mannvist.
Ingólfur Á. Jóhannesson
Vinna við malbikun í Mývatnssveit. - Framtíðarverkefni við íslenska
feröamannastaði?
„Feröamannaverslanir og myndbönd
hjálpa til viö að bjarga okkar við-
kvæmu náttúru frá mannvist.“