Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. 15 Hannes og „rógskrifin" Hannes Jónsson sendiherra. - Hefur verið vel á verði gagnvart sannleik- anum, segir greinarhöfundur m.a. Hannes Jónsson sendiherra heldur því stöðugt fram að störf hans sem sendiherra hjá EFTA á sínum tíma hafi verið misfellulaus. Ég rifjaði upp hið gagnstæða í grein í Alþýðublaðinu á dögunum og greindi DV frá helstu atriðum greinarinnar í stuttri frétt. í stuttu máh er frá því að segja að árið 1980 flutti Hannes ræðu í EFTA-ráðinu og hélt þar fram skoðunum sem ekki voru í sam- ræmi við stefnu þáverandi ríkis- stjómar hvað varðaði tengsl Júgó- slava við EFTA. Þessi ræða sendi- herrans var síðan afmáð úr fundar- gerð EFTA að beiðni Tómasar Árnasonar, þáverandi viðskipta- ráðherra, og með samþykki Ólafs Jóhannessonar, þáverandi utan- ríkisráðherra. í DV miðvikudaginn 12. júlí er Hannes inntur eftir þessu máli og þar segir hann meðal annars. „Róg- skrif Sæmundar um mig í Vísi árið 1980 voru afgreidd á sínum tíma og hann haföi engan sóma af því. Ég hef engu við það að bæta.“ Ólafur afgreiddi málið Hér á Hannes væntanlega viö greinargerð sem hann fékk birta í Vísi á sínum tíma þar sem hann sagði skrif mín um þetta mál lygar einar og tilraunir til mannorðs- þjófnaðar af versta tagi. Þegar ég vildi fá það staðfest opinberlega að umrætt atvik hefði átt sér stað var mér vísað á víxl milli viðskiptaráð- herra og utanríkisráðherra. Að lokum féllst þó Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra á að ræða máhð. Það má því segja að hann hafi afgreitt málið á sínum tíma, en sú afgreiðsla var alls ekki í þeim anda sem Hannes Jónsson vil nú vera láta. Fyrst Hannes held- ur fast í þá skoðun að ég hafi ástundað rógskrif um hann vil ég KjaUarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður að ummæh Ólafs Jóhannessonar komi fram orðrétt eins og þau birt- ust í viðtali mínu við hann í Vísi 9. desember 1980. Geta þá lesendur sjálíir dæmt um hvort Ólafur lýsti fréttir mínar af Hannesarmálinu ómerkar eða ekki. Ræðan felld úr fundargerð Fyrst var Ólafur spurður hver hefðu verið viðbrögð fulltrúa ann- arra EFTA-ríkja við ræðu Hannes- ar þann 18. september það ár. „Ræðan hefur nú verið birt í Vísi. En það virtist af þessum fundi að einhveijir fulltrúar legðu í þetta annan skilning heldur en hann hefði nú viljað sagt hafa,“ sagði Ólafur. Næst var hann spurður hvort það væri rétt að Hannes hefði verið kallaður heim til viðræðna vegna þessa máls. Utanríkisráðherra svaraði: „Já, hann kom hingað heim th viðræöna samkvæmt ósk við- skiptaráðuneytisins vegna þessa.“ Nú var ráðherra spurður hvort hann kannaðist við að ræða, sem Hannes Jónsson flutti á vettvangi EFTA, hefði verið afmáð úr fundar- gerðarbókum samkvæmt ósk við- skiptaráðherra eða ríkisstjómar. „Yrði ekki í fundargerð? Það mun vera þessi ræða. Þess var óskað af hálfu viðskiptaráöuneytisins að þetta yrði feht niður úr fundar- gerð,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Að lokum var ráðherra spurður hvort það væri rétt að lagt hefði verið fyrir Hannes að biðjast afsök- unar á þessari ræðu. Svar utanrík- isráðherra var svohljóðandi: „Þaö var með mínu samþykki send af viðskiptaráðuneytinu orð- sending eða skeyti þar sem honum var fahð að koma því á framfaeri við sendinefndirnar að stefna ís- lands gagnvart EFTA og Júgó- slavíusamstarfi væri óbreytt. Það er það sem þú hefur heyrt um, sjálf- sagt. Nú, það kom ekki til þess af því það varð samkomlag þama um að þessi ræða yrði fehd úr fundar- gerö.“ Utanríkisráðherra vísaði frekari spurningum th viðskiptaráðuneyt- isins, en þótt Tómas Árnason hafl áður verið búinn að fahast á að svara spurningum um málið þá brast hann kjark þegar á reyndi og vildi ekki einu sinni heyra spurningarnar, hvað þá svara þeim. En svör Ólafs Jóhannessonar voru afdráttarlaus auk þess sem lesa má mhh línanna í orðum hans. Að vera vel á verði Á sínum tíma skrifaði Tómas Guðmundsson greinar. í tímaritið Helgafeh ‘sem nefndust Léttara hjal. í einni af þeim greinum drep- ur hann á að samkvæmt frétt í Morgunblaðinu hafi Húsmæðrafé- lag Reykjavíkur „skoraö á félags- konur sínar að vera vel á verði gagnvart móðurmálinu". í þessu máh, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, hefur Hannes Jónsson verið vel á verði gagnvart sannleikanum. Það er í fullu sam- ræmi við þá varðstöðu sem hann kýs aö halda því fram að fréttir, sem ég skrifaði af umræddu máh, hafi verið rógurinn einber og mér til lítils sóma. Nokkrum dögum eftir að viðtahð við Ólaf Jóhannesson birtist var fjallaö um þetta mál í ritstjórnar- grein í Vísi. Þar sagði meðal annars að sem betur fer væri það ekki á hverjum degi aö menn, sem valdir hefðu verið til að gæta hagsmuna íslendinga á erlendum vettvangi, færu í málflutningi sínum svo langt frá mótaðri utanríkisstefnu lands- ins að ræður þeirra væru afmáðar út úr fundargerðum alþjóðastofn- ana. Nú skhst mér á orðum Hannesar Jónssonar í DV12. júh síðastliðinn að hann hafi orðið til að móta þró- un EFTA-Júgóslavíusamstarfsins með þessari frægu ræðu. Það hlýt- ur því að teljast óbætanlegur skaði að slík tímamótaræða skuh hafa verið felld úr fundargerð EFTA- ráðsins. En svona er lífið. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá, eins og máltækið segir. Sæmundur Guðvinsson „Hannes Jónsson sendiherra heldur því stöðugt fram að störf hans sem sendiherra hjá EFTA á sínum tíma hafi verið misfellulaus. Ég rifjaði upp hið gagnstæða.. Vinstri menn og verkamannaflokkur: Við sama heygarðshornið Fyrir réttum mánuði reit ungur háskólanemi kjallaragrein í DV undir fyrirsögninni „Umræðan má ekki þagna“. Piltungurinn, er geystist fram á ritvölhnn, heitir Einar Heimisson. í grein sinni ræddi hann nauðsyn (!!) þess að vinstri menn sameinuðust í einn flokk. Um einni viku síðar svaraði ég þessari grein E.H. hér í DV. Það virti E.H. ekki svars, en þess í stað birtist grein eftir hann um sama málefni degi eftir minni. Það að greinin skyldi birtast svo snemma sýnir berlega að sú grein var ekki, og getur ekki verið, svar við minni. Breska fyrirmyndin í síðari grein sinni er E.H. enn við sama heygarðshornið. Þar er þó lögð áhersla á að tíunda ágæti og vinsældir Verkamannaflokks- ins breska. Virðist sem E.H. vhji að hinn stóri flbkkur sameiginlegra vinstri manna, sem hann vill stofna á íslandi, eigi að leita th breska Verkamannaflokksins og ekki 9Íst formanns hans, Neh Kinnocks, KjaUaiinn Leifur Magnússon verkamaður sem fyrirmyndar. Eftir lestur greinar E.H. hefur mönnum e.t.v. sýnst sem téöur Kinnock njóti alþýðuhylli í Bret- landi vegna alþýðlegrar og lands- fóðurlegrar framkomu. Þeir sem hafa lagt sig eftir staðreyndum vita hins vegar að framkoma og oft á tíðum skapofsi hans hafa orðið til þess að hann er viðhka htt þokkað- ur af breskum almenningi og Mic- hael Foot var þegar hann var upp á sitt „besta“. Ég verð þó að viðurkenna að mér hefur á stundum þótt sem ónefndur íslenskur skoðanabróðir Kinnocks hafi á stundum talið framkomu hans mjög th fyrirmyndar og nægir í því sambandi að vísa í verkfall BHMR og vinsældir íslensks ráða- manns í framhaldi af því. „Ef „sameinaðir vinstri menn“ myndu hins vegar stofna verkamannaflokk yrði það nafn innantómt og falskt.“ Neil Kinnock, formaður Verkamannfiokksins breska, sem greinarhöfund- ur vitnar til í greininni. Ef það er framtíð vinstrisinnaðra íslenskra stjórnmálamanna er ég feginn því að senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki. - Hve- nær hefðu Einar, Brynjólfur „páfi“ eða Áki komið svo fram? Ég get á hinn bóginn tekið hehs hugar undir það að á íslandi er þörf fyrir verkamannaflokk. Verkamannaflokkur, sem stendur undir nafni, er nauðsynlegur í öh- um þjóðfélögum. Ef „sameinaðir vinstri menn“ myndu hins vegar stofna verkamannaflokk yrði það nafn innantómt og falskt. Frelsi verkalýðsins verður að vera hans eigið verk. Þagað þunnu hljóði Eins og ég vék að í upphafi hefur E.H. ekki látið svo htið að svara athugasemd minni frá 2.6. sl. Án þess að ég gefi nokkuð í skyn um E.H. er það staðreynd að sumir eru þannig gerðir að sýnist þeim rökræður málstað þeirra htt th framdráttar hafna þeir þeim, enda séu andstæðingar þeirra vafalaust geðveikir menn er einungis túlki skoðanir örfárra en háværra manna. Ég skal ekkert fuhyrða um hvers vegna E.H. hefur ekki séð sér fært (eða ástæðu th) að svara greinar- korni mínu, en það er engu að síður staðreynd að phtungurinn, er fór í fjölmiðla undir yfirskriftinni „Um- ræðan má ekki þagna“, hefur síðan þagað þunnu hljóði. Leifur Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.