Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989. 17 DV íþróttir ð sjá rauða spjaldið en samt sem áður DV-mynd Brynjar Gauti eppmr út úr bikamum mínútum fyrir leikslok þegar Jón Sveins- son skoraöi eftir mikla þvögu. Þróttarar gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna en það tókst ekki. „Það voru auðvitað vonbrigði að tapa en mínir menn börðust og léku mjög vel,“ sagði Magnús Jónatansson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. Þróttarar eiga heið- ur skilinn fyrir góða baráttu. Sigurður Hallvarðsson og Sverrir Pétursson voru bestir í liðinu en hjá Keflvíkingum bar mest á Óla Þór Magnússyni og Kjartani Einarssyni. -RR hjá i UMFN >jálfari sterklega til greina sem þjálfari þar sem hann hefur reynsluna,“ sagði Gunnar ennfremur. „Það er hins vegar öruggt að Chris Fadness mun ekki þjálfa liðið áfram næsta vetri,“ sagði Gunnar í lok samtals- ins við DV í gær. Siggi Gunn fer ekki til Spánar „Samningurinn við spænska liðið Bidasoa var ekki endanlega frá- genginn en samt sem áður kom mér mikið á óvart þeg- ar forráðamenn spænska liðsins tilkynntu mér að ekki yrði af samningi milli mín og félags- ins,“ sagöi Sigurður Gunnars- son, landsliðsmaður í hand- knattleik, við DV seint i gær- kvöldi. „Þó að þetta yrðu málalyktir milli mín og Bidasoa kemur ýmislegt til greina í stööunni, jafnvel aö leika með öðru spænsku félagi,“ sagði Sigurður. „Ég er að skoða málin í róleg- heitum og tíminn mun leiða í Ijós hvar ég leik handknattleik í vet- ur,“ sagði Sigurður í spjallinu við DV. Framkoma spænska liðsins í garð Sigurðar er vægast sagt furðuleg. Sigurður fór til Spánar ásamt félaga sínum í landshðinu, Alfreð Gíslasyni, til að skoða aðstæður hjá Bidasoa og ferðin var einnig farin með samning við félagið í huga. Eftir áreiðanleg- um heimildum DV lögðu forr- áðamenn Bidasoa þá drög að rammasamningi við þá félaga sem gilda átti tU tveggja ára. Með þennan rammasamning í far- teskinu héldu Alfreö og Sigurður aftur heim tU íslands. Fyrir skemmstu höfðu svo forráömenn Bidasoa samband viö Sigurð á ný og tjáðu honum aö ekki yrði af samkomulagi við hann. Spænska liðið hefur hins vegar gert samning við pólska landsliösmanninn Bogdan Wenta og mun honum ætlað að leika i þeirri stöðu sem Sigurði var ætluð. Wenta á óskalistanum Aö sögn heimildarmanns blaösins hefur Wenta verið í langan tíma oferlega á óskalista Bidasoa og voru reyndar hafnar samningavið- ræöur við Pólveijann áður en Sig- urður kom til sögunnar í mai í vor. Wenta hafði þá fengið formlegt leyfi pólskra yfirvalda til að flytjast úr landi og leika á Spáni. Málalyktir þessar koma sér afar illa fyrir Sigurður Gunnarsson þvi hann hafði úr nokkrum tilboðum að moöa í vor, meðal annars frá vestur-þýsku félagi. Siguröur \ildi hins vegar stefna suður á bóginn og gaf önnur tilboö upp á bátinn. Siguröur þjálfaði og lék með 1. deildar liði Eyjamanna á síðasta vetri og hefði raunar starfað þar áfram ef ekki hefði komiö til tilboð- ið frá Bidasoa. • Þess má geta að forráðamenn Bidasoa eru væntanlegir til íslands í víkunni og verður þá endanlega gengið frá samningi við Alfreð Gíslason. -JKS íslenska drengjalandsliðið, sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri, vann á dögunum silfurverðlaun á Opna Norðurlandameistaramótinu í handknattleik. Liðið tapaði í úrslitum fyrir norska landsliðinu eftir griðariega tvísýn- an leik með aðeins einu marki. Þessi árangur lofar góðu um framhaldið hjá þessum drengjum en á myndinni að ofan má sjá leikmenn ásamt þjálfurum. Ragnar Már vann fjórða árið í röð - á íslandsmótinu 1 kænusiglingum íslandsmótið í kænusiglingum fór fram um helgina en Siglingaklúbbur- inn Ýmir úr Kópavogi hafði veg og vanda af keppninni. Keppt var í þremur flokkum báta, á svonefndum optimist-kænum, á topper-fleyjum og Europe-bátum en þeir síðasttöldu heyra til hópi sem hefur ekki veriö siglt áður á íslandsmeistaramótinu. Keppendur á mótinu voru á fimmta tug og komu þeir víða að. Meistarar í einstöku þáttum mótsins urðu eftirfarandi: Ragnar Már Steinsen sigraöi í flokki optimistbáta en hann varö hlut- skarpastur íjóröa áriö i röö. Sæfarendur í þessum flokki eru 15 ára og yngri. í flokki kvenna vann Sigling á kænu er hrífandi íþrótt. þessum fleyjum. Guðjón Jóhannesson Vann í flokki topper-báta en x hópi Eurpope-kæna, varð Bjarki Amórsson hlutskarpastur. Hólmfríður Kristjánsdóttir varð sigurvegari í kveimaflokki á Europe- bátum. Ein stór mistök Lelkur UBK og Þórs spilaður aftur „Það má segja að þetta haft ver- ið einn stór misskilmngur, Sökin liggur aðallega hjá okkur og Breiðabliki en KSI á ekki beint sök á málinu. Viðræður á milli Þórs og Breiðabliks um leiktím- ann fóra eitthvað á milli mála en það er sem betur fer búið að leysa þetta mál,“ sagöi Leifur Garðars- son, framkvæmdastjóri Þórs, i spjalli viö DV í gærkvöldi. Eins og fram kom í DV í gær kom upp mikill misskilningur í Kópavogi á sunnudag. „Þetta voru klaufaleg mistök sem áttu ekki aö geta orðið. Við hjá KSÍ héldum aö bæði liðin heföu samþykkt leiktímann en það var greinilega misskilningur. Það er aiveg á hreinu aö leikur- inn verður spilaður og ég vona að þetta leiðindamál sé ú'r sög- unni, sagði Gísli Gíslason, starfs- maður hjá KSÍ, um málið. Mjólkurbikarmn: Tveir leikir verða í 8 liða úrslit- um mjólkurbikax-keppni KSÍ í kvöld og hefjast báðir leikimir kl. 20. Víðir úr Gárði tekur á móti Fram en leikur liðanna fer fram á Garðsvelli. Á Akranesi leika heimamenn gegn Eyja- mönnum sem sigruöu 1. deildar lið Þórsara í 16 liða xxrslitum. Sxð- asti leikurinn í 8 liða úrslitum verður síöan annað kvöld og leika þá Valsmenn gegn KR-ingum á Hliðarenda. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.