Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989, 25 Sviðsljós Ólyginn sagði... Barbara Bush t forsetafrú í Bandaríkjunum ætl- ar að gerast sjónvarpsstjama á efri árum. Heimildir segja að hún hafi fyrr á þessu ári hringt í fram- leiðendur þáttanna um klassap- íurnar og beðið um að koma fram sem gestur í einum þeirra. Hún mun koma fram í eigin hlutverki einhvern tíma á næsta ári. Bar- bara segir að Klassapíur séu uppáhalds sjónvarpsefni sitt, enda íjallar þátturinn um konur af hennar kynslóð. Leikkonur þáttarins eru mjög upp með sér af framtaki forsetafrúarinnar og hefur ein látið hafa það eftir sér að þetta verði stærsta stund lífs hennar. Lif og fjor a reiðnámskeiði í sumar hefur verið rekinn reið- skóli fyrir fatlaða og aðra þá sem þurfa á aöstoð aö halda. Skóhnn, sem þrjár stúlkur reka, hefur aðsetur sitt að Reykjalundi og stendur hvert námskeið í fimm daga, þrjá tíma í senn. Auk þess að læra aö sitja hest er öllum kennd umhirða hests og reiðtygja. Vistmenn á Reykjalundi hafa átt kost á reiðþjálfun í nokkur ár en skipulögðu námskeiðin eru opin öllum fótluðum. Lagt upp frá Reykjalundi og ferðinni er heitið um nágrennið. DV-myndir S §§: Hesturinn er spakur og bíður þess að knapinn ferðist með hann um fjöll og firnindi. Barbara Eden fékk þær fréttir þegar hún kom til Hollywood fyrir margt löngu að hún væri ekki nógu falleg fyr- ir skemmtanaiðnaðinn. Hún þrá- aðist við, leit í spegil og sagði: fagurt er fljóðið og mun ég hvergi fara. Eins gott, því annars hefð- um við íslendingar ekki fengið að njóta hennar í hlutverki Dísu í samnefndum sjónvarpsþáttum. Þremur mánuðum eftir þessi vá- legu tíðindi var henni hins vegar boðið að reyna sig fyrir framan myndavélarnar. Og sá sem bauð var einmitt maðurinn sem hafði komið svo ruddalega fram við hana áður. Jane Fonda er heldur betur í vanda þessa dagana. Eiginmaður hennar fyrr- verandi, Tom Hayden, krefst þess að fá helminginn af auðæfum hennar, sem metin eru á fimmtíu milljónir dala. Jane hefur aftur á móti boðist til að gefa honum eina milljón við skilnaðinn og þúsund dollara á mánuði að auki. Tom bara hlær að þessum tillögum konu sinnar. Helminginn vill hann og engar refjar. Hann hefur meira að segja hótað að ljóstra upp um óheiðarleg peningavið- skipti stjörnunnar, nokkuð sem gæti komið henni mjög illa, þess- ari frjálslyndu og verkalýðssinn- uðu konu. Kötturinn hefur níu líf Kettir þykja með lifseigustu dýrum jarðar og sleppa oft ótrúlega vel úr hættulegum hremmingum. Þessi 10 vikna kettlingur sýndi mikið baráttuþrek og lífsvilja eftir að hafa dregist með bíl sem ók á 100 kílómetra hraða. Hann var tekinn til meðferðar á dýraspítala í heimabæ sínum i Ástralíu. Allar klærnar voru horfnar og hann mikið brenndur á öllum loppum. Læknun- um tókst að koma honum til lífs og heilsu og ekki síst vegna þess hve bjart- sýnn og kraftmikill kettlingurinn sjálfur var. Samskipti fagmanna um lagnir aukin Aðalfundur Lagnafélags íslands var haldinn fyrir skömmu. í stjórn voru kosnir Jón Sigurjónsson verk- fræðingur, formaður, Jónas Valdi- marsson pípulagningamaður, vara- formaður, Friðrik S. Kristinsson tæknifræðingur, ritari, og Valdimar Jónsson blikksmíðameistari, gjald- keri. Aðrir í stjórn voru kosnir Einar Þorsteinsson tæknifræðingur, Sig- urður Pálsson pípulagningamaður og Ragnar Ragnarsson verkfræðing- ur en framkvæmdastjóri er Kristján Ottósson blikksmíðameisari. Stjórn félagsins leggur áherslu á aukin samskipti tækni- og iðnaðar- manna á sviði lagnatækni og eflingu faglegrar þekkingar með útgáfu fræðirita á íslensku um efnið ásamt fræðslufundum. Stefnt verður að einum slíkum fundi á Akureyri á hausti komanda. Stjórn og framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands er aðalfundur félagsins var haldinn. Aftari röð, f.v.: Friðrik S. Kristinsson, Sigurður Pálsson, Jónas Valdimarsson og Kristján Ottósson framkvæmdastjóri. Fremri röð, f.v.: Ein- ar Þorsteinsson, Valdimar Jónsson og Jón Sigurjónsson. Á myndina vant- ar Ragnar Ragnarsson. Um helgina var haldin vörukynning i Ferðamarkaðinum við Bildshöfða. Fólk kom og skoðaði m.a. tjaldvagna og viðleguútbúnað en af myndunum af dæma virðist fólki alltaf jafnannt um lambakjötið okkar góða - sérstaklega ef það er ódýrt eða gefins. Aðstandendur vörukynningarinnar gáfu gestum kost á að bragða á útsölukjöti landbúnaðarráðuneytisins til að gera útilegustemninguna á mölinni enn raunverulegri. Grillilmurinn gaf bragðlaukunum lausan tauminn og fólk stillti sér í biðröð á íslenska vísu - stutta en breiða. DV-myndir BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.