Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1989, Side 26
26
. ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989.
Fréttir_________________________________________________________________
„Ég kemst ekki
neitt án hjálpar“
-'segir Rósa Björnsdóttir, kona í hjólastól sem vitjaði æskustöðvanna á Siglufirði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö er óhætt aö segja aö þaö er
erfitt að fara hér um bæinn þegar
maöur er í hjólastól og ljóst að að-
gangi fatlaðra aö ýmsum opinberum
byggingum hér og um götur bæjarins
er mjög ábótavant." segir Rósa
Björnsdóttir, ung kona sem DV hitti
á Siglufirði á dögunum.
Rósa er fædd og uppalin á Siglu-
firði en flutti þaðan árið 1966. Á
hverju ári hefur hún heimsótt æsku-
stöðvarnar og gengið vel þar til nú.
Hún varð nefnilega fyrir þvi í des-
ember sl. að veikjast þannig að síðan
hefur hún orðið að fara um í hjóla-
stól og hún rekur sig alls staðar á
þegar hún ætlar að fara um gamla
bæinn sinn.
Þrátt fyrir samþykkt bæjaryflr-
valda um að laga gangstéttarbrúnir
við gatnamót hefur það ekki verið
gert og sagðist Rósa helst þurfa að
Upplýsingaþjónusta landbúnaöarins:
Tölur um skemmda
osta orðum auknar
Tölur, sem birst hafa í fjöimiðl- fjölmiðlar hafi lagt þunga verkun verulega ef rétt sé að stað-
um að undanfömu um óvenjulegt áherslu á að taliö sé að mistök í ið.
tjón vegna skemmdra osta á sl. ári, rúllubaggaheyskap hérlendis valdi Loks hafi komið fram sá mis-
hafa verið vel orðum auknar, að skemmdum á ostum í birgða- skilningur að stjórn Samtaka af-
því er segir í athugasemd frá Upp- geymslum. Engar niðurstöður liggi urðastöðva í mjólkuriðnaði tefji
lýsingaþjónustu landbúnaðarins fyrir í þessu efiú hárlendis né út- rannsóknir á þessu viöfangsefni og
vegna umíjöflunar fjölmiðla um tektáþví.Þáhafiveriðhaldiðfram hafi ekki talið þess virði að eyða í
heyverkun og mjólkuriðnað að að íslenskir bændur hafi fjárfest miklum peningum. Þetta sé vill-
undanfórna of ört og fyrirhyggjulaust í vélbún- andi lýsing því stjóm samtakanna
Segir upplýsingaþjónustan að því aði og „ekki hugsað út í afleiðing- hafi lýst yfir á fundi sínum stuðn-
hafi verið haldið fram að óvænt amar“. Samkvæmt upplýsingum ingi við þetta sérstaka verkefni og
miUjónatjón hafi oröið vegna innflytjenda hafi íslenskir bændur visaö þvi síðan til stjórnar Rann-
skemmda á ostabirgðum sl. vetur. á tUtölulega skömmum tíma keypt sóknastofiiunarinnar.
Þetta sé rangt samkvæmt upplýs- um 310 rúllupökkunarvélar. Þær -JSS
ingum frá Osta- og smjörsölunni hf. spari vinnu og orku og bæti hey-
far% um i stólnum sínum á miðjum væri þannig gert aö maður í hjólastól
götunum ef hún ætlaöi eitthvaö. kæmist hjálparlaust þar inn og
Úndantekning væri aö finna hús sem áfram mætti telja.
Fram af þessari gangstéttarbrún komst Rósa ekki nema með hjálp.
DV-mynd gk
Borgfirðingur stal
senunni á Höfn
Bryndis Jónsdóttir, DV - ökuleikni 89
Góða veðrið hefur svo sannarlega
ekki fylgt Ökuleikni þetta sumarið.
Þó bar öðruvísi við á Höfn í Horna-
firði, en keppnin fór fram þar fóstu-
dagskvöldið 30. júní í blíöskapar-
veðri, sól og logni. Sjáifsagt hefur það
átt sinn þátt í hve þátttaka var góð,
og áhorfendur hafa sjaldan eða aldr-
ei verið fleiri.
Keppendur í nýliðariðli stóðu sig
allir mjög vel, en óhætt er að segja
að Borgfirðingurinn Arnar Már Hall
Guðmundsson hafi komið, séð og
sigrað. Hann náöi árangri sem nálg-
ast það besta í þessum riðli, hlaut 174
refsistig. Tíminn var mjög góður 115
sek., villur í braut aðeins 4 og refsi-
stig fyrir umferðarspumingar 15.
Heimamenn stóðu að sjálfsögðu
líka fyrir sínu. Komungur ökumað-
ur, Bergur Hólm Aðalsteinsson, fór
með sigur af hólmi í karlariðli, hlaut
alls 151 refsistig. Bergur keyrði
brautina mjög örugglega á góðum
tíma og gerði aðeins tvær villur. í
kvennariðli sigraði Heiða Jónsdóttir,
én hún náði þeim árangri að svará
öllum umferðarspumingunum rétt,
fyrst kvenna í ár. Aðeins einum öku-
manni í karlariðli haföi tekist það til
þessa og hlýtur þetta því að teljast
frábær árangur.
Það er rétt að geta þess að ótrúlegt
er hve góðir tímar náðust á Höfn, því
það er eini staðurinn á landinu þar
sem keppt er á malarvelli. Margir
keppendur fóru flatt á því, runnu
langar leiöir og jafnvel framhjá
þrautunum án þess að fá nokkuð að
gert. Það er þó óhætt að segja að það
hefur örugglega gert keppnina enn
skemmtilegri áhorfs.
Mölin olli krökkunum í reiðhjóla-
keppninni þónokkrum óþægindum
líka. Þau sýndu heilmikil tilþrif og
fallegar sveiflur, en öll tolldu þau þó
á hjólunum. Sigurvegari í riðli 9-11
ára barna var Arni Bergmann, en í
riðli 12 ára og eldri sigraði Oskar
Sigurðsson á ágætis tíma, 47 sek.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á möl-
inni fór hann villulaust í gegnum
brautina. Verölaun í Ökuleikninni á
Höfn voru gefin af Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar.
Bergur Hólm Aðalsteinsson sigraði í kartariðli á Höfn.
Upp tröppurnar við hús Pósts og síma kemst enginn í hjólastól einn síns liðs.
DV-mynd gk
Þingvellir:
Lítil ölvun á tjaldstæðum
„Það er lítil sem engin ölvun á
tjaldstæðum í þjóðgarðinum á Þing-
völlum um helgar. Það er stöðug
gæsla aðfaranótt laugardags og
sunnudags í þjóðgarðinum og ef ein-
hver veröur uppvís að ölvun og
óspektum er viðkomandi vísað burt
af tjaldsvæðinu,“ segir séra Heimir
Steinsson þjóðgarðsvörður.
„Um helgar hafa yfirleitt verið á
milli 200 og 300 manns í tjöldum á
Þingvöllum og það sem af er sumri
hefur ekki ein einasta kvörtun borist
um ölvun frá gestum tjaldsvæðis-
lns.“
-J.Mar
Átta strengjasteypubitar, 20 tonn hver, voru settir upp á hið nýja íþróttahús
ísfirðinga um helgina. _ DV-mynd BB, ísafirði
Isaúörður:
20 tonna bitar
í þakið
Sgurjón J. Sguxðsson, DV, Isafirði:
Átta 20 tonna strengjasteypubitar
voru settir upp í íþróttahúsinu, sem
er í byggingu á Torfnesi á ísafirði,
aðfaranótt síðastliðins laugardags.
Ofan á þessa bita verða settir límtrés-
bitar og er þetta gert til að forma þak
hússins í sömu mynd og er á öðrum
skólamannvirkjum á Torfnesi.
Bitamir eru framleiddir af Bygg-
ingariðjunni hf. í Reykjavík og voru
þeir fluttir vestur með skipi. Rörverk
hf„ sem er verktaki hússins, fékk
sérstaklega útbúinn bíl frá Reykjavík
til að flytja bitana í gegnum bæinn
og var verkið unnið að nóttu til,
bæði til að tefja skipið sem minnst
og til þess að losna við bílaumferð í
miðbænum.
Rörverk hf. átti að skila húsinu
fokheldu nú um næstu mánaðamót
en að sögn Péturs Jónassonar, fram-
kvæmdastjóra Rörverks, dregst það
eitthvað.